Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar 9. desember 2024 16:31 Laugarnesskóli, Langholtsskóli og Laugalækjaskóli auk frístundaheimila og félagsmiðstöðva í Lauganes- og Langholtshverfi eru í fararbroddi í fagstarfi sínu. Þeir hafa allir hlotið viðurkenningar fyrir framúrskarandi menntastarf og þar hafa börn hverfisins fengið að blómstra. Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar sem nú er kynnt miðar að því að halda áfram að búa skólastarfinu í þessu frábæra hverfi góðan jarðveg fyrir áframhaldandi mikilvægt starf. Víðtækt samráð Þetta er búið að vera flókið ferli, en í rótgrónu borgarhverfi þar sem skólabyggingar eru að hluta til friðaðar er að mörgu að huga. Farið var í víðtækt samráð og í framhaldi af því ákvað skóla- og frístundaráð að falla frá hugmyndum um safnsskóla á unglingastigi og þess í stað byggja við hverfisskólana þrjá. Í kjölfarið var farið í ítarlega skoðun á fýsileika framkvæmda. Það kom í ljós að torvelt myndi reynast að skapa viðunandi aðstæður fyrir skólastarf á sama tíma og farið væri í bæði nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir og nýbyggingar. Þá er ljóst að allsherjar endurgerð á Laugarnesskóla mun taka tíma og krefjast þess að starfsemi flytjist að mestu leyti út á meðan. Einnig er til skoðunar að stækka leikskólann Hof sem er staðsettur sunnan við Laugarnesskóla og hefur það áhrif á stærð lóðar fyrir grunnskólann. Þetta myndi leiða af sér margra ára tímabil þar sem skólastarf væri litað af framkvæmdum með tilheyrandi raski fyrir börn og starfsfólk. Það er vel þekkt að framkvæmdir og skólastarf fara ekki vel saman. Erfið en rétt ákvörðun Það var ekki auðveld ákvörðun að taka þetta mál upp aftur, en með hagsmuni skólasamfélagsins og framtíð hverfisins var það engu að síðu nauðsynlegt. Stofnað var til virks samtals við hagaðila í hverfinu og óskað eftir umsögnum um hugmyndir um byggingu nýs unglingaskóla og breytingum á skólahverfum. Tekið er tillit til umsagna í þeim tillögum sem samþykktar voru í skóla- og frístundaráði í dag. Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi. Yngsta stigið, frá fyrsta upp í fjórða bekk, verður í Laugarnesskóla en svo fara börnin í Laugalækjaskóla þar sem kennt verður á miðstigi, frá fimmta til sjöunda bekk. Áfram er lagt til að Langholtsskóli verði fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Nýr safnsskóli fyrir unglingastigið mun rísa í hverfinu og þar eru margvísleg spennandi tækifæri fyrir þróun skólastarfsins. Sterk fagleg rök og spennandi tækifæri Fagleg rök fyrir unglingaskóla eru sterk. Unglingaskólar bjóða upp á að nemendur hafi aukið val og einnig er hægt að koma betur til móts við þarfir ólíkra einstaklinga því stærri skóli býr yfir meiri fagauði. Kennarahópurinn stækkar sem skapar möguleika á að byggja upp fjölbreyttari sérgreinar í stærri unglingaskólum. Þau skil sem unglingsárin markar með því að færast í nýjan skóla getur ýtt undir blöndun og ný vinatengsl sem er til góðs fyrir marga. Góð reynsla er af öðrum safnskólum í borginni; Hagaskóla, Réttarholtsskóla og Víkurskóla. Til þess að nýr skóli dafni er nauðsynlegt að finna honum góðan stað og huga vel að samgöngum og öðrum þáttum. Unnið verður með íþróttafélögunum og öðrum hagsmunaaðilum í Laugardal um framtíðarsýn og þróun. Endurbættir skólar og skólaþorp Afar brýnt er að ráðast strax í verulegar endurbætur á Laugarnesskóla. Við stöndum frammi fyrir því að gera okkar besta til að taka starfsemi Lauganesskóla út úr skólanum í áföngum. Ákveðið hefur verið að byggja nýtt „skólaþorp“ á stóru bílastæði á horni Reykja- og Engjavegar þar sem skóla- og frístundastarf mun fara fram á meðan á framkvæmdum stendur. Nauðsynlegt er að tryggja að framgangur framtíðarskipulags verði með sem skilvirkasta hætti og einnig að vandaupplýsingagjöf, leggja mikið upp úr góðum samskiptum við skólasamfélagið og að tryggja samhæfingu allra þeirra sem koma að þessu umfangsmikla og mikilvæga verkefni. Nú er komið að því að geta tekið höndum saman um framtíðarsýn um skólamál. Laugardalurinn er góður staður til að búa og ala upp börn og mun verða það til framtíðar. Höfundur er formaður Skóla – og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Laugarnesskóli, Langholtsskóli og Laugalækjaskóli auk frístundaheimila og félagsmiðstöðva í Lauganes- og Langholtshverfi eru í fararbroddi í fagstarfi sínu. Þeir hafa allir hlotið viðurkenningar fyrir framúrskarandi menntastarf og þar hafa börn hverfisins fengið að blómstra. Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar sem nú er kynnt miðar að því að halda áfram að búa skólastarfinu í þessu frábæra hverfi góðan jarðveg fyrir áframhaldandi mikilvægt starf. Víðtækt samráð Þetta er búið að vera flókið ferli, en í rótgrónu borgarhverfi þar sem skólabyggingar eru að hluta til friðaðar er að mörgu að huga. Farið var í víðtækt samráð og í framhaldi af því ákvað skóla- og frístundaráð að falla frá hugmyndum um safnsskóla á unglingastigi og þess í stað byggja við hverfisskólana þrjá. Í kjölfarið var farið í ítarlega skoðun á fýsileika framkvæmda. Það kom í ljós að torvelt myndi reynast að skapa viðunandi aðstæður fyrir skólastarf á sama tíma og farið væri í bæði nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir og nýbyggingar. Þá er ljóst að allsherjar endurgerð á Laugarnesskóla mun taka tíma og krefjast þess að starfsemi flytjist að mestu leyti út á meðan. Einnig er til skoðunar að stækka leikskólann Hof sem er staðsettur sunnan við Laugarnesskóla og hefur það áhrif á stærð lóðar fyrir grunnskólann. Þetta myndi leiða af sér margra ára tímabil þar sem skólastarf væri litað af framkvæmdum með tilheyrandi raski fyrir börn og starfsfólk. Það er vel þekkt að framkvæmdir og skólastarf fara ekki vel saman. Erfið en rétt ákvörðun Það var ekki auðveld ákvörðun að taka þetta mál upp aftur, en með hagsmuni skólasamfélagsins og framtíð hverfisins var það engu að síðu nauðsynlegt. Stofnað var til virks samtals við hagaðila í hverfinu og óskað eftir umsögnum um hugmyndir um byggingu nýs unglingaskóla og breytingum á skólahverfum. Tekið er tillit til umsagna í þeim tillögum sem samþykktar voru í skóla- og frístundaráði í dag. Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi. Yngsta stigið, frá fyrsta upp í fjórða bekk, verður í Laugarnesskóla en svo fara börnin í Laugalækjaskóla þar sem kennt verður á miðstigi, frá fimmta til sjöunda bekk. Áfram er lagt til að Langholtsskóli verði fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Nýr safnsskóli fyrir unglingastigið mun rísa í hverfinu og þar eru margvísleg spennandi tækifæri fyrir þróun skólastarfsins. Sterk fagleg rök og spennandi tækifæri Fagleg rök fyrir unglingaskóla eru sterk. Unglingaskólar bjóða upp á að nemendur hafi aukið val og einnig er hægt að koma betur til móts við þarfir ólíkra einstaklinga því stærri skóli býr yfir meiri fagauði. Kennarahópurinn stækkar sem skapar möguleika á að byggja upp fjölbreyttari sérgreinar í stærri unglingaskólum. Þau skil sem unglingsárin markar með því að færast í nýjan skóla getur ýtt undir blöndun og ný vinatengsl sem er til góðs fyrir marga. Góð reynsla er af öðrum safnskólum í borginni; Hagaskóla, Réttarholtsskóla og Víkurskóla. Til þess að nýr skóli dafni er nauðsynlegt að finna honum góðan stað og huga vel að samgöngum og öðrum þáttum. Unnið verður með íþróttafélögunum og öðrum hagsmunaaðilum í Laugardal um framtíðarsýn og þróun. Endurbættir skólar og skólaþorp Afar brýnt er að ráðast strax í verulegar endurbætur á Laugarnesskóla. Við stöndum frammi fyrir því að gera okkar besta til að taka starfsemi Lauganesskóla út úr skólanum í áföngum. Ákveðið hefur verið að byggja nýtt „skólaþorp“ á stóru bílastæði á horni Reykja- og Engjavegar þar sem skóla- og frístundastarf mun fara fram á meðan á framkvæmdum stendur. Nauðsynlegt er að tryggja að framgangur framtíðarskipulags verði með sem skilvirkasta hætti og einnig að vandaupplýsingagjöf, leggja mikið upp úr góðum samskiptum við skólasamfélagið og að tryggja samhæfingu allra þeirra sem koma að þessu umfangsmikla og mikilvæga verkefni. Nú er komið að því að geta tekið höndum saman um framtíðarsýn um skólamál. Laugardalurinn er góður staður til að búa og ala upp börn og mun verða það til framtíðar. Höfundur er formaður Skóla – og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun