Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Árni Sæberg skrifar 10. desember 2024 17:01 Kristrún segir stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir segir liggja fyrir að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. Við stjórnarmyndunarviðræður nú sé mikil áhersla lögð á efnahagsmálin. Búið sé að setja fram nokkuð stífan afkomuramma í viðræðunum. Kristrún bauð upp á viðtöl í lok vinnudags í þinginu í dag þar sem stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins héldu áfram. Þrír vinnuhópar voru að störfum í dag. „Við erum allar að vinna með það markmið að ná að klára þetta. Við höfum sett mikla vinnu í þetta, við erum að skella fram frekar stífum afkomuramma, vegna þess að við erum meðvitaðar um stöðu efnahagsmála. Vinnuhópar fóru af stað í dag,“ segir Kristrún. Heimir Már Pétursson ræddi við hana. Ræddu afkomuhorfurnar Kristrún segir að vinnuhópar ræði aðallega stóru málin þar sem vitað sé að framþróun og breytingar séu nauðsynlegar. Í dag hafi afkomuhorfurnar, húsnæðismálin og heilbrigðismálin verið rædd. „Þetta eru risastórir málaflokka og við ætlum ekki að fá útfærslu út í einhver algjör smáatriði en stóru línurnar verða að liggja fyrir.“ Í dag greindi fjármála- og efnahagsráðuneytið frá því að afkomuhorfur þjóðarbúsins hefði versnað. Einhver muni þurfa að gefa eftir Kristrún segir ljóst að einhver muni þurfa að gefa eftir einhvers staðar þegar þrír flokkar reyna að mynda ríkisstjórn. Nú sé unnið að því að finna hvar svigrúmið sé, hvar flokkarnir séu sammála, hvar þurfi að liðka til. „Við erum að reyna að fara inn í þetta lausnamiðaðar, finna sameiginlega fleti og einbeita okkur að því sem skiptir mestu máli. En það er útgangspunkturinn í þessum vinnuhópum, að finna hvernig við getum unnið okkur áfram þar sem eru álitamál. Við viljum gjarnan gera það.“ Þurfi að passa sig Kristrún segir að það liggi alveg fyrir að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. „Fyrst og fremst er það vegna þess efnahagsstaðan er lakari, það eru hægari umsvif í hagkerfinu, meðal annars vegna þess að vextir hafa verið svo gríðarlega háir að þeir hafa haldið niðri fjárfestingu og umsvifum. Þetta þýðir að við þurfum að passa okkur betur hvernig við högum stöðu ríkisfjármála og vali aðgerða. En við tökum þessu mjög alvarlega. Við erum tilbúnar í þetta verkefni og ég held að það megi líka horfa á það með ákveðnum bjartsýnisaugum á að mögulega sé nýtt fólk að fara að taka við sem er tilbúið að taka ákvarðanir sem fyrri ríkisstjórn treysti sér ekki í.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Tengdar fréttir Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01 Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. 6. desember 2024 09:44 Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn. 5. desember 2024 11:38 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Kristrún bauð upp á viðtöl í lok vinnudags í þinginu í dag þar sem stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins héldu áfram. Þrír vinnuhópar voru að störfum í dag. „Við erum allar að vinna með það markmið að ná að klára þetta. Við höfum sett mikla vinnu í þetta, við erum að skella fram frekar stífum afkomuramma, vegna þess að við erum meðvitaðar um stöðu efnahagsmála. Vinnuhópar fóru af stað í dag,“ segir Kristrún. Heimir Már Pétursson ræddi við hana. Ræddu afkomuhorfurnar Kristrún segir að vinnuhópar ræði aðallega stóru málin þar sem vitað sé að framþróun og breytingar séu nauðsynlegar. Í dag hafi afkomuhorfurnar, húsnæðismálin og heilbrigðismálin verið rædd. „Þetta eru risastórir málaflokka og við ætlum ekki að fá útfærslu út í einhver algjör smáatriði en stóru línurnar verða að liggja fyrir.“ Í dag greindi fjármála- og efnahagsráðuneytið frá því að afkomuhorfur þjóðarbúsins hefði versnað. Einhver muni þurfa að gefa eftir Kristrún segir ljóst að einhver muni þurfa að gefa eftir einhvers staðar þegar þrír flokkar reyna að mynda ríkisstjórn. Nú sé unnið að því að finna hvar svigrúmið sé, hvar flokkarnir séu sammála, hvar þurfi að liðka til. „Við erum að reyna að fara inn í þetta lausnamiðaðar, finna sameiginlega fleti og einbeita okkur að því sem skiptir mestu máli. En það er útgangspunkturinn í þessum vinnuhópum, að finna hvernig við getum unnið okkur áfram þar sem eru álitamál. Við viljum gjarnan gera það.“ Þurfi að passa sig Kristrún segir að það liggi alveg fyrir að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. „Fyrst og fremst er það vegna þess efnahagsstaðan er lakari, það eru hægari umsvif í hagkerfinu, meðal annars vegna þess að vextir hafa verið svo gríðarlega háir að þeir hafa haldið niðri fjárfestingu og umsvifum. Þetta þýðir að við þurfum að passa okkur betur hvernig við högum stöðu ríkisfjármála og vali aðgerða. En við tökum þessu mjög alvarlega. Við erum tilbúnar í þetta verkefni og ég held að það megi líka horfa á það með ákveðnum bjartsýnisaugum á að mögulega sé nýtt fólk að fara að taka við sem er tilbúið að taka ákvarðanir sem fyrri ríkisstjórn treysti sér ekki í.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Tengdar fréttir Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01 Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. 6. desember 2024 09:44 Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn. 5. desember 2024 11:38 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01
Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. 6. desember 2024 09:44
Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn. 5. desember 2024 11:38