Blandar sér í baráttuna um rektorinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2024 13:41 Kolbrún Þ. Pálsdóttir tók við sem forseti menntavísindasviðs árið 2018. Kristinn Ingvarsson Kolbrún Þ. Pálsdóttir sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur gefið kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hún greinir frá framboði sínu á Facebook. „Ég hef starfað við kennslu og rannsóknir innan skólans um árabil og hef á síðustu sex árum leitt Menntavísindasvið, eitt af fimm fræðasviðum skólans. Ég brenn fyrir málefnum Háskólans í heild og er sannfærð um að öflug sókn á sviði vísinda og háskólamenntunar sé forsenda þess að tryggja framfarir og velferð samfélags okkar og stöðu Íslands á alþjóðavettvangi,“ segir Kolbrún í tilkynningu. Jón Atli Benediktsson núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans lýkur. Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur sömuleiðis lýst yfir áformum um framboð. Styrkja stoðir gæðakennslu Kolbrún segir frá megináherslum sínum í tilkynningunni. „Trygg fjármögnun Háskólans og stórefldir rannsóknarinnviðir á öllum fræðasviðum verða megináhersluatriði í baráttu minni fyrir styrkingu og þróun Háskólans. Afar mikilvægt er að leiða krafta vísindasamfélagsins saman til þess að tryggja að Háskóli Íslands standist alþjóðlegan samanburð og styðji samfélagið við lausn flókinna áskorana. Hér mun skipta öllu að það takist vel að byggja upp mikilvæga rannsóknarinnviði innan vísindagarða í Vatnsmýrinni. Ég legg áherslu á að þar verði jafnframt til ný þverfagleg rannsóknarmiðja HÍ sem skapa mun spennandi rannsóknartækifæri fyrir öll fræðasvið og framsækinn vettvang fyrir vísindi og samfélagslega nýsköpun.“ Hún leggi áherslu á að styrkja stoðir gæðakennslu og náms í deildum skólans og að auka tækifæri stúdenta til rannsókna, starfsnáms og þátttöku í skapandi og hagnýtum verkefnum. Akademískt frelsi lykillinn að árangri „Þá er lykilatriði að stjórnvöld hefji undirbúning að innleiðingu námsstyrkjakerfis til háskólanáms að norrænni fyrirmynd og mun ég leggjast á árarnir með stúdentum í þeirri baráttu. Brýnt er að bæta starfsaðstæður stúdenta og starfsfólks og leita allra leiða til að stuðla að jákvæðu og sveigjanlegu starfsumhverfi og að laun starfsfólks verði samkeppnishæf.“ Hún sé þeirrar skoðunar að tækifærin innan Háskóla Íslands séu fjölmörg og að skólann megi efla og styrkja til frekari sóknar, bæði á sviði vísinda og kennslu. „Mín bjargfasta trú er sú að akademískt frelsi og samvinna þeirra sem mynda háskólasamfélagið sé lykillinn að árangri. Að því vil ég vinna og býð þess vegna fram starfskrafta mína til að leiða Háskóla Íslands á næstu árum.“ Háskólar Skóla- og menntamál Rektorskjör við Háskóla Íslands Tengdar fréttir Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02 Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
„Ég hef starfað við kennslu og rannsóknir innan skólans um árabil og hef á síðustu sex árum leitt Menntavísindasvið, eitt af fimm fræðasviðum skólans. Ég brenn fyrir málefnum Háskólans í heild og er sannfærð um að öflug sókn á sviði vísinda og háskólamenntunar sé forsenda þess að tryggja framfarir og velferð samfélags okkar og stöðu Íslands á alþjóðavettvangi,“ segir Kolbrún í tilkynningu. Jón Atli Benediktsson núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans lýkur. Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur sömuleiðis lýst yfir áformum um framboð. Styrkja stoðir gæðakennslu Kolbrún segir frá megináherslum sínum í tilkynningunni. „Trygg fjármögnun Háskólans og stórefldir rannsóknarinnviðir á öllum fræðasviðum verða megináhersluatriði í baráttu minni fyrir styrkingu og þróun Háskólans. Afar mikilvægt er að leiða krafta vísindasamfélagsins saman til þess að tryggja að Háskóli Íslands standist alþjóðlegan samanburð og styðji samfélagið við lausn flókinna áskorana. Hér mun skipta öllu að það takist vel að byggja upp mikilvæga rannsóknarinnviði innan vísindagarða í Vatnsmýrinni. Ég legg áherslu á að þar verði jafnframt til ný þverfagleg rannsóknarmiðja HÍ sem skapa mun spennandi rannsóknartækifæri fyrir öll fræðasvið og framsækinn vettvang fyrir vísindi og samfélagslega nýsköpun.“ Hún leggi áherslu á að styrkja stoðir gæðakennslu og náms í deildum skólans og að auka tækifæri stúdenta til rannsókna, starfsnáms og þátttöku í skapandi og hagnýtum verkefnum. Akademískt frelsi lykillinn að árangri „Þá er lykilatriði að stjórnvöld hefji undirbúning að innleiðingu námsstyrkjakerfis til háskólanáms að norrænni fyrirmynd og mun ég leggjast á árarnir með stúdentum í þeirri baráttu. Brýnt er að bæta starfsaðstæður stúdenta og starfsfólks og leita allra leiða til að stuðla að jákvæðu og sveigjanlegu starfsumhverfi og að laun starfsfólks verði samkeppnishæf.“ Hún sé þeirrar skoðunar að tækifærin innan Háskóla Íslands séu fjölmörg og að skólann megi efla og styrkja til frekari sóknar, bæði á sviði vísinda og kennslu. „Mín bjargfasta trú er sú að akademískt frelsi og samvinna þeirra sem mynda háskólasamfélagið sé lykillinn að árangri. Að því vil ég vinna og býð þess vegna fram starfskrafta mína til að leiða Háskóla Íslands á næstu árum.“
Háskólar Skóla- og menntamál Rektorskjör við Háskóla Íslands Tengdar fréttir Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02 Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02
Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56