Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2024 08:44 Uppreisnarmenn í jaðri Aleppo í gær. AP/Ghaith Alsayed Uppreisnar- og vígamenn höfðu í morgun náð tökum á bróðurparti Aleppo-borgar í Idlib héraði í Sýrlandi eftir umfangsmikla skyndisókn og hafa þeir einnig náð tökum á stóru svæði kringum borgina á undanförnum þremur dögum. Í nótt tóku uppreisnarmenn kastala Aleppo, í miðri borginni, og í morgun lýsti ríkisstjórn Sýrlands því yfir að herinn hefði hörfað frá borginni. Uppfært 10:55. Um er að ræða stærstu árásina gegn sveitum Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, um árabil og virðist hún hafa komið her forsetans alfarið í opna skjöldu. Myndefni sem uppreisnarmenn hafa birt á netinu bendir til að þeir hafi lagt hald á mikið magn hergagna í herstöðvum í og nærri Aleppo. Þar á meðal eru skrið- og bryndrekar og flugskeyti til að skjóta niður flugvélar og þyrlur. History.#Syria opposition fighters pose in front of #Aleppo's citadel tonight, as the city falls from #Assad's control. pic.twitter.com/rhsHHhHAbY— Charles Lister (@Charles_Lister) November 29, 2024 Aleppo var lengi eitt af höfuðvígum uppreisnarinnar í Sýrlandi en féll í hendur Assad-liða, eftir umfangsmikil og langvarandi átök, árið 2016. Undanfarin ári hafa litlar breytingar átt sér stað á víglínunni í norðvesturhluta Sýrlands en átök af þessari stærðargráðu hafa ekki átt sér stað á svæðinu frá 2020. Þá gerðu ráðamenn í Rússlandi og Tyrklandi samkomulag sem ætlað var að draga úr átökum á svæðinu. Rússar styðja Assad og Tyrkir hafa staðið við bakið á uppreisnarmönnunum. Sóknin er leidd af sveitum Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, sem er í einföldu máli sagt vígahópur sem tengdist á árum áður al-Qaeda og hét þá Nusra Front. Hópurinn, sem leiddur er af manni sem heitir Abu Mohammed al-Joulani, er nú talinn sá stærsti af uppreisnarhópum í Sýrlandi. Áhugasamir geta lesið frekar um HTS á vef Center For Strategic & International Studies. Sjá einnig: Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Heimildarmenn Reuters í sýrlenska hernum segja ráðamenn í Rússlandi hafa heitið Assad-liðum aukinni hernaðaraðstoð en hún muni ekki byrja að berast fyrr en eftir þrjá sólarhringa. Hermönnum hefur samkvæmt fréttaveitunni verið skipað að hörfa undan uppreisnarmönnunum í Aleppo. Nú í morgun segjast uppreisnarmennirnir hafa náð tökum á fjölda þorpa bæði suður og norður af Aleppo en þegar þetta er skrifað hefur það ekki verið staðfest með myndefni. Það bendir þó til þess að mikil óreiða ríki meðal Assad-liða. Ríkisstjórn Assads birti á ellefta tímanum í morgun yfirlýsingu um að hernu hefði verið skipað að hörfa alfarið frá Aleppo. نظام الأسد ينشر بشكل رسمي بيان الانسحاب من مدينة حلب تحت مسمى"إعادة انتشار"قبل ساعات قليلة كانوا ينكرون أي سيطرة للثوار في المدينة.#ردع_العدوان pic.twitter.com/Gg7fbNJngn— أحمد أبازيد (@abazeid89) November 30, 2024 Áhugasamir geta séð grófa mynd af stöðunni við Aleppo á korti, hér á vef Liveuamap. Nokkrar fylkingar eru á svæðinu kringum Aleppo. Sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í regnhlífarsamtökunum Syrian Democratic Forces eða SDF eru einnig sagðir hafa sent sveitir manna á svæðið. Eru þeir sagðir hafa tekið stjórn á alþjóðlega flugvellinum við Aleppo og öðrum stöðum á svæðinu. #Syrie le YPG Kurde a l’aéroport d’Alep pic.twitter.com/XChlmOQWwV— Wassim Nasr (@SimNasr) November 30, 2024 Bakhjarlar Assad uppteknir Reuters hefur einum af leiðtogum uppreisnarmannanna að það hafi hjálpað þeim verulega að Íranar og bandamenn þeirra í Hezbollah hafi ekki getað aðstoða Assad-liða að miklu leyti. Íranar og Rússar eru stuðningsmenn Assad og innkoma þeirra og Hezbollah-samtakanna inn í borgarastyrjöldina í Sýrlandi á árum áður kom líklega í veg fyrir að Assad yrði velt úr sessi. Uppreisnarmenn taka sjálfur við skriðdreka sem þeir tóku í gærkvöldi.AP/Ghaith Alsayed Rússar eiga eins og frægt er fullt í fangi með innrás í Úkraínu. Þá hafa átök milli Ísrael annars vegar og Íran og Hezbollah hinsvegar komið verulega niður á bæði Hezbollah og Byltingarverði Íran. BBC hefur eftir samtökunum Syrian Observatory for Human Rights, sem hafa lengi vaktað átökin í Sýrlandi að að minnsta kosti 277 hafi fallið í átökum síðustu daga og þar á meðal rúmlega tuttugu óbreyttir borgarar. Sýrland Hernaður Íran Rússland Tyrkland Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Uppfært 10:55. Um er að ræða stærstu árásina gegn sveitum Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, um árabil og virðist hún hafa komið her forsetans alfarið í opna skjöldu. Myndefni sem uppreisnarmenn hafa birt á netinu bendir til að þeir hafi lagt hald á mikið magn hergagna í herstöðvum í og nærri Aleppo. Þar á meðal eru skrið- og bryndrekar og flugskeyti til að skjóta niður flugvélar og þyrlur. History.#Syria opposition fighters pose in front of #Aleppo's citadel tonight, as the city falls from #Assad's control. pic.twitter.com/rhsHHhHAbY— Charles Lister (@Charles_Lister) November 29, 2024 Aleppo var lengi eitt af höfuðvígum uppreisnarinnar í Sýrlandi en féll í hendur Assad-liða, eftir umfangsmikil og langvarandi átök, árið 2016. Undanfarin ári hafa litlar breytingar átt sér stað á víglínunni í norðvesturhluta Sýrlands en átök af þessari stærðargráðu hafa ekki átt sér stað á svæðinu frá 2020. Þá gerðu ráðamenn í Rússlandi og Tyrklandi samkomulag sem ætlað var að draga úr átökum á svæðinu. Rússar styðja Assad og Tyrkir hafa staðið við bakið á uppreisnarmönnunum. Sóknin er leidd af sveitum Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, sem er í einföldu máli sagt vígahópur sem tengdist á árum áður al-Qaeda og hét þá Nusra Front. Hópurinn, sem leiddur er af manni sem heitir Abu Mohammed al-Joulani, er nú talinn sá stærsti af uppreisnarhópum í Sýrlandi. Áhugasamir geta lesið frekar um HTS á vef Center For Strategic & International Studies. Sjá einnig: Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Heimildarmenn Reuters í sýrlenska hernum segja ráðamenn í Rússlandi hafa heitið Assad-liðum aukinni hernaðaraðstoð en hún muni ekki byrja að berast fyrr en eftir þrjá sólarhringa. Hermönnum hefur samkvæmt fréttaveitunni verið skipað að hörfa undan uppreisnarmönnunum í Aleppo. Nú í morgun segjast uppreisnarmennirnir hafa náð tökum á fjölda þorpa bæði suður og norður af Aleppo en þegar þetta er skrifað hefur það ekki verið staðfest með myndefni. Það bendir þó til þess að mikil óreiða ríki meðal Assad-liða. Ríkisstjórn Assads birti á ellefta tímanum í morgun yfirlýsingu um að hernu hefði verið skipað að hörfa alfarið frá Aleppo. نظام الأسد ينشر بشكل رسمي بيان الانسحاب من مدينة حلب تحت مسمى"إعادة انتشار"قبل ساعات قليلة كانوا ينكرون أي سيطرة للثوار في المدينة.#ردع_العدوان pic.twitter.com/Gg7fbNJngn— أحمد أبازيد (@abazeid89) November 30, 2024 Áhugasamir geta séð grófa mynd af stöðunni við Aleppo á korti, hér á vef Liveuamap. Nokkrar fylkingar eru á svæðinu kringum Aleppo. Sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í regnhlífarsamtökunum Syrian Democratic Forces eða SDF eru einnig sagðir hafa sent sveitir manna á svæðið. Eru þeir sagðir hafa tekið stjórn á alþjóðlega flugvellinum við Aleppo og öðrum stöðum á svæðinu. #Syrie le YPG Kurde a l’aéroport d’Alep pic.twitter.com/XChlmOQWwV— Wassim Nasr (@SimNasr) November 30, 2024 Bakhjarlar Assad uppteknir Reuters hefur einum af leiðtogum uppreisnarmannanna að það hafi hjálpað þeim verulega að Íranar og bandamenn þeirra í Hezbollah hafi ekki getað aðstoða Assad-liða að miklu leyti. Íranar og Rússar eru stuðningsmenn Assad og innkoma þeirra og Hezbollah-samtakanna inn í borgarastyrjöldina í Sýrlandi á árum áður kom líklega í veg fyrir að Assad yrði velt úr sessi. Uppreisnarmenn taka sjálfur við skriðdreka sem þeir tóku í gærkvöldi.AP/Ghaith Alsayed Rússar eiga eins og frægt er fullt í fangi með innrás í Úkraínu. Þá hafa átök milli Ísrael annars vegar og Íran og Hezbollah hinsvegar komið verulega niður á bæði Hezbollah og Byltingarverði Íran. BBC hefur eftir samtökunum Syrian Observatory for Human Rights, sem hafa lengi vaktað átökin í Sýrlandi að að minnsta kosti 277 hafi fallið í átökum síðustu daga og þar á meðal rúmlega tuttugu óbreyttir borgarar.
Sýrland Hernaður Íran Rússland Tyrkland Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira