Þegar á vettvang var komið reyndist hins vegar um að ræða misskilning.
Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar.
Einn var handtekinn á stolinni bifreið en sá er einnig grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. Annar ökumaður, sem var stöðvaður við almennt eftirlit, er grunaður um að hafa verið með falsað ökuskírteini og vera réttindalaus.
Altjón varð á bifreið sem brann í póstnúmerinu 112 og þá var tilkynnt um innbrot í heimahús í Kópavogi.
Lögregla sinnti einnig ýmsum aðstoðarbeiðnum vegna veikinda, óvelkominna aðila og grunsamlegra mannaferða. Tveir gistu fangageymslur í morgun.