Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Lovísa Arnardóttir skrifar 12. desember 2024 12:54 Halla Gunnarsdóttir er formaður VR. Hún tók við sem formaður þegar ljóst var að Ragnar Þór Ingólfsson fyrrverandi formaður yrði þingmaður. Vísir/Vilhelm Stjórn VR fordæmir atlögu atvinnurekenda innan SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, að réttindum og kjörum launafólks á Íslandi. Stjórn VR tekur heilshugar undir gagnrýni Eflingar og SGS á SVEIT og hvatningu um að sniðganga félagið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VR en stjórn samþykkti ályktun um þetta í gær. Í tilkynningu stjórnar VR segir að SVEIT hafi stofnað svokallað gult stéttarfélag sem kallist Virðing og hafi svo útbúið kjarasamning sem feli í sér beinar kjaraskerðingar fyrir starfsfólk í veitinga- og gistihúsageiranum. „Virðing uppfyllir ekki grundvallarkröfur sem gerðar eru til stéttarfélaga, heldur er um að ræða félag sem er stofnað af atvinnurekendum sem síðan semja við sjálfa sig, fremur en að semja við starfsfólk. Þar með flokkast Virðing sem gult stéttarfélag en slík félög grafa undan réttindum og hagsmunum launafólks og ganga í raun erinda atvinnurekenda,“ segir í tilkynningu VR. Þar tekur stjórnin heilshugar undir gagnrýni annarra stéttarfélaga á SVEIT og segir Virðingu beina spjótum sínum að fólki í viðkvæmri stöðu. Það er erlendu og ungu launafólki, og þeim sem síður þekkja rétt sinn á vinnumarkaði. Hvetja fólk til að hafa samband Stjórnin hvetur félagsfólk sitt til að hafa samband ef atvinnurekandi þeirra fer þess á leit við þau að þau gangi í Virðingu eða vinni eftir kjarasamningi félagsins. „Kjarasamningur Virðingar er í öllum atriðum mun lakari en kjarasamningar VR og felur í sér skerðingu á kjörum starfsfólks í ferðaþjónustu. Launataxtar eru lægri, dagvinnutímabil er lengra og nær inn á laugardag, uppsagnarfrestur er mun lakari sem og veikindaréttur og önnur réttindi eru skert verulega, svo fátt eitt sé nefnt. Kjarasamningur Virðingar gengur að auki gegn lögum um vinnumarkaðinn,“ segir í tilkynningu VR og er vísað í umfjöllun á vef Eflingar og ASÍ því til stuðnings. Þá segir að lokum að framkoma Virðingar og SVEIT sé að mati stjórnar VR „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks og markar afturför í kjarabaráttu.“ Stjórnin Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Fimmtungur meðlima samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hefur sagt sig úr samtökunum eftir að Efling tilkynnti um aðgerðir gegn þeim. Formaður Eflingar segir aðgerðirnar gríðarlega nauðsynlegar. 11. desember 2024 13:02 Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Fimmtungur allra þeirra fyrirtækja sem Efling stéttarfélag sendi bréf vegna kjarasamnings SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, við stéttarfélagið Virðingu, hefur sagt sig úr samtökunum. Þá hafa enn fleiri fyrirtæki lýst því að þau muni fylgja kjarasamningum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. 11. desember 2024 10:06 Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. 10. desember 2024 13:46 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Í tilkynningu stjórnar VR segir að SVEIT hafi stofnað svokallað gult stéttarfélag sem kallist Virðing og hafi svo útbúið kjarasamning sem feli í sér beinar kjaraskerðingar fyrir starfsfólk í veitinga- og gistihúsageiranum. „Virðing uppfyllir ekki grundvallarkröfur sem gerðar eru til stéttarfélaga, heldur er um að ræða félag sem er stofnað af atvinnurekendum sem síðan semja við sjálfa sig, fremur en að semja við starfsfólk. Þar með flokkast Virðing sem gult stéttarfélag en slík félög grafa undan réttindum og hagsmunum launafólks og ganga í raun erinda atvinnurekenda,“ segir í tilkynningu VR. Þar tekur stjórnin heilshugar undir gagnrýni annarra stéttarfélaga á SVEIT og segir Virðingu beina spjótum sínum að fólki í viðkvæmri stöðu. Það er erlendu og ungu launafólki, og þeim sem síður þekkja rétt sinn á vinnumarkaði. Hvetja fólk til að hafa samband Stjórnin hvetur félagsfólk sitt til að hafa samband ef atvinnurekandi þeirra fer þess á leit við þau að þau gangi í Virðingu eða vinni eftir kjarasamningi félagsins. „Kjarasamningur Virðingar er í öllum atriðum mun lakari en kjarasamningar VR og felur í sér skerðingu á kjörum starfsfólks í ferðaþjónustu. Launataxtar eru lægri, dagvinnutímabil er lengra og nær inn á laugardag, uppsagnarfrestur er mun lakari sem og veikindaréttur og önnur réttindi eru skert verulega, svo fátt eitt sé nefnt. Kjarasamningur Virðingar gengur að auki gegn lögum um vinnumarkaðinn,“ segir í tilkynningu VR og er vísað í umfjöllun á vef Eflingar og ASÍ því til stuðnings. Þá segir að lokum að framkoma Virðingar og SVEIT sé að mati stjórnar VR „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks og markar afturför í kjarabaráttu.“ Stjórnin
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Fimmtungur meðlima samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hefur sagt sig úr samtökunum eftir að Efling tilkynnti um aðgerðir gegn þeim. Formaður Eflingar segir aðgerðirnar gríðarlega nauðsynlegar. 11. desember 2024 13:02 Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Fimmtungur allra þeirra fyrirtækja sem Efling stéttarfélag sendi bréf vegna kjarasamnings SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, við stéttarfélagið Virðingu, hefur sagt sig úr samtökunum. Þá hafa enn fleiri fyrirtæki lýst því að þau muni fylgja kjarasamningum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. 11. desember 2024 10:06 Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. 10. desember 2024 13:46 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Fimmtungur meðlima samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hefur sagt sig úr samtökunum eftir að Efling tilkynnti um aðgerðir gegn þeim. Formaður Eflingar segir aðgerðirnar gríðarlega nauðsynlegar. 11. desember 2024 13:02
Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Fimmtungur allra þeirra fyrirtækja sem Efling stéttarfélag sendi bréf vegna kjarasamnings SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, við stéttarfélagið Virðingu, hefur sagt sig úr samtökunum. Þá hafa enn fleiri fyrirtæki lýst því að þau muni fylgja kjarasamningum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. 11. desember 2024 10:06
Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. 10. desember 2024 13:46