Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar 27. nóvember 2024 12:51 Í umræðu um listir og menningu í aðdraganda alþingiskosninga hefur mikil áhersla verið lögð á efnahagslegt gildi. Þar hefur komið fram að beint framlag menningar og skapandi greina nemi um 3,5% af landsframleiðslu, litlu minna en framlag sjávarútvegs. Einnig hefur verið bent á að hver króna sem hið opinbera fjárfestir í menningu og skapandi greinum verði að þremur krónum í hagkerfinu. Að lokum hefur verið nefnt á að skatttekjur hins opinbera af menningu og skapandi greinum séu 17 milljörðum hærri en framlag ríkisins til þessara málaflokka. Þessi umræða hefur verið góð að mörgu leyti í samfélagi sem hefur þörf fyrir að setja allt í mælanlegar stærðir. En hvernig metum við list? Hvernig metum við þau áhrif sem list hefur á samfélagið allt? Þetta ósnertanlega, þessi líðan, tilfinning, áhrif. Er nóg að líta á hversu margar bækur rithöfundur hefur skrifað, hversu margar nótur söngvari hefur sungið og hve mörg spor dansari hefur dansað? Mat á list er afstætt, persónulegt og óendanlegt og því fráleitt að horfa einungis á magn og tölur, þó vissulega skipti þær upplýsingar líka máli. Hver og einn getur haft skoðun á listinni og tilgangi hennar. Sumir segjast jafnvel bara ekkert þurfa á list að halda, sem er skoðun út af fyrir sig. Jákvæð áhrif lista og menningar á andlega og félagslega líðan, þroska barna og ungmenna og stöðu okkar sem þjóð á meðal þjóða, eru öllum kunn. Nóg hefur verið skrifað um það, þó oft sé vöntun á hlustun. Á endanum snýst þetta um vilja þjóðfélags og stjórnmála. Viljum við list? Viljum við ríka og breiða menningu? Viljum við fegurð? Viljum við beitta þjóðfélagsrýni? Viljum við fjölbreytt atvinnulíf með sterkum skapandi greinum? Ég segi já. Afstaða sumra stjórnmálaflokka fyrir kosningarnar er óljós eða lýsir afskiptaleysi og skilningsleysi á stöðu lista og menningar. Stuðningur annarra stjórnmálaflokka við listir og menningu er skýr, þar sem ástríða við viðfangsefninu er augljós. Hver er þín afstaða? Mín afstaða er skýr: Kjósum með menningu og listum. Höfundur er óperusögnvari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Menning Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Sjá meira
Í umræðu um listir og menningu í aðdraganda alþingiskosninga hefur mikil áhersla verið lögð á efnahagslegt gildi. Þar hefur komið fram að beint framlag menningar og skapandi greina nemi um 3,5% af landsframleiðslu, litlu minna en framlag sjávarútvegs. Einnig hefur verið bent á að hver króna sem hið opinbera fjárfestir í menningu og skapandi greinum verði að þremur krónum í hagkerfinu. Að lokum hefur verið nefnt á að skatttekjur hins opinbera af menningu og skapandi greinum séu 17 milljörðum hærri en framlag ríkisins til þessara málaflokka. Þessi umræða hefur verið góð að mörgu leyti í samfélagi sem hefur þörf fyrir að setja allt í mælanlegar stærðir. En hvernig metum við list? Hvernig metum við þau áhrif sem list hefur á samfélagið allt? Þetta ósnertanlega, þessi líðan, tilfinning, áhrif. Er nóg að líta á hversu margar bækur rithöfundur hefur skrifað, hversu margar nótur söngvari hefur sungið og hve mörg spor dansari hefur dansað? Mat á list er afstætt, persónulegt og óendanlegt og því fráleitt að horfa einungis á magn og tölur, þó vissulega skipti þær upplýsingar líka máli. Hver og einn getur haft skoðun á listinni og tilgangi hennar. Sumir segjast jafnvel bara ekkert þurfa á list að halda, sem er skoðun út af fyrir sig. Jákvæð áhrif lista og menningar á andlega og félagslega líðan, þroska barna og ungmenna og stöðu okkar sem þjóð á meðal þjóða, eru öllum kunn. Nóg hefur verið skrifað um það, þó oft sé vöntun á hlustun. Á endanum snýst þetta um vilja þjóðfélags og stjórnmála. Viljum við list? Viljum við ríka og breiða menningu? Viljum við fegurð? Viljum við beitta þjóðfélagsrýni? Viljum við fjölbreytt atvinnulíf með sterkum skapandi greinum? Ég segi já. Afstaða sumra stjórnmálaflokka fyrir kosningarnar er óljós eða lýsir afskiptaleysi og skilningsleysi á stöðu lista og menningar. Stuðningur annarra stjórnmálaflokka við listir og menningu er skýr, þar sem ástríða við viðfangsefninu er augljós. Hver er þín afstaða? Mín afstaða er skýr: Kjósum með menningu og listum. Höfundur er óperusögnvari.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun