Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Jón Frímann Jónsson skrifar 5. desember 2024 18:31 Í dag situr Sjálfstæðisflokkurinn í minnihluta starfsstjórn (Vísindavefurinn) sem er ríkisstjórn Íslands. Hlutverk starfsstjórna er að halda hlutunum í gangi þangað til að ný ríkisstjórn tekur við. Hlutverk starfsstjórna er ekki að taka bindandi ákvarðanir eins og að leyfa ólögmætar hvalveiðar næstu fimm árin. Þessar hvalveiðar eru allar reknar með gífurlegu tapi enda er engin markaður fyrir þessa vöru og hefur ekki verið það síðustu 39 ár. Ákvörðun Bjarna Ben er augljóslega ólögmæt að öllu leiti, þar sem hún bindur mögulega hendur næstu ríkisstjórnar næstu fimm árin. Það er einnig augljóst á þessu útspili að Sjálfstæðisflokkurinn reiknar með að komast aftur í ríkisstjórn fljótlega. Það á skilyrðislaust að afturkalla þessi leyfi samkvæmt lögum þar um. Enda eru þessar leyfisveitingar settar með ólögmætum hætti eins og ég nefni hérna að ofan. Sú ríkisstjórn sem er að koma núna á næstu vikum verður að afturkalla þessi leyfi án tafar þegar hún tekur við völdum. Þar sem ríkisstjórnin hefur slíka heimild í lögum um nýtingu hvalveiða. Síðan ætti án tafar að fella lög um hvalveiðar úr gildi, friða hvali í kringum Ísland með lögum um alla framtíð. Þetta gildir einnig „vísindaveiðar“ sem eru ekkert nema yfirvarp fyrir hvalveiðar og hafa aldrei verið neitt annað. Þeir verkalýðsleiðtogar sem fagna þessu lifa í fortíðinni og þurfa að hætta eða koma sér inn í nútímann sem fyrst. Þessi starfsemi er hvorki arðbær eða skapar atvinnu. Það veit enginn hversu mörg tonn af hvalkjöti sitja í frystigeymslum hvalveiði fyrirtækja á Íslandi vegna þess að þetta kjöt selst ekki (auk þess að vera fullt af þungmálmum vegna mengunar í sjónum) og sala þess er bönnuð innan Evrópusambandsins og í reynd, flest öllum ríkjum heims. Þó getur magn lagasetninga og hversu ströng lög eru verið mismunandi milli landa. Staðreyndin er að hvalastofnar í heiminum eru ekki mjög sterkir og hafa ekki verið það í marga áratugi. Hvalveiðar Íslendinga, Norðmanna og Japana eru að valda miklu tjóni á þessu stofnum. Síðan hefur samfélagið fært sig frá því að borða hvalkjöt og það er ekki að fara að koma aftur. Þannig að hérna er um að ræða hvalveiðar til þess að halda á lofti goðsögn um hvalveiðar. Það er engin réttlæting hérna, aðeins græðgi og yfirgangur gagnvart náttúrunni. Það er mín skoðun að það eigi að afturkalla þessi leyfi um leið og ný ríkisstjórn tekur við völdum og setja lög á Alþingi í kjölfarið sem banna hvalveiðar alfarið. Það er einnig ljóst, miðað við uppljóstranir á síðustu vikum að leyfisveiting til hvalveiðar er umvafin spillingu og vanhæfni. Þetta hefur alltaf verið raunin með hvalveiðar á Íslandi síðan þær hófust á ný árið 2003 sem „vísindaveiðar“ og síðan sem atvinnuveiðar árið 2006. Hvað hvalveiðiskipin varðar. Þau eru fín í brotajárn og síðan er hægt að nota gufukatlana til þess að útvega heitt vatn þegar eldgos tekur Svartsengi úr sambandi þegar stórgos verður á svæðinu. Það eru það eina sem hægt er að nota þessi skip í núna. Eitt skip er hægt að setja á safn, til þess að minna Íslendinga á þessa skömm sem hvalveiðar eru í raun. Höfundur er borgaralegur vísindamaður búsettur í Danmörku Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Jón Frímann Jónsson Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag situr Sjálfstæðisflokkurinn í minnihluta starfsstjórn (Vísindavefurinn) sem er ríkisstjórn Íslands. Hlutverk starfsstjórna er að halda hlutunum í gangi þangað til að ný ríkisstjórn tekur við. Hlutverk starfsstjórna er ekki að taka bindandi ákvarðanir eins og að leyfa ólögmætar hvalveiðar næstu fimm árin. Þessar hvalveiðar eru allar reknar með gífurlegu tapi enda er engin markaður fyrir þessa vöru og hefur ekki verið það síðustu 39 ár. Ákvörðun Bjarna Ben er augljóslega ólögmæt að öllu leiti, þar sem hún bindur mögulega hendur næstu ríkisstjórnar næstu fimm árin. Það er einnig augljóst á þessu útspili að Sjálfstæðisflokkurinn reiknar með að komast aftur í ríkisstjórn fljótlega. Það á skilyrðislaust að afturkalla þessi leyfi samkvæmt lögum þar um. Enda eru þessar leyfisveitingar settar með ólögmætum hætti eins og ég nefni hérna að ofan. Sú ríkisstjórn sem er að koma núna á næstu vikum verður að afturkalla þessi leyfi án tafar þegar hún tekur við völdum. Þar sem ríkisstjórnin hefur slíka heimild í lögum um nýtingu hvalveiða. Síðan ætti án tafar að fella lög um hvalveiðar úr gildi, friða hvali í kringum Ísland með lögum um alla framtíð. Þetta gildir einnig „vísindaveiðar“ sem eru ekkert nema yfirvarp fyrir hvalveiðar og hafa aldrei verið neitt annað. Þeir verkalýðsleiðtogar sem fagna þessu lifa í fortíðinni og þurfa að hætta eða koma sér inn í nútímann sem fyrst. Þessi starfsemi er hvorki arðbær eða skapar atvinnu. Það veit enginn hversu mörg tonn af hvalkjöti sitja í frystigeymslum hvalveiði fyrirtækja á Íslandi vegna þess að þetta kjöt selst ekki (auk þess að vera fullt af þungmálmum vegna mengunar í sjónum) og sala þess er bönnuð innan Evrópusambandsins og í reynd, flest öllum ríkjum heims. Þó getur magn lagasetninga og hversu ströng lög eru verið mismunandi milli landa. Staðreyndin er að hvalastofnar í heiminum eru ekki mjög sterkir og hafa ekki verið það í marga áratugi. Hvalveiðar Íslendinga, Norðmanna og Japana eru að valda miklu tjóni á þessu stofnum. Síðan hefur samfélagið fært sig frá því að borða hvalkjöt og það er ekki að fara að koma aftur. Þannig að hérna er um að ræða hvalveiðar til þess að halda á lofti goðsögn um hvalveiðar. Það er engin réttlæting hérna, aðeins græðgi og yfirgangur gagnvart náttúrunni. Það er mín skoðun að það eigi að afturkalla þessi leyfi um leið og ný ríkisstjórn tekur við völdum og setja lög á Alþingi í kjölfarið sem banna hvalveiðar alfarið. Það er einnig ljóst, miðað við uppljóstranir á síðustu vikum að leyfisveiting til hvalveiðar er umvafin spillingu og vanhæfni. Þetta hefur alltaf verið raunin með hvalveiðar á Íslandi síðan þær hófust á ný árið 2003 sem „vísindaveiðar“ og síðan sem atvinnuveiðar árið 2006. Hvað hvalveiðiskipin varðar. Þau eru fín í brotajárn og síðan er hægt að nota gufukatlana til þess að útvega heitt vatn þegar eldgos tekur Svartsengi úr sambandi þegar stórgos verður á svæðinu. Það eru það eina sem hægt er að nota þessi skip í núna. Eitt skip er hægt að setja á safn, til þess að minna Íslendinga á þessa skömm sem hvalveiðar eru í raun. Höfundur er borgaralegur vísindamaður búsettur í Danmörku
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar