Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. desember 2024 16:39 Inga, Kristrún og Þorgerður ræddu við fjölmiðla í þinghúsinu. Vísir/Einar Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins stefna að því að hefja ritun stjórnarsáttmála eftir helgi. Þetta kom fram í máli þeirra þegar þær ræddu við fjölmiðla í þinghúsinu í dag. Þar sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, að viðræðum miðaði vel. Inga Sæland sagði slúður um ráðherra utanþings stórlega ýkt. „Við erum búin að fá skil frá öllum vinnuhópunum sem hafa verið í vinnu upp á síðkastið. Þetta er bara mjög góð vinna sem við erum að fara að leggjast yfir um helgina. Við stefnum að því strax eftir helgi að hefja skrif á stjórnarsáttmála. Við erum að ganga frá nokkrum efnum, búnar að fá þessa vinnu frá hópunum en erum vongóðar um framhaldið,“ sagði Kristrún. Ekki rætt hver fær hvaða stól Þær voru spurðar hver væru stærstu ágreiningsmálin, en Inga svaraði því til að þær væru ekki í neinum ágreiningi. „Er það nokkuð?“ spurði Inga þær Kristrúnu og Þorgerði. „Eins og þið sjáið þá ljómum við bara eins og sólin og hér gengur bara allt rosalega vel.“ Þá sögðu þær þrjár að ekki hefði komið til umræðu að fá utanþingsráðherra að borðinu, líkt og fjallað hefur verið um að kunni að verða niðurstaðan. Björn Ingi Hrafnsson, oft kenndur við Viljann, sagði meðal annars á X á þriðjudag að dr. Guðrún Johnsen hagfræðingur hefði verið tilnefnd sem utanþingsráðherra í nýrri ríkisstjórn. Andrés Jónsson almannatengill sagði að samkvæmt hans heimildum kæmu allt að þrír utanþingsráðherrar til greina. „Ein sviðsmyndin er sú að Kristrún Frostadóttir verði forsætisráðherra, Þorgerður Katrín utanríkisráðherra, Inga Sæland félagsmálaráðherra og Daði Már Kristófersson verði fjármálaráðherra,“ sagði Andrés sem heldur úti pólitísku hlaðvarpi líkt og Björn Ingi. „Ég verð að segja að til dæmis er ég bendluð við eitthvað fólk sem ég hef aldrei hitt og aldrei talað við í lífi mínu. Ég veit ekki á hvaða vegferð Björn Ingi Hrafnsson er en hann er greinilega eitthvað viltur á aðventunni,“ sagði Inga. „Við erum búnar að vera í málefnavinnu,“ bætti Kristrún við. Rætt hafi verið um fækkun ráðuneyta og samsetningu þeirra, en engin endanleg mynd væri komin á mönnun þeirra. Aðalmálið væri að klára málefnavinnuna. „Allt annað hefur verið stórlega ýkt svo ekki sé meira sagt,“ sagði Inga. Enn mikil vinna eftir Þorgerður sagði rétt að taka fram að málefnahópar flokkanna hefðu skilað sinni vinnu, en þó ætti enn eftir að fara yfir hana. „Við eigum eftir að leggjast yfir það og samtalið er ekki búið. Við stefnum að því að fara að skrifa stjórnarsáttmála núna strax eftir helgi. Við ætlum að funda um helgina til þess að vonandi klára það sem eftir stendur. Það er eitt og annað, stór sem lítil mál, en það eru ekkert mörg eftir,“ sagði Þorgerður, sem vildi þó ekki gefa upp hvaða mál væri um að ræða. Formennirnir voru þá spurðir hvers vegna ákveðin leynd virtist ríkja yfir mönnun starfshópanna, og hvort hún gæti gefið vísbendingu um skipan ráðuneyta. „Ég myndi ekkert lesa í það. Við erum allar með stóra þingflokka, við erum með ráðgjafa, við erum með grasrót. Við erum með fullt af fólki sem hefur komið að vinnu flokkanna og fólk getur haft ýmislegt til málanna að leggja, óháð því hvort það verði ráðherra eða ekki,“ sagði Kristrún. Þorgerður ítrekaði þá að samkomulag hefði náðst um að fækka ráðuneytum, en engar ákvarðanir hefðu verið teknar um úthlutun ráðuneyta, hvorki til fólks né flokka. „Peppa okkur áfram til góðra verka“ Þorgerður sagði þá lykilatriði að út upp úr viðræðunum myndi spretta samhent ríkisstjórn sem gengi í verkin. „Miðað við samtölin eins og þau eru núna verður nákvæmlega þannig ríkisstjórn búin til á næstunni,“ sagði Þorgerður. Inga Sæland greip það á lofti og boðaði risafrétt: „Þetta verður verkstjórn. Við munum láta verkin tala. Þetta er ekki nein setustjórn sem við erum að mynda hér. Þannig að þið eigið bara að peppa okkur áfram, hætta að spá í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu. Peppa okkur áfram til góðra verka, vegna þess að við ætlum að standa okkur. Til þess erum við að þessu,“ sagði Inga. Ekki tímabært að upplýsa um einstök mál Kristrún sagði ekki tímabært að ræða um ákveðin mál á borð við Evrópusambandið. „Við tökum þessu alvarlega en síðan mun það koma í ljós þegar stjórnarsáttmáli verður birtur, hvernig hlutirnir líta út. Eins og staðan er núna stefnum við að því að hefja skrif á slíkum sáttmála eftir helgi. Það bendir nú til þess að við séum komin áfram með ákveðin mál, en það þýðir ekki að við séum búin að landa öllu. Þetta er bara ákveðin vinna,“ sagði Kristrún. Þorgerður sagði þá samtöl síðustu daga ýttu undir bjartsýni hennar um að flokkarnir næðu saman um sáttmála. Hún þekkti þó af fyrri reynslu að það væri tímafrekt ferli og að hvert orð skipti máli. „Allt það er eftir, en stóra myndin er að verða skýrari.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
„Við erum búin að fá skil frá öllum vinnuhópunum sem hafa verið í vinnu upp á síðkastið. Þetta er bara mjög góð vinna sem við erum að fara að leggjast yfir um helgina. Við stefnum að því strax eftir helgi að hefja skrif á stjórnarsáttmála. Við erum að ganga frá nokkrum efnum, búnar að fá þessa vinnu frá hópunum en erum vongóðar um framhaldið,“ sagði Kristrún. Ekki rætt hver fær hvaða stól Þær voru spurðar hver væru stærstu ágreiningsmálin, en Inga svaraði því til að þær væru ekki í neinum ágreiningi. „Er það nokkuð?“ spurði Inga þær Kristrúnu og Þorgerði. „Eins og þið sjáið þá ljómum við bara eins og sólin og hér gengur bara allt rosalega vel.“ Þá sögðu þær þrjár að ekki hefði komið til umræðu að fá utanþingsráðherra að borðinu, líkt og fjallað hefur verið um að kunni að verða niðurstaðan. Björn Ingi Hrafnsson, oft kenndur við Viljann, sagði meðal annars á X á þriðjudag að dr. Guðrún Johnsen hagfræðingur hefði verið tilnefnd sem utanþingsráðherra í nýrri ríkisstjórn. Andrés Jónsson almannatengill sagði að samkvæmt hans heimildum kæmu allt að þrír utanþingsráðherrar til greina. „Ein sviðsmyndin er sú að Kristrún Frostadóttir verði forsætisráðherra, Þorgerður Katrín utanríkisráðherra, Inga Sæland félagsmálaráðherra og Daði Már Kristófersson verði fjármálaráðherra,“ sagði Andrés sem heldur úti pólitísku hlaðvarpi líkt og Björn Ingi. „Ég verð að segja að til dæmis er ég bendluð við eitthvað fólk sem ég hef aldrei hitt og aldrei talað við í lífi mínu. Ég veit ekki á hvaða vegferð Björn Ingi Hrafnsson er en hann er greinilega eitthvað viltur á aðventunni,“ sagði Inga. „Við erum búnar að vera í málefnavinnu,“ bætti Kristrún við. Rætt hafi verið um fækkun ráðuneyta og samsetningu þeirra, en engin endanleg mynd væri komin á mönnun þeirra. Aðalmálið væri að klára málefnavinnuna. „Allt annað hefur verið stórlega ýkt svo ekki sé meira sagt,“ sagði Inga. Enn mikil vinna eftir Þorgerður sagði rétt að taka fram að málefnahópar flokkanna hefðu skilað sinni vinnu, en þó ætti enn eftir að fara yfir hana. „Við eigum eftir að leggjast yfir það og samtalið er ekki búið. Við stefnum að því að fara að skrifa stjórnarsáttmála núna strax eftir helgi. Við ætlum að funda um helgina til þess að vonandi klára það sem eftir stendur. Það er eitt og annað, stór sem lítil mál, en það eru ekkert mörg eftir,“ sagði Þorgerður, sem vildi þó ekki gefa upp hvaða mál væri um að ræða. Formennirnir voru þá spurðir hvers vegna ákveðin leynd virtist ríkja yfir mönnun starfshópanna, og hvort hún gæti gefið vísbendingu um skipan ráðuneyta. „Ég myndi ekkert lesa í það. Við erum allar með stóra þingflokka, við erum með ráðgjafa, við erum með grasrót. Við erum með fullt af fólki sem hefur komið að vinnu flokkanna og fólk getur haft ýmislegt til málanna að leggja, óháð því hvort það verði ráðherra eða ekki,“ sagði Kristrún. Þorgerður ítrekaði þá að samkomulag hefði náðst um að fækka ráðuneytum, en engar ákvarðanir hefðu verið teknar um úthlutun ráðuneyta, hvorki til fólks né flokka. „Peppa okkur áfram til góðra verka“ Þorgerður sagði þá lykilatriði að út upp úr viðræðunum myndi spretta samhent ríkisstjórn sem gengi í verkin. „Miðað við samtölin eins og þau eru núna verður nákvæmlega þannig ríkisstjórn búin til á næstunni,“ sagði Þorgerður. Inga Sæland greip það á lofti og boðaði risafrétt: „Þetta verður verkstjórn. Við munum láta verkin tala. Þetta er ekki nein setustjórn sem við erum að mynda hér. Þannig að þið eigið bara að peppa okkur áfram, hætta að spá í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu. Peppa okkur áfram til góðra verka, vegna þess að við ætlum að standa okkur. Til þess erum við að þessu,“ sagði Inga. Ekki tímabært að upplýsa um einstök mál Kristrún sagði ekki tímabært að ræða um ákveðin mál á borð við Evrópusambandið. „Við tökum þessu alvarlega en síðan mun það koma í ljós þegar stjórnarsáttmáli verður birtur, hvernig hlutirnir líta út. Eins og staðan er núna stefnum við að því að hefja skrif á slíkum sáttmála eftir helgi. Það bendir nú til þess að við séum komin áfram með ákveðin mál, en það þýðir ekki að við séum búin að landa öllu. Þetta er bara ákveðin vinna,“ sagði Kristrún. Þorgerður sagði þá samtöl síðustu daga ýttu undir bjartsýni hennar um að flokkarnir næðu saman um sáttmála. Hún þekkti þó af fyrri reynslu að það væri tímafrekt ferli og að hvert orð skipti máli. „Allt það er eftir, en stóra myndin er að verða skýrari.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira