Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar Hólmfríður Gísladóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 1. desember 2024 11:10 Sigurður Ingi sagðist hvorki hafa áhyggjur af sér né Framsókn. „Ákallið um breytingar er mikið og boltinn er þá kominn til þeirra sem unnu kosningarnar,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar fréttastofa náði tali af honum fyrir stundu. Ef úrslit fara eins og þau standa núna tapar Framsóknarflokkurinn átta þingsætum af þrettán. Sigurður segir þetta vissulega vonbrigði en Framsóknarmenn hafi fundið fyrir meðbyr sem virðist ekki hafa skilað sér í kjörkassana. Sjálfur hefur hann verið um borð í „þessari frægu hringekju“ og verið bæði inni og úti í nótt. Hann sagðist þó alveg rólegur. „Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af mér og reyndar ekki af Framsóknarflokknum heldur,“ sagði hann. Sigurður Ingi óskaði flokkunum sem verða að kallast sigurvegarar kosninganna til hamingju með úrslitin en sagðist um leið öfunda þá nokkuð; þeir væru að taka við góðu búi. Áskoranir væru uppi en ekkert stórkostlegt sem þyrfti að taka á. „Það er gott að búa á Íslandi,“ sagði bóndinn. Sigurður Ingi var spurður að því hvort hann væri gramur út í Bjarna Benediktsson og Sjálfstæðisflokkinn fyrir að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu nú í haust og boða til kosninga. Hann sagðist fremur hefðu viljað klára þau verkefni sem lágu fyrir og leggja þau verk síðan í dóm kjósenda. Aðrir hefðu séð sér hag í því að gera þetta strax. Hann ítrekaði að niðurstöðurnar væru þær að þjóðin væri að kalla eftir breytingum. „Ég held að það sé eðlilegt að það sem þjóðin er að kalla eftir, að hún fái það,“ sagði hann um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður. Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Ef úrslit fara eins og þau standa núna tapar Framsóknarflokkurinn átta þingsætum af þrettán. Sigurður segir þetta vissulega vonbrigði en Framsóknarmenn hafi fundið fyrir meðbyr sem virðist ekki hafa skilað sér í kjörkassana. Sjálfur hefur hann verið um borð í „þessari frægu hringekju“ og verið bæði inni og úti í nótt. Hann sagðist þó alveg rólegur. „Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af mér og reyndar ekki af Framsóknarflokknum heldur,“ sagði hann. Sigurður Ingi óskaði flokkunum sem verða að kallast sigurvegarar kosninganna til hamingju með úrslitin en sagðist um leið öfunda þá nokkuð; þeir væru að taka við góðu búi. Áskoranir væru uppi en ekkert stórkostlegt sem þyrfti að taka á. „Það er gott að búa á Íslandi,“ sagði bóndinn. Sigurður Ingi var spurður að því hvort hann væri gramur út í Bjarna Benediktsson og Sjálfstæðisflokkinn fyrir að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu nú í haust og boða til kosninga. Hann sagðist fremur hefðu viljað klára þau verkefni sem lágu fyrir og leggja þau verk síðan í dóm kjósenda. Aðrir hefðu séð sér hag í því að gera þetta strax. Hann ítrekaði að niðurstöðurnar væru þær að þjóðin væri að kalla eftir breytingum. „Ég held að það sé eðlilegt að það sem þjóðin er að kalla eftir, að hún fái það,“ sagði hann um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður.
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira