Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar 27. nóvember 2024 12:51 Í umræðu um listir og menningu í aðdraganda alþingiskosninga hefur mikil áhersla verið lögð á efnahagslegt gildi. Þar hefur komið fram að beint framlag menningar og skapandi greina nemi um 3,5% af landsframleiðslu, litlu minna en framlag sjávarútvegs. Einnig hefur verið bent á að hver króna sem hið opinbera fjárfestir í menningu og skapandi greinum verði að þremur krónum í hagkerfinu. Að lokum hefur verið nefnt á að skatttekjur hins opinbera af menningu og skapandi greinum séu 17 milljörðum hærri en framlag ríkisins til þessara málaflokka. Þessi umræða hefur verið góð að mörgu leyti í samfélagi sem hefur þörf fyrir að setja allt í mælanlegar stærðir. En hvernig metum við list? Hvernig metum við þau áhrif sem list hefur á samfélagið allt? Þetta ósnertanlega, þessi líðan, tilfinning, áhrif. Er nóg að líta á hversu margar bækur rithöfundur hefur skrifað, hversu margar nótur söngvari hefur sungið og hve mörg spor dansari hefur dansað? Mat á list er afstætt, persónulegt og óendanlegt og því fráleitt að horfa einungis á magn og tölur, þó vissulega skipti þær upplýsingar líka máli. Hver og einn getur haft skoðun á listinni og tilgangi hennar. Sumir segjast jafnvel bara ekkert þurfa á list að halda, sem er skoðun út af fyrir sig. Jákvæð áhrif lista og menningar á andlega og félagslega líðan, þroska barna og ungmenna og stöðu okkar sem þjóð á meðal þjóða, eru öllum kunn. Nóg hefur verið skrifað um það, þó oft sé vöntun á hlustun. Á endanum snýst þetta um vilja þjóðfélags og stjórnmála. Viljum við list? Viljum við ríka og breiða menningu? Viljum við fegurð? Viljum við beitta þjóðfélagsrýni? Viljum við fjölbreytt atvinnulíf með sterkum skapandi greinum? Ég segi já. Afstaða sumra stjórnmálaflokka fyrir kosningarnar er óljós eða lýsir afskiptaleysi og skilningsleysi á stöðu lista og menningar. Stuðningur annarra stjórnmálaflokka við listir og menningu er skýr, þar sem ástríða við viðfangsefninu er augljós. Hver er þín afstaða? Mín afstaða er skýr: Kjósum með menningu og listum. Höfundur er óperusögnvari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Menning Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu um listir og menningu í aðdraganda alþingiskosninga hefur mikil áhersla verið lögð á efnahagslegt gildi. Þar hefur komið fram að beint framlag menningar og skapandi greina nemi um 3,5% af landsframleiðslu, litlu minna en framlag sjávarútvegs. Einnig hefur verið bent á að hver króna sem hið opinbera fjárfestir í menningu og skapandi greinum verði að þremur krónum í hagkerfinu. Að lokum hefur verið nefnt á að skatttekjur hins opinbera af menningu og skapandi greinum séu 17 milljörðum hærri en framlag ríkisins til þessara málaflokka. Þessi umræða hefur verið góð að mörgu leyti í samfélagi sem hefur þörf fyrir að setja allt í mælanlegar stærðir. En hvernig metum við list? Hvernig metum við þau áhrif sem list hefur á samfélagið allt? Þetta ósnertanlega, þessi líðan, tilfinning, áhrif. Er nóg að líta á hversu margar bækur rithöfundur hefur skrifað, hversu margar nótur söngvari hefur sungið og hve mörg spor dansari hefur dansað? Mat á list er afstætt, persónulegt og óendanlegt og því fráleitt að horfa einungis á magn og tölur, þó vissulega skipti þær upplýsingar líka máli. Hver og einn getur haft skoðun á listinni og tilgangi hennar. Sumir segjast jafnvel bara ekkert þurfa á list að halda, sem er skoðun út af fyrir sig. Jákvæð áhrif lista og menningar á andlega og félagslega líðan, þroska barna og ungmenna og stöðu okkar sem þjóð á meðal þjóða, eru öllum kunn. Nóg hefur verið skrifað um það, þó oft sé vöntun á hlustun. Á endanum snýst þetta um vilja þjóðfélags og stjórnmála. Viljum við list? Viljum við ríka og breiða menningu? Viljum við fegurð? Viljum við beitta þjóðfélagsrýni? Viljum við fjölbreytt atvinnulíf með sterkum skapandi greinum? Ég segi já. Afstaða sumra stjórnmálaflokka fyrir kosningarnar er óljós eða lýsir afskiptaleysi og skilningsleysi á stöðu lista og menningar. Stuðningur annarra stjórnmálaflokka við listir og menningu er skýr, þar sem ástríða við viðfangsefninu er augljós. Hver er þín afstaða? Mín afstaða er skýr: Kjósum með menningu og listum. Höfundur er óperusögnvari.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun