Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. desember 2024 22:10 Guðjón Friðriksson sagfræðingur hefur tekið saman sögu reykvískra barna en sagan spannar um hundrað ár. aðsend Uppi voru kenningar hér áður fyrr um að ævilöng vesælmennska biði þeirra barna sem ólust upp á „mölinni,“ eins og það var kallað, sem jafnvel legðist í ættir. Krakkaskarinn sem tók yfir götur Reykjavíkur á síðustu öld setti sterkan svip á borgina. Sagnfræðingur sem hefur ritað sögu reykvískra barna, sem spannar hundrað ár, segir börn dagsins í dag lifa mikla umbreytingartíma. Út er komin bókin Börn í Reykjavík (2024) eftir Guðjón Friðriksson, sagnfræðing og rithöfund. Bókin er skrifuð og gefin út í tilefni 100 ára afmælis Barnavinafélagsins Sumargjafar. „Ég naut þess mjög að skrifa hana og það er eiginlega svolítið skrýtið að það skuli ekki hafa verið skrifuð svona saga áður, því þetta er náttúrulega alveg heil veröld, barnaveröldin,“ segir Guðjón um sögu reykvískra barna. Guðjón segir að í hinu rótgróna bændasamfélagi hafi grasserað fordómar í garð þeirra barna sem ólust upp „á mölinni“. Ólík sjónarmið og alls konar hugmyndir og kenningar tókust á þegar þéttbýlismyndunin átti sér stað og það á ógnarhraða. Börn í Reykjavík er mikill gæðagripur og doðrantur mikill. Guðjón segist hafa haft mikla ánægju af því að taka saman sögu reykvískra barna.Vísir/Sigurjón „Börnin voru eftirlitslaus saman í hópum í alls konar óknyttum og það voru komnar upp kenningar um að þetta [að alast upp á mölinni] leiddi til ævilangrar vesælmennsku. Þarna voru þau utan sjónmáls foreldranna, í alls konar leikjum sem sumir höfðu ákveðna andúð á. Það, meira að segja, kemur fram í áliti frá Alþingisnefnd að þetta myndi leiða til ævilangrar vesælmennsku sem jafnvel legðist í ættir.“ Reykjavík stækkaði ört á síðustu öld og barnaskarinn á götum úti setti sterkan svip á borgarlífið. Börnin léku sér í alls kyns leikjum; París, knattleik og fallinni spýtu og svo fóru þau oft og tíðum með danskar þulur sem síðar voru þýddar yfir á íslensku. Eni, meni, mang, klang, ósi, bósi, bakke dí, eje, veje, væk með dig! „Það var jafnvel talað um að bílarnir þyrftu frekar að vara sig á börnunum en börnin á bílunum, þau hertóku alveg heilu göturnar,“ segir Guðjón. Yfirvöld reyndu hvað þau gátu til að hafa hemil á krökkunum. Lögreglusamþykkt Reykjavíkur árið 1880 kvað á um að börn mættu ekki leika sér úti á götunum en Guðjón segir að börnin hafi haft samþykktina að engu, enda gátu þau hvergi annars staðar verið en á mölinni. Helsti ógnvaldur barnanna var Þorvaldur „politi“, lögregluþjónn, sem í sífellu skipti sér af leik barnanna; tók af þeim bolta og sleða. Guðjón útskýrir að í þá daga hafi skóladagurinn verið stuttur og skólaskyldu ekki komið á fyrr en árið 1907. „Gatan var í rauninni eini staðurinn sem þau gátu verið á.“ Guðjón segir að götulífið hafi sjaldnast verið val barnanna. Fólk hafi búið þröngt og gríðarlegur húsnæðisvandi hafi verið í borginni lengst af. „Börnin lágu oft í kös á gólfinu á einhverjum dýnum og á morgnana voru þau bara sett út og þau höfð úti allan liðlangan daginn. Oft voru þau líka hungruð, sérstaklega fátæk börn í Reykjavík. Það var mikil stéttaskipting.“ Meira annríki hjá nútímabarni en foreldrum þess Þótt það sé ofarlega á óskalista nútímaforeldra að börnin í hverfinu leiki sér meira saman úti þá bendir Guðjón á að götulífið í Reykjavík hafi áður fyrr leitt til tíðra slysa á börnum. „Það dóu sex, sjö börn á ári í umferðarslysum í Reykjavík. Börn á aldrinum 5-7 ára voru send út eins og önnur börn og þau voru náttúrulega bara óvitar og urðu stundum bara fyrir bíl.“ Nú er af sem áður var og er svo komið að götulíf barnanna er svo gott sem horfið í nútímasamfélagi. „Við lifum í raun og veru á miklu meiri byltingartímum heldur en maður kannski gerir sér grein fyrir svona frá degi til dags út af þessari tækni meðal annars. Svo eru börn nú til dags svo upptekin. Nú er samfelldur vinnudagur hjá börnum má segja. Skóladagurinn er miklu lengri og svo eru þau bara upptekin í alls konar námskeiðum; dansi, tónlist og öðru. Venjulegt barn í Reykjavík er jafnvel uppteknara en foreldrarnir frá morgni til kvölds.“ Börn og uppeldi Reykjavík Bókmenntir Menning Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Út er komin bókin Börn í Reykjavík (2024) eftir Guðjón Friðriksson, sagnfræðing og rithöfund. Bókin er skrifuð og gefin út í tilefni 100 ára afmælis Barnavinafélagsins Sumargjafar. „Ég naut þess mjög að skrifa hana og það er eiginlega svolítið skrýtið að það skuli ekki hafa verið skrifuð svona saga áður, því þetta er náttúrulega alveg heil veröld, barnaveröldin,“ segir Guðjón um sögu reykvískra barna. Guðjón segir að í hinu rótgróna bændasamfélagi hafi grasserað fordómar í garð þeirra barna sem ólust upp „á mölinni“. Ólík sjónarmið og alls konar hugmyndir og kenningar tókust á þegar þéttbýlismyndunin átti sér stað og það á ógnarhraða. Börn í Reykjavík er mikill gæðagripur og doðrantur mikill. Guðjón segist hafa haft mikla ánægju af því að taka saman sögu reykvískra barna.Vísir/Sigurjón „Börnin voru eftirlitslaus saman í hópum í alls konar óknyttum og það voru komnar upp kenningar um að þetta [að alast upp á mölinni] leiddi til ævilangrar vesælmennsku. Þarna voru þau utan sjónmáls foreldranna, í alls konar leikjum sem sumir höfðu ákveðna andúð á. Það, meira að segja, kemur fram í áliti frá Alþingisnefnd að þetta myndi leiða til ævilangrar vesælmennsku sem jafnvel legðist í ættir.“ Reykjavík stækkaði ört á síðustu öld og barnaskarinn á götum úti setti sterkan svip á borgarlífið. Börnin léku sér í alls kyns leikjum; París, knattleik og fallinni spýtu og svo fóru þau oft og tíðum með danskar þulur sem síðar voru þýddar yfir á íslensku. Eni, meni, mang, klang, ósi, bósi, bakke dí, eje, veje, væk með dig! „Það var jafnvel talað um að bílarnir þyrftu frekar að vara sig á börnunum en börnin á bílunum, þau hertóku alveg heilu göturnar,“ segir Guðjón. Yfirvöld reyndu hvað þau gátu til að hafa hemil á krökkunum. Lögreglusamþykkt Reykjavíkur árið 1880 kvað á um að börn mættu ekki leika sér úti á götunum en Guðjón segir að börnin hafi haft samþykktina að engu, enda gátu þau hvergi annars staðar verið en á mölinni. Helsti ógnvaldur barnanna var Þorvaldur „politi“, lögregluþjónn, sem í sífellu skipti sér af leik barnanna; tók af þeim bolta og sleða. Guðjón útskýrir að í þá daga hafi skóladagurinn verið stuttur og skólaskyldu ekki komið á fyrr en árið 1907. „Gatan var í rauninni eini staðurinn sem þau gátu verið á.“ Guðjón segir að götulífið hafi sjaldnast verið val barnanna. Fólk hafi búið þröngt og gríðarlegur húsnæðisvandi hafi verið í borginni lengst af. „Börnin lágu oft í kös á gólfinu á einhverjum dýnum og á morgnana voru þau bara sett út og þau höfð úti allan liðlangan daginn. Oft voru þau líka hungruð, sérstaklega fátæk börn í Reykjavík. Það var mikil stéttaskipting.“ Meira annríki hjá nútímabarni en foreldrum þess Þótt það sé ofarlega á óskalista nútímaforeldra að börnin í hverfinu leiki sér meira saman úti þá bendir Guðjón á að götulífið í Reykjavík hafi áður fyrr leitt til tíðra slysa á börnum. „Það dóu sex, sjö börn á ári í umferðarslysum í Reykjavík. Börn á aldrinum 5-7 ára voru send út eins og önnur börn og þau voru náttúrulega bara óvitar og urðu stundum bara fyrir bíl.“ Nú er af sem áður var og er svo komið að götulíf barnanna er svo gott sem horfið í nútímasamfélagi. „Við lifum í raun og veru á miklu meiri byltingartímum heldur en maður kannski gerir sér grein fyrir svona frá degi til dags út af þessari tækni meðal annars. Svo eru börn nú til dags svo upptekin. Nú er samfelldur vinnudagur hjá börnum má segja. Skóladagurinn er miklu lengri og svo eru þau bara upptekin í alls konar námskeiðum; dansi, tónlist og öðru. Venjulegt barn í Reykjavík er jafnvel uppteknara en foreldrarnir frá morgni til kvölds.“
Börn og uppeldi Reykjavík Bókmenntir Menning Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira