Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Aron Guðmundsson skrifar 4. desember 2024 11:31 Verstappen endaði í 2.sæti í hollenska kappakstrinum fyrr a yfirstandandi tímabili. Hann fær nú tvö tækifæri til viðbótar til að bera sigur úr býtum í heimakappakstrinum í Formúlu 1 Vísir/Getty Hollenski kappaksturinn í Formúlu á Zandvoort brautinni verður tekinn af keppnisdagatali mótaraðarinnar eftir tímabilið 2026. Þetta hefur verið staðfest af forráðamönnum Formúlu 1 en þar með er ljóst að heimavöllur ríkjandi heimsmeistara ökuþóra, Hollendingsins Max Verstappen, verður ekki hluti af mótaröðinni. Gríðarleg stemning hefur myndast á hollenska kappakstrinum undanfarin tímabil og er hægt að rekja það til góðs gengis Verstappen sem hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína í Formúlu 1 og tryggt sér heimsmeistaratitilinn fjögur ár í röð. Appelsínugult haf áhorfenda er fastur liður á hollenska kappakstrinum þar sem að mikill meirihluti áhorfenda er á bandi heimamannsins Max VerstappenVísir/Getty Það var árið 2021 sem ákveðið var að Formúlu 1 kappakstur myndi á nýjan leik fara fram á Zandvoort brautinni en þá hafði keppninnar ekki notið við í um þrjátíu og fimm ár. Núverandi tímabil í Formúlu 1 mótaröðinni samanstendur af tuttugu og fjórum keppnishelgum og er það mat ökuþóra að það sé helst til of mikið. Forráðamenn Formúlu 1 hafa hins vegar látið þær gagnrýnisraddir sem vind um eyru þjóta og eru þeir með til skoðunar að koma á keppnishelgi í Afríku í náinni framtíð. Síðasta keppnishelgi yfirstandandi Formúlu 1 tímabils fer fram um komandi helgi. Verstappen hefur nú þegar tryggt sér heimsmeistaratitilinn í flokki ökuþóra en spennan er mikil í flokki bílasmiða þar sem að aðeins tuttugu og eitt stig skilja að lið McLaren og Ferrari þegar að fjörutíu og fjögur stig að hámarki eru eftir í pottinum fyrir hvert lið. Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þetta hefur verið staðfest af forráðamönnum Formúlu 1 en þar með er ljóst að heimavöllur ríkjandi heimsmeistara ökuþóra, Hollendingsins Max Verstappen, verður ekki hluti af mótaröðinni. Gríðarleg stemning hefur myndast á hollenska kappakstrinum undanfarin tímabil og er hægt að rekja það til góðs gengis Verstappen sem hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína í Formúlu 1 og tryggt sér heimsmeistaratitilinn fjögur ár í röð. Appelsínugult haf áhorfenda er fastur liður á hollenska kappakstrinum þar sem að mikill meirihluti áhorfenda er á bandi heimamannsins Max VerstappenVísir/Getty Það var árið 2021 sem ákveðið var að Formúlu 1 kappakstur myndi á nýjan leik fara fram á Zandvoort brautinni en þá hafði keppninnar ekki notið við í um þrjátíu og fimm ár. Núverandi tímabil í Formúlu 1 mótaröðinni samanstendur af tuttugu og fjórum keppnishelgum og er það mat ökuþóra að það sé helst til of mikið. Forráðamenn Formúlu 1 hafa hins vegar látið þær gagnrýnisraddir sem vind um eyru þjóta og eru þeir með til skoðunar að koma á keppnishelgi í Afríku í náinni framtíð. Síðasta keppnishelgi yfirstandandi Formúlu 1 tímabils fer fram um komandi helgi. Verstappen hefur nú þegar tryggt sér heimsmeistaratitilinn í flokki ökuþóra en spennan er mikil í flokki bílasmiða þar sem að aðeins tuttugu og eitt stig skilja að lið McLaren og Ferrari þegar að fjörutíu og fjögur stig að hámarki eru eftir í pottinum fyrir hvert lið.
Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira