Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar 27. nóvember 2024 11:51 Í mínum huga snúast þessar kosningar fyrst og fremst um efnahagsmál, enda byggir allt annað á því hvernig ríkisfjármálum er stjórnað. Í aðdraganda þessara kosninga er ótrúlega lítið rætt um efnahagsmál að öðru leyti en því að allir lofa minni verðbólgu og lægri vöxtum. Við heyrum ný hugtök eins og „vaxtalækkunarferlið“ sem okkur er sagt að sé hafið, og við eigum að trúa því að það verði viðvarandi ferli,og ekki síður að „verðbólguskotið“ sé að baki og komi líklega aldrei aftur. Ef við skoðum staðreyndir og setjum þær í samhengi þá blasir við að breytinga er þörf í stjórn landsins. Þrátt fyrir að skoðanakannanir sýni einhverja tilhneigingu þá er það staðreynd að þau öfl sem hér hafa mestu ráðið síðustu áratugi eru svo sterk að það er raunveruleg hætta á að þau haldi völdum eftir kosningar, og ekkert breytist. Litlu máli virðist skipta að við blasir algjör vanhæfni í ríkisrekstrinum, vanhæfni sem íbúar landsins greiða dýru verði. Í kjölfarið á Covid og innrás Rússa í Úkraínu reyndi á hagkerfin í Evrópu, afleiðingin var verðbólguskot ásamt hreyfingu á vöxtum í mörgum Evrópulöndum. Stjórnvöld þessara landa náðu fljótt tökum á ástandinu, verðbólgan hjaðnaði fljótt og vextir jöfnuðu sig víðast hvar nema í Rússlandi og Úkraínu sem enn eiga í stríði. Þrátt fyrir lækkanir á stýrivöxtum undanfarið er Ísland í þriðja sæti þjóða í okurvöxtum á eftir Rússlandi og Úkraínu en næstu sæti fyrir neðan okkur verma Ungverjaland, Rúmenía, Pólland og Serbía, lönd sem við viljum, með fullri virðingu ekki bera okkar hagkerfi og lífsgæði saman við. Vandinn er heimatilbúinn, óábyrg hagstjórn ríkistjórnarflokkana sem ekki hafa getað tekið erfiðar ákvarðandir heldur stöðugt aukið útgjöld sem hafa viðhaldið ástandinu. Verkfæri Seðlabankans til að vinna á verðbólgu eru stýrivextir sem hann eðli málsins samkvæmt hækkaði, verkalýsðhreyfingin og atvinnurekendur sömdu um hóflegar launahækkanir og lengi vel vil ég meina að fyrirtækin í landinu hafi flest reynt að taka þátt með því að halda aftur af hækkunum, að minnsta kosti þar sem einhver samkeppni ríkir. En á meðan kynti vanhæf ríkisstjórn undir verðbólgubálinu með líklega mestu peningaprentun sögunnar og virtist engu máli skipta hver sat í stóli fjármálaráðherra en þeir voru þrír á kjörtímabilinu úr tveimur flokkum. Í ágúst á þessu ári voru heildarskuldir Ríkissjóðs kr. 1.867.000.000.000. eða eittþúsund áttahundruð sextiu og sjö milljarðar og ekki nóg með það, skuldaukningin síðustu 5 ár eða frá árinu 2019 er 979 milljarðar og að öllum líkindum er skuldaaukningin komin í 1.000 milljarða núna í lok árs (sjá mynd). Fjárlög ársins 2025 voru nú á dögunum afgreidd með 59 milljarða halla og í meðförum ríkisstjórnarinnar frá því þau voru lögð fram þar til þau voru samþykkt jókst hallinn um 18 milljarða. Í millitíðinni var boðað til kosninga svo dýrar urðu kanínurnar sem stjórnarflokkarnir drógu uppúr hatti sínum. En setjum þessa stöðu í samhengi við eitthvað sem við þekkjum, eftir Hrunið 2008 voru skuldir ríkissjóðs áætlaðar 1.456 milljarðar króna sem eru á núvirði í dag miðað við vísitölu neysluverðs 2.883 milljarðar. Icesave samningarnir sem kenndir voru við Lee Buchheit samningamann voru 67 milljarðar samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands, og uppreiknaðir frá árinu 2015 væri núvirði þeirra 99 milljarðar. Það er grátbroslegt að fylgjast með hvernig vanhæfa liðið í ríkisstjórninni keppist við að kenna hvort öðru um, enda allir hættir að trúa því að ástæðan sé covid eða Úkraínustríðið. Sumir stjórnarliða og stuðningsmenn þeirra hafa hugmyndaflug til að kenna stjórnarandstöðunni um, að minnsta kosti þeim sem gætu fengið góða kosningu. Brennuvargarnir eru strax byrjaðir að undirbúa skítkast á þá sem munu kannski reyna að slökkva eldana, ef þeir skyldu tapa. Snepill sem kallar sig Viðskiptablaðið sló upp í fyrirsögn að nú væri formaður Samfylkingarinnar farin að ræsa peningaprentvélarnar, sömu vélar sem hafa ekki kólnað hjá skjólstæðingum Viðskiptablaðsins síðustu fimm ár og ekki búið að drepa á þeim enn. Þetta er einhvernvegin svo ósvífið og var kornið sem fyllti mælinn og knúði mig til þess að pára þessi orð á blað. Það er kannski ekkert skrýtið þó fólk eigi erfitt með að trúa því að „þetta sé allt að koma“ sem er slagorð fjárlagafrumvarpsins 2025. Þegar hlutir eru settir í samhengi var það líklega ekki góð hugmynd „að kjósa bara Framsókn“. Að minnsta kosti ekki til að fara með fjármuni skattgreiðenda. Kosningaloforð sjálfstæðismeginn eru ekki síður kaldhæðnislega í samhengi við ástandið. Þar eru hátíðleg loforð um að nú ætli þeir að „ tryggja stöðugleika, minni verðbólgu og lægri vexti“. Já einmitt, hvernig eigum við að trúa því ? Svo ætla þeir að „nýta fjármuni af sölu ríkiseigna til að greiða niður skuldir“ (www.xd.is). Á mannamáli er það að selja Landsbankann og Landsvirkjun til að borga niður skuldir óreiðumanna. Það er lélegt loforð því það á engin að þurfa að selja góðar eignir til þess að greiða rekstrartap, ekki heldur íslenskur almenningur. Því miður eru ýmsir stjórnmálaflokkar þessu sammála, Viðreisn hefur hiklaust talað um að selja Landsbankann sem fyrst og þá kemur Landsvirkjun líklega í framhaldinu, vissulega er þar innanborðs reynsla af bankabraski og afskriftum skulda, en kannski ekki í þágu þjóðarinnar. En á ríkið að eiga banka? Auðvitað væri best ef það þyrfti ekki, en á fákeppnismarkaði eins og bankamarkaðurinn á Íslandi er þá er skynsamlegt fyrir þjóðina að eiga einn banka og láta hann virka sem aðhald á bankana sem hiklaust nýta sér fákeppnina. Mítan um að ríkið eigi ekki að standa á áhættu við að reka banka á heldur ekki við því eina áhættan sem ríkið hefur þurft að taka er að borga tapið á einkabönkunum þegar þeir hafa siglt öllu í strand eins og dæmin sanna. Ég hef kynnt mér þokkalega stefnur allra flokka sem í framboði eru og sé að við eigum möguleika á betri framtíð ef við viljum. Samfylkingin með Kristrúnu Frostadóttur er með trúverðugt plan í öllum þeim mikilvægu málum sem hér þarf að leysa. Kristrún er leiðtogi sem vill og getur sameinað frekar en að sundrað, unnið að langtímahagsmunum heildarinnar frekar en skammtímahagsmunum sérhagsmunahópa. Það er mikilvægt í heiminum eins og hann er. En hvað gerist? Ætla stjórnmálamenn að taka ábyrgð? Líklega ekki. Ætla kjósendur að láta einhverja taka ábyrgð? Vonandi – þjóðin þarf breytingar Höfundur er viðskiptafræðingur MIB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í mínum huga snúast þessar kosningar fyrst og fremst um efnahagsmál, enda byggir allt annað á því hvernig ríkisfjármálum er stjórnað. Í aðdraganda þessara kosninga er ótrúlega lítið rætt um efnahagsmál að öðru leyti en því að allir lofa minni verðbólgu og lægri vöxtum. Við heyrum ný hugtök eins og „vaxtalækkunarferlið“ sem okkur er sagt að sé hafið, og við eigum að trúa því að það verði viðvarandi ferli,og ekki síður að „verðbólguskotið“ sé að baki og komi líklega aldrei aftur. Ef við skoðum staðreyndir og setjum þær í samhengi þá blasir við að breytinga er þörf í stjórn landsins. Þrátt fyrir að skoðanakannanir sýni einhverja tilhneigingu þá er það staðreynd að þau öfl sem hér hafa mestu ráðið síðustu áratugi eru svo sterk að það er raunveruleg hætta á að þau haldi völdum eftir kosningar, og ekkert breytist. Litlu máli virðist skipta að við blasir algjör vanhæfni í ríkisrekstrinum, vanhæfni sem íbúar landsins greiða dýru verði. Í kjölfarið á Covid og innrás Rússa í Úkraínu reyndi á hagkerfin í Evrópu, afleiðingin var verðbólguskot ásamt hreyfingu á vöxtum í mörgum Evrópulöndum. Stjórnvöld þessara landa náðu fljótt tökum á ástandinu, verðbólgan hjaðnaði fljótt og vextir jöfnuðu sig víðast hvar nema í Rússlandi og Úkraínu sem enn eiga í stríði. Þrátt fyrir lækkanir á stýrivöxtum undanfarið er Ísland í þriðja sæti þjóða í okurvöxtum á eftir Rússlandi og Úkraínu en næstu sæti fyrir neðan okkur verma Ungverjaland, Rúmenía, Pólland og Serbía, lönd sem við viljum, með fullri virðingu ekki bera okkar hagkerfi og lífsgæði saman við. Vandinn er heimatilbúinn, óábyrg hagstjórn ríkistjórnarflokkana sem ekki hafa getað tekið erfiðar ákvarðandir heldur stöðugt aukið útgjöld sem hafa viðhaldið ástandinu. Verkfæri Seðlabankans til að vinna á verðbólgu eru stýrivextir sem hann eðli málsins samkvæmt hækkaði, verkalýsðhreyfingin og atvinnurekendur sömdu um hóflegar launahækkanir og lengi vel vil ég meina að fyrirtækin í landinu hafi flest reynt að taka þátt með því að halda aftur af hækkunum, að minnsta kosti þar sem einhver samkeppni ríkir. En á meðan kynti vanhæf ríkisstjórn undir verðbólgubálinu með líklega mestu peningaprentun sögunnar og virtist engu máli skipta hver sat í stóli fjármálaráðherra en þeir voru þrír á kjörtímabilinu úr tveimur flokkum. Í ágúst á þessu ári voru heildarskuldir Ríkissjóðs kr. 1.867.000.000.000. eða eittþúsund áttahundruð sextiu og sjö milljarðar og ekki nóg með það, skuldaukningin síðustu 5 ár eða frá árinu 2019 er 979 milljarðar og að öllum líkindum er skuldaaukningin komin í 1.000 milljarða núna í lok árs (sjá mynd). Fjárlög ársins 2025 voru nú á dögunum afgreidd með 59 milljarða halla og í meðförum ríkisstjórnarinnar frá því þau voru lögð fram þar til þau voru samþykkt jókst hallinn um 18 milljarða. Í millitíðinni var boðað til kosninga svo dýrar urðu kanínurnar sem stjórnarflokkarnir drógu uppúr hatti sínum. En setjum þessa stöðu í samhengi við eitthvað sem við þekkjum, eftir Hrunið 2008 voru skuldir ríkissjóðs áætlaðar 1.456 milljarðar króna sem eru á núvirði í dag miðað við vísitölu neysluverðs 2.883 milljarðar. Icesave samningarnir sem kenndir voru við Lee Buchheit samningamann voru 67 milljarðar samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands, og uppreiknaðir frá árinu 2015 væri núvirði þeirra 99 milljarðar. Það er grátbroslegt að fylgjast með hvernig vanhæfa liðið í ríkisstjórninni keppist við að kenna hvort öðru um, enda allir hættir að trúa því að ástæðan sé covid eða Úkraínustríðið. Sumir stjórnarliða og stuðningsmenn þeirra hafa hugmyndaflug til að kenna stjórnarandstöðunni um, að minnsta kosti þeim sem gætu fengið góða kosningu. Brennuvargarnir eru strax byrjaðir að undirbúa skítkast á þá sem munu kannski reyna að slökkva eldana, ef þeir skyldu tapa. Snepill sem kallar sig Viðskiptablaðið sló upp í fyrirsögn að nú væri formaður Samfylkingarinnar farin að ræsa peningaprentvélarnar, sömu vélar sem hafa ekki kólnað hjá skjólstæðingum Viðskiptablaðsins síðustu fimm ár og ekki búið að drepa á þeim enn. Þetta er einhvernvegin svo ósvífið og var kornið sem fyllti mælinn og knúði mig til þess að pára þessi orð á blað. Það er kannski ekkert skrýtið þó fólk eigi erfitt með að trúa því að „þetta sé allt að koma“ sem er slagorð fjárlagafrumvarpsins 2025. Þegar hlutir eru settir í samhengi var það líklega ekki góð hugmynd „að kjósa bara Framsókn“. Að minnsta kosti ekki til að fara með fjármuni skattgreiðenda. Kosningaloforð sjálfstæðismeginn eru ekki síður kaldhæðnislega í samhengi við ástandið. Þar eru hátíðleg loforð um að nú ætli þeir að „ tryggja stöðugleika, minni verðbólgu og lægri vexti“. Já einmitt, hvernig eigum við að trúa því ? Svo ætla þeir að „nýta fjármuni af sölu ríkiseigna til að greiða niður skuldir“ (www.xd.is). Á mannamáli er það að selja Landsbankann og Landsvirkjun til að borga niður skuldir óreiðumanna. Það er lélegt loforð því það á engin að þurfa að selja góðar eignir til þess að greiða rekstrartap, ekki heldur íslenskur almenningur. Því miður eru ýmsir stjórnmálaflokkar þessu sammála, Viðreisn hefur hiklaust talað um að selja Landsbankann sem fyrst og þá kemur Landsvirkjun líklega í framhaldinu, vissulega er þar innanborðs reynsla af bankabraski og afskriftum skulda, en kannski ekki í þágu þjóðarinnar. En á ríkið að eiga banka? Auðvitað væri best ef það þyrfti ekki, en á fákeppnismarkaði eins og bankamarkaðurinn á Íslandi er þá er skynsamlegt fyrir þjóðina að eiga einn banka og láta hann virka sem aðhald á bankana sem hiklaust nýta sér fákeppnina. Mítan um að ríkið eigi ekki að standa á áhættu við að reka banka á heldur ekki við því eina áhættan sem ríkið hefur þurft að taka er að borga tapið á einkabönkunum þegar þeir hafa siglt öllu í strand eins og dæmin sanna. Ég hef kynnt mér þokkalega stefnur allra flokka sem í framboði eru og sé að við eigum möguleika á betri framtíð ef við viljum. Samfylkingin með Kristrúnu Frostadóttur er með trúverðugt plan í öllum þeim mikilvægu málum sem hér þarf að leysa. Kristrún er leiðtogi sem vill og getur sameinað frekar en að sundrað, unnið að langtímahagsmunum heildarinnar frekar en skammtímahagsmunum sérhagsmunahópa. Það er mikilvægt í heiminum eins og hann er. En hvað gerist? Ætla stjórnmálamenn að taka ábyrgð? Líklega ekki. Ætla kjósendur að láta einhverja taka ábyrgð? Vonandi – þjóðin þarf breytingar Höfundur er viðskiptafræðingur MIB.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun