Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Kjartan Kjartansson skrifar 11. desember 2024 08:55 Sundlaugin í Vík í Mýrdal er sambyggð íþróttahúsi og líkamsræktarstöð. Þar verður aðeins einn laugarvörður að störfum í vetur og fram á vor. Mýrdalshreppur Mýrdalshrepp var heimilt að ákveða að hafa aðeins einn sundlaugarvörð á vakt stærstan hluta ársins. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um að synja sveitarfélaginu um leyfi til þess. Heilbrigðiseftirlitið neitaði að samþykkja tilkynningu Mýrdalshrepps í ágúst um að sveitarfélagið ætlaði að nýta sér heimild til þess að hafa aðeins einn starfsmanna á vakt í sundlaug Mýrdalshrepps í Vík frá 1. september til 31. maí. Sundlaugin er í sameiginlegu húsnæði með íþróttahúsi og líkamsræktaraðstöðu. Hreppurinn tilkynnti á sama tíma að hann ætlaði að nýta heimild til þess að hafa líkamsræktarstöðina ómannaða. Á meðal þess sem eftirlitið setti fyrir sig var að íþróttasalurinn gæti ekki verið ómannaður vegna öryggis barna sem nýttu sér hann. Gestir og börn gætu leitað til laugarvarðar ef enginn væri á staðnum og truflanir gætu haft neikvæð áhrif á hæfni laugarvarðar til þess að fylgja með sundlauginni og tryggja öryggi þar. Því væri ekki raunhæft að hafa aðeins einn starfsmann á vakt. Ekki „flókin“ sundlaug Umhverfisráðuneytið neitaði að blanda sér í ágreining sveitarfélagsins og heilbrigðiseftirlitsins og taldi deiluna frekar eiga heima hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Úrskurðarnefndin féllst ekki á mat heilbrigðiseftirlitsins að uppbygging sundlaugarinnar í Vík teldist „flókin“ í skilningi reglugerðar sem kveður á um aukna laugargæslu fyrir sundstaði sem séu lengri en fjörutíu metrar eða með flókna uppbyggingu. Þrátt fyrir að í Vík væri vaðlaug, heitur pottur, rennibraut, kaldur pottur og gufubað taldi úrskurðarnefndin að fyrst og fremst bæri að horfa á sundlaugarsvæðið sjálft. Ágæt yfirsýn væri yfir sundlaugina sem væri aðeins 16,7 metrar að lengd. Þá samþykkti nefndin rök hreppsins um að vakt og afgreiðsla sundlaugarinnar væri í sama rými með yfirsýn yfir laugina, nýtt myndavélakerfi hefði verið sett upp og að laugarverður kæmi ekki til með að sinna öðrum verkefnum. Þá væri til staðar fyrirfram skilgreindur aðili sem hann gæti hringt í þyrfti hann á liðsauka að halda. Benti úrskurðarnefndin sveitarfélaginu á að hygðist það hafa íþróttasal og líkamsræktarstöð ómannaða yrði það að setja á átján ára aldurstakmark fyrir notendur aðstöðunnar sem væru ekki í fylgd með fullorðnum. Mýrdalshreppur Sundlaugar og baðlón Stjórnsýsla Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira
Heilbrigðiseftirlitið neitaði að samþykkja tilkynningu Mýrdalshrepps í ágúst um að sveitarfélagið ætlaði að nýta sér heimild til þess að hafa aðeins einn starfsmanna á vakt í sundlaug Mýrdalshrepps í Vík frá 1. september til 31. maí. Sundlaugin er í sameiginlegu húsnæði með íþróttahúsi og líkamsræktaraðstöðu. Hreppurinn tilkynnti á sama tíma að hann ætlaði að nýta heimild til þess að hafa líkamsræktarstöðina ómannaða. Á meðal þess sem eftirlitið setti fyrir sig var að íþróttasalurinn gæti ekki verið ómannaður vegna öryggis barna sem nýttu sér hann. Gestir og börn gætu leitað til laugarvarðar ef enginn væri á staðnum og truflanir gætu haft neikvæð áhrif á hæfni laugarvarðar til þess að fylgja með sundlauginni og tryggja öryggi þar. Því væri ekki raunhæft að hafa aðeins einn starfsmann á vakt. Ekki „flókin“ sundlaug Umhverfisráðuneytið neitaði að blanda sér í ágreining sveitarfélagsins og heilbrigðiseftirlitsins og taldi deiluna frekar eiga heima hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Úrskurðarnefndin féllst ekki á mat heilbrigðiseftirlitsins að uppbygging sundlaugarinnar í Vík teldist „flókin“ í skilningi reglugerðar sem kveður á um aukna laugargæslu fyrir sundstaði sem séu lengri en fjörutíu metrar eða með flókna uppbyggingu. Þrátt fyrir að í Vík væri vaðlaug, heitur pottur, rennibraut, kaldur pottur og gufubað taldi úrskurðarnefndin að fyrst og fremst bæri að horfa á sundlaugarsvæðið sjálft. Ágæt yfirsýn væri yfir sundlaugina sem væri aðeins 16,7 metrar að lengd. Þá samþykkti nefndin rök hreppsins um að vakt og afgreiðsla sundlaugarinnar væri í sama rými með yfirsýn yfir laugina, nýtt myndavélakerfi hefði verið sett upp og að laugarverður kæmi ekki til með að sinna öðrum verkefnum. Þá væri til staðar fyrirfram skilgreindur aðili sem hann gæti hringt í þyrfti hann á liðsauka að halda. Benti úrskurðarnefndin sveitarfélaginu á að hygðist það hafa íþróttasal og líkamsræktarstöð ómannaða yrði það að setja á átján ára aldurstakmark fyrir notendur aðstöðunnar sem væru ekki í fylgd með fullorðnum.
Mýrdalshreppur Sundlaugar og baðlón Stjórnsýsla Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira