Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar 12. desember 2024 13:31 Ég má til með að skrifa þennan pistil, hreinlega miður mín að nú berast fréttir nánast daglega frá hræðilega sorglegum atburðum þar sem fólk er beitt hrottalegu ofbeldi, það lætur lífið í átökum og mannleg samskipti eru engan vegin ekki í lagi. Það er augljóst að brýn þörf er fyrir forvarnir um bætt samskipti. Ég tel að við verðum að byrja strax frá fæðingu barns, þannig nái að verða hluti af menningu okkar. Hvar erum við fullorðna fólkið fyrirmyndir fyrir börn og ungmenni? Hvers vegna fylgjum við ekki reglum? Hvers vegna virðum við ekki umferðareglur, þrátt fyrir að þær séu settar til að vernda líf og heilsu okkar allra? Bara það eitt að „stjórna sér“ undir stýri í bíl virðist vera undantekning frekar en regla. Notkun síma, vímugjafa og annarra efna virðist vera samþykkt hegðun, þrátt fyrir alvarlegar afleiðingar. Umferðareglurnar! Mörg okkar sem erum fædd eftir miðja síðustu öld, byrjuðum að læra umferðareglur, sem sendar voru heim í pósti, þegar við vorum aðeins 3ja ára, samt erum við fullorðin ekki að fara eftir þeim! Ég vildi óska að endurskinsmerki í svartasta skammdeginu væru mest selda tískuvaran, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem snjólaust er æði oft og allt dimmt og mikil umferð. Erum við að hlusta á börn og ungmenni með fullri athygli, án þess að skrolla í símanum á meðan? Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, eru til staðar, en birtast oft sem fín loforð á tyllidögum, frekar en reglur sem við erum stolt af að fara eftir. Mín ósk er sú að við íslenska þjóðin sem erum ekki nema tæplega 500þúsund manns verðum framúrskarandi í forvörnum, þar sem við tökum okkur saman hvert og eitt og virðum settar reglur. Börnin okkar þurfa fyrirmyndir sem fylgja reglum og sýna ábyrgð. Ef fullorðnir virða ekki reglur, hvernig getum við krafist þess af börnum og ungmennum? Jólin eru fram undan með „öllu“ því sem sumir telja að þurfi að kaupa, aðrir telja að verði að gera og ennþá fleiri segja að það sé nauðsynlegt að fara, eða bara samkvæmt einhverju sem einhver setti fram einhvern tímann. Hvað er það sem skiptir mestu máli í enda dagsins? Mig langar að þú gefir þér og öðrum þá „jólagjöf“ sem kostar ekki neitt. Að taka börnin sem eitt sinn voru í leikskólanum Brákarborg í Reykjavík, þau eiga þá ósk heitasta að allir fari eftir „Lausnahringnum“ hann sem inniheldur sjö einfaldar reglur í samskiptum sem auðvelt er að tileinka sér. Með því að æfa sig í samskiptum er forvörn út lífið. Lausnahringurinn Stjórna sér – Æfa sjálfstjórn með því að bera ábyrgð á eigin orðum og hegðun, einnig að biðja aðra um slíkt hið sama Skiptast á – Æfa að skiptast á hlutum, tækifærum og skoðunum að allir fái jafnan þátt Stoppa – Æfa að þekkja eigin mörk og virða annarra í samskiptum Knúsa – Æfa að bjóða knús og virða þegar því er hafnað Fyrirgefa – Æfa að fyrirgefa með opnum huga og skilja að mistök eru hluti af samskiptum Hjálpa – Æfa hjálpsemi með því að aðstoða og styrkja eigin seiglu að prófa Vera með/Leika – Æfa að leika sér, njóta samveru með öðrum og styrkja tengsl og geð Sýnum ábyrgð í orðum og gjörðum, sköpum traust og virðingu við náungan. Látum rödd barnanna hljóma. Börnin sem sköpuðu Lausnahringinn, vildu hafa þessar reglur í leikskólanum og síðar í grunnskólanum, að auki óskuðu þau eftir að hann færi á Alþingi. Þessi börn líktu lausnunum við umferðamerki sem allir myndu fara eftir, þannig myndi skapast friður um víða veröld. Rödd þessara barna verður að hljóma áfram og ég hvet þig til að leggja þitt af mörkum. Fræðsla er mikilvægur þáttur í forvörnum, við verðum að kenna börnum og ungmennum að tjá sig, virða mörk og leita sér hjálpar þegar farið er yfir þeirra. Líkt og börn læra hjá slökkviliðinu að hringja í 112, þegar eldur kemur upp, þá tel ég mikilvægt að börn í dag þurfi að vita að þau mega hringja í 112 ef einhver fer yfir mörk þeirra og þau eru hrædd. Að auki er mikilvægt að vita að hægt er að fá hjálp við sjálfstjórn ef einstaklingur ræður ekki við sig. Þetta er ekki spurning um val heldur skyldu okkar gagnvart börnum og framtíðinni. Fræðsla, ekki hræðsla, er að mínu mati mikilvæg til að vinna að samfélagi þar sem virðing og ábyrgð eru grunnstoðir samskipta. Sköpum samfélag þar sem börn geta þroskast á öruggan og virðingarfullan hátt. Með hlýrri kveðju, Arnrún María – Adda leikskólakennariEigandi Samtalið fræðsla ekki hræðsla. www.samtalid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég má til með að skrifa þennan pistil, hreinlega miður mín að nú berast fréttir nánast daglega frá hræðilega sorglegum atburðum þar sem fólk er beitt hrottalegu ofbeldi, það lætur lífið í átökum og mannleg samskipti eru engan vegin ekki í lagi. Það er augljóst að brýn þörf er fyrir forvarnir um bætt samskipti. Ég tel að við verðum að byrja strax frá fæðingu barns, þannig nái að verða hluti af menningu okkar. Hvar erum við fullorðna fólkið fyrirmyndir fyrir börn og ungmenni? Hvers vegna fylgjum við ekki reglum? Hvers vegna virðum við ekki umferðareglur, þrátt fyrir að þær séu settar til að vernda líf og heilsu okkar allra? Bara það eitt að „stjórna sér“ undir stýri í bíl virðist vera undantekning frekar en regla. Notkun síma, vímugjafa og annarra efna virðist vera samþykkt hegðun, þrátt fyrir alvarlegar afleiðingar. Umferðareglurnar! Mörg okkar sem erum fædd eftir miðja síðustu öld, byrjuðum að læra umferðareglur, sem sendar voru heim í pósti, þegar við vorum aðeins 3ja ára, samt erum við fullorðin ekki að fara eftir þeim! Ég vildi óska að endurskinsmerki í svartasta skammdeginu væru mest selda tískuvaran, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem snjólaust er æði oft og allt dimmt og mikil umferð. Erum við að hlusta á börn og ungmenni með fullri athygli, án þess að skrolla í símanum á meðan? Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, eru til staðar, en birtast oft sem fín loforð á tyllidögum, frekar en reglur sem við erum stolt af að fara eftir. Mín ósk er sú að við íslenska þjóðin sem erum ekki nema tæplega 500þúsund manns verðum framúrskarandi í forvörnum, þar sem við tökum okkur saman hvert og eitt og virðum settar reglur. Börnin okkar þurfa fyrirmyndir sem fylgja reglum og sýna ábyrgð. Ef fullorðnir virða ekki reglur, hvernig getum við krafist þess af börnum og ungmennum? Jólin eru fram undan með „öllu“ því sem sumir telja að þurfi að kaupa, aðrir telja að verði að gera og ennþá fleiri segja að það sé nauðsynlegt að fara, eða bara samkvæmt einhverju sem einhver setti fram einhvern tímann. Hvað er það sem skiptir mestu máli í enda dagsins? Mig langar að þú gefir þér og öðrum þá „jólagjöf“ sem kostar ekki neitt. Að taka börnin sem eitt sinn voru í leikskólanum Brákarborg í Reykjavík, þau eiga þá ósk heitasta að allir fari eftir „Lausnahringnum“ hann sem inniheldur sjö einfaldar reglur í samskiptum sem auðvelt er að tileinka sér. Með því að æfa sig í samskiptum er forvörn út lífið. Lausnahringurinn Stjórna sér – Æfa sjálfstjórn með því að bera ábyrgð á eigin orðum og hegðun, einnig að biðja aðra um slíkt hið sama Skiptast á – Æfa að skiptast á hlutum, tækifærum og skoðunum að allir fái jafnan þátt Stoppa – Æfa að þekkja eigin mörk og virða annarra í samskiptum Knúsa – Æfa að bjóða knús og virða þegar því er hafnað Fyrirgefa – Æfa að fyrirgefa með opnum huga og skilja að mistök eru hluti af samskiptum Hjálpa – Æfa hjálpsemi með því að aðstoða og styrkja eigin seiglu að prófa Vera með/Leika – Æfa að leika sér, njóta samveru með öðrum og styrkja tengsl og geð Sýnum ábyrgð í orðum og gjörðum, sköpum traust og virðingu við náungan. Látum rödd barnanna hljóma. Börnin sem sköpuðu Lausnahringinn, vildu hafa þessar reglur í leikskólanum og síðar í grunnskólanum, að auki óskuðu þau eftir að hann færi á Alþingi. Þessi börn líktu lausnunum við umferðamerki sem allir myndu fara eftir, þannig myndi skapast friður um víða veröld. Rödd þessara barna verður að hljóma áfram og ég hvet þig til að leggja þitt af mörkum. Fræðsla er mikilvægur þáttur í forvörnum, við verðum að kenna börnum og ungmennum að tjá sig, virða mörk og leita sér hjálpar þegar farið er yfir þeirra. Líkt og börn læra hjá slökkviliðinu að hringja í 112, þegar eldur kemur upp, þá tel ég mikilvægt að börn í dag þurfi að vita að þau mega hringja í 112 ef einhver fer yfir mörk þeirra og þau eru hrædd. Að auki er mikilvægt að vita að hægt er að fá hjálp við sjálfstjórn ef einstaklingur ræður ekki við sig. Þetta er ekki spurning um val heldur skyldu okkar gagnvart börnum og framtíðinni. Fræðsla, ekki hræðsla, er að mínu mati mikilvæg til að vinna að samfélagi þar sem virðing og ábyrgð eru grunnstoðir samskipta. Sköpum samfélag þar sem börn geta þroskast á öruggan og virðingarfullan hátt. Með hlýrri kveðju, Arnrún María – Adda leikskólakennariEigandi Samtalið fræðsla ekki hræðsla. www.samtalid.is
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar