Fá engin svör og íhuga réttarstöðu sína Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. desember 2024 12:02 Margrét Dagbjört Flygenring Pétursdóttir er foreldri barns á Leikskóla Seltjarnarness og fulltrúi í foreldraráði skólans. vísir Foreldrar barna á Leikskóla Seltjarnarness íhuga réttarstöðu sína vegna útfærslu verkfalls kennara á fáum útvöldum leikskólum. Foreldrar séu í mikilli óvissu varðandi hvað taki við eftir áramót og hafa sent fyrirspurnir á Kennarasambandið en engin svör fengið. Í gær var greint frá því að stjórnir og samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum hafi tekið þá ákvörðun að verkföll hefjist ekki aftur í Fjölbrautarskóla Suðurlands verði enn ósamið í kjaradeilunni þann 1. febrúar. Í staðinn muni hugsanlegar aðgerðir beinast að öðrum framhaldsskólum. Ótímabundin verkföll stóðu yfir í fáum útvöldum leikskólum áður en aðgerðum var frestað í síðustu viku. Margrét Dagbjört Flygenring Pétursdóttir, foreldri barns á Leikskóla Seltjarnarness og fulltrúi í foreldraráði segir foreldra í mikilli óvissu varðandi framhaldið en þeir hafi ekki fengið nein svör né loforð á borð við þau sem Fjölbrautarskóli Suðurlands hafi veitt. „Nei við höfum í rauninni bara séð þessa yfirlýsingu Kennarasambandins og það má ekki skilja hana á annan hátt en að við séum á leið aftur í verkfall þann 1. febrúar ef það verður ekki búið að semja.“ Hafa ekki fengið svör við fyrirspurnum Foreldrar hafi sent formlegt erindi á Harald F. Gíslason, formann Félags leikskólakennara og á Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambandsins á mánudaginn varðandi framhaldið en hafa engin svör fengið. „Það virðist ekki vera vilji til að breyta neinu þrátt fyrir mikið ákall úr mörgum áttum og alvarlegar gagnrýnisraddir á þessa framkvæmd.“ Foreldrar bugaðir Hún tekur það fram að hún styðji kjarabaráttu kennara en gagnrýnir útfærslu verkfallsins þar sem nokkrar fjölskyldur séu notaðar í baráttunni. Foreldrar séu bugaðir og finnist óhugsandi að verða settir í sömu stöðu eftir tvo mánuði. Margir séu búnir að ganga á allt sumarfrí og nýta alla velvild hjá vinnuveitanda. Margrét veit um nokkra sem hafa misst vinnuna og aðra sem hafa sagt starfi sínu lausu því þeir hafi lítið sem ekkert bakland. Þá séu dæmi um að foreldrar hafi lent á spítala. „Þetta er mjög alvarleg staða. Það er mikil ábyrgð fólgin í því að fara í svona aðgerðir og mikið ábyrgðarleysi að bregðast ekki við gagnrýnisröddum.“ Íhuga réttarstöðu sína Hún skorar á fulltrúa kennarastéttarinnar að svara fyrirspurnum foreldra. „En svo bara skora ég enn einu sinni á þau að endurhugsa þessar aðgerðir sem við teljum ólögmætar. Foreldrar eru að skoða réttarstöðu sína, við teljum þetta vera ólögmæta aðgerð.“ Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Leikskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kennaraverkfalli frestað Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Innanhússtillaga Ríkissáttasemjara þess efnis var samþykkt um klukkan 15. 29. nóvember 2024 15:38 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Í gær var greint frá því að stjórnir og samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum hafi tekið þá ákvörðun að verkföll hefjist ekki aftur í Fjölbrautarskóla Suðurlands verði enn ósamið í kjaradeilunni þann 1. febrúar. Í staðinn muni hugsanlegar aðgerðir beinast að öðrum framhaldsskólum. Ótímabundin verkföll stóðu yfir í fáum útvöldum leikskólum áður en aðgerðum var frestað í síðustu viku. Margrét Dagbjört Flygenring Pétursdóttir, foreldri barns á Leikskóla Seltjarnarness og fulltrúi í foreldraráði segir foreldra í mikilli óvissu varðandi framhaldið en þeir hafi ekki fengið nein svör né loforð á borð við þau sem Fjölbrautarskóli Suðurlands hafi veitt. „Nei við höfum í rauninni bara séð þessa yfirlýsingu Kennarasambandins og það má ekki skilja hana á annan hátt en að við séum á leið aftur í verkfall þann 1. febrúar ef það verður ekki búið að semja.“ Hafa ekki fengið svör við fyrirspurnum Foreldrar hafi sent formlegt erindi á Harald F. Gíslason, formann Félags leikskólakennara og á Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambandsins á mánudaginn varðandi framhaldið en hafa engin svör fengið. „Það virðist ekki vera vilji til að breyta neinu þrátt fyrir mikið ákall úr mörgum áttum og alvarlegar gagnrýnisraddir á þessa framkvæmd.“ Foreldrar bugaðir Hún tekur það fram að hún styðji kjarabaráttu kennara en gagnrýnir útfærslu verkfallsins þar sem nokkrar fjölskyldur séu notaðar í baráttunni. Foreldrar séu bugaðir og finnist óhugsandi að verða settir í sömu stöðu eftir tvo mánuði. Margir séu búnir að ganga á allt sumarfrí og nýta alla velvild hjá vinnuveitanda. Margrét veit um nokkra sem hafa misst vinnuna og aðra sem hafa sagt starfi sínu lausu því þeir hafi lítið sem ekkert bakland. Þá séu dæmi um að foreldrar hafi lent á spítala. „Þetta er mjög alvarleg staða. Það er mikil ábyrgð fólgin í því að fara í svona aðgerðir og mikið ábyrgðarleysi að bregðast ekki við gagnrýnisröddum.“ Íhuga réttarstöðu sína Hún skorar á fulltrúa kennarastéttarinnar að svara fyrirspurnum foreldra. „En svo bara skora ég enn einu sinni á þau að endurhugsa þessar aðgerðir sem við teljum ólögmætar. Foreldrar eru að skoða réttarstöðu sína, við teljum þetta vera ólögmæta aðgerð.“
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Leikskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kennaraverkfalli frestað Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Innanhússtillaga Ríkissáttasemjara þess efnis var samþykkt um klukkan 15. 29. nóvember 2024 15:38 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Kennaraverkfalli frestað Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Innanhússtillaga Ríkissáttasemjara þess efnis var samþykkt um klukkan 15. 29. nóvember 2024 15:38