Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Bjarki Sigurðsson skrifar 11. desember 2024 13:02 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Arnar Fimmtungur meðlima samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hefur sagt sig úr samtökunum eftir að Efling tilkynnti um aðgerðir gegn þeim. Formaður Eflingar segir aðgerðirnar gríðarlega nauðsynlegar. Efling boðaði í gær aðgerðir gegn SVEIT vegna kjarasamnings þeirra við stéttarfélagið Virðingu. Efling segir Virðingu vera gervistéttarfélag, stofnað af fólki tengdu SVEIT, til að skerða kjör starfsmanna til muna. SVEIT hefur vísað ásökunum um tengsl þess og Virðingar á bug og segir kjarasamning þeirra löglegan. Erindi um aðgerðirnar var sent á fyrirtækin 108 í SVEIT. Voru þau hvött til að segja sig úr samtökunum. „Af þeim sem hafa svarað er yfirgnæfandi meirihluti sem upplýsti um það að þau ætli ekki að innleiða þennan svikakjarasamning Virðingar og ætli sér að fylgja kjarasamningi Eflingar. Svo er stór hópur sem hefur jafnframt lýst því yfir að þau hafi sagt sig úr SVEIT eða ætli sér að gera það,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Enginn frá Virðingu hefur sett sig í samband við Eflingu frá því að aðgerðirnar hófust. „En ég hef einn tölvupóst frá forsvarsmanni SVEIT sem bauð mér að koma í það sem hann kallaði óformlegt kaffispjall. Sem er að mínu viti til marks um að það virðist ekki vera skilningur til staðar SVEITarmegin á því hversu grafalvarlegt athæfi þeirra er,“ segir Sólveig. Aðgerðir Eflingar hafa verið gagnrýndar. Sólveig gefur lítið fyrir þá gagnrýni. „Ef að við værum ekki að grípa til þessara aðgerða þá værum við einfaldlega að svíkja okkar hlutverk. Þá væri ég augljóslega vanhæfur formaður í því stéttarfélagi sem hefur samningsumboð fyrir þessu störf,“ segir Sólveig. Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Efling boðaði í gær aðgerðir gegn SVEIT vegna kjarasamnings þeirra við stéttarfélagið Virðingu. Efling segir Virðingu vera gervistéttarfélag, stofnað af fólki tengdu SVEIT, til að skerða kjör starfsmanna til muna. SVEIT hefur vísað ásökunum um tengsl þess og Virðingar á bug og segir kjarasamning þeirra löglegan. Erindi um aðgerðirnar var sent á fyrirtækin 108 í SVEIT. Voru þau hvött til að segja sig úr samtökunum. „Af þeim sem hafa svarað er yfirgnæfandi meirihluti sem upplýsti um það að þau ætli ekki að innleiða þennan svikakjarasamning Virðingar og ætli sér að fylgja kjarasamningi Eflingar. Svo er stór hópur sem hefur jafnframt lýst því yfir að þau hafi sagt sig úr SVEIT eða ætli sér að gera það,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Enginn frá Virðingu hefur sett sig í samband við Eflingu frá því að aðgerðirnar hófust. „En ég hef einn tölvupóst frá forsvarsmanni SVEIT sem bauð mér að koma í það sem hann kallaði óformlegt kaffispjall. Sem er að mínu viti til marks um að það virðist ekki vera skilningur til staðar SVEITarmegin á því hversu grafalvarlegt athæfi þeirra er,“ segir Sólveig. Aðgerðir Eflingar hafa verið gagnrýndar. Sólveig gefur lítið fyrir þá gagnrýni. „Ef að við værum ekki að grípa til þessara aðgerða þá værum við einfaldlega að svíkja okkar hlutverk. Þá væri ég augljóslega vanhæfur formaður í því stéttarfélagi sem hefur samningsumboð fyrir þessu störf,“ segir Sólveig.
Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira