Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar 20. desember 2024 13:31 Til hamingju með kjörið, með óskum um velfarnað í mikilvægum verkum . Af hverju skrifa ég þér opið bréfi? Jú, fyrir ári síðan, 21 desember í fyrra, kærði ég sjálfan mig fyrir ólögleg áfengiskaup í gegnum netsölu á Íslandi. Lögreglan tók við áfenginu og öllum gögnum málsins m.a. formlegri játningu sem byggir á lagalegum tilvísunum m.m. Síðan hef ég ekki fengið svör um hvar málið er statt þótt eftir hafi verið leitað? Veit ekki hvað veldur en vinna við að klára málið ætti ekki að vera embættinu ofviða. ÁTVR kærði árið 2020 Alvarlegra er þó að ÁTVR kærði netsölu áfengis fyrir fjórum og hálfu ári síðan, þann 16. júní 2020, en hefur ekki fengið neina niðurstöðu hjá lögreglu. Slíkur seinagangur er með ólíkindum. Eftir nokkra daga hefst árið 2025! Hverju veldur? Nú hefur þú, kæri Grímur, verið opinber talsmaður lögreglu, m.a. varðandi kæru ÁTVR á netsölu áfengis. Rifjum upp hverju lögreglustjóri og þú hafið komið á framfæri í því máli. Í frétt á ruv.is 9 ágúst sl. sagði:- Í svari lögreglustjóra, sem barst ríkissaksóknara í júníbyrjun, sagði svo að greinargerðin myndi að öllum líkindum berast rannsóknardeildinni fyrir miðjan júní og þá yrði málið sent til ákærusviðs. Að lokum baðst lögreglan afsökunar á seinaganginum. - Lögreglan afsakar seinagang en hvað svo? Í frétt á visir.is 3 september sl. sagði: -Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á kærum á hendur tveimur netverslunum sem selja áfengi er lokið. Mál þeirra eru nú á borði ákærusviðs embættisins.Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, í samtali við Vísi.Hann sagði í samtali við Vísi um miðjan júní síðastliðinn að rannsóknin væri á lokametrunum en málið hefur verið til rannsóknar í rúm fjögur ár.- Miðað við þessar upplýsingar tók rannsókn málsins 4 ár, sem verður að teljast óeðlilega langur tími, enda biðst lögreglan afsökunar á því. En hvað svo? Síðan hefur fullrannsakað málið legið á borði ákærusviðs lögreglu í um hálft ár, eins og þú staðfestir. Afsakið, en það er ekki hægt að bjóða upp á að þetta mál klárist ekki. Það er ekki hægt að bjóða upp á að fyrirkomulag áfengissölu molni niður fyrir allra augum meðan lögreglan klárar ekki af eða á. Fjöldi aðila bíða niðurstöðu Fjöldi aðila bíða niðurstöðu í kærumáli ÁTVR. Í því sambandi minni ég á að breiðfylking félaga heilbrigðisstétta, forvarnarsamtaka og fleiri sendu áskorun í lok ágúst sl. til yfirvalda um að bregðast við yfirstandandi lýðheilsuógn vegna stóraukinnar netsölu áfengis. Í yfirlýsingunni sagði m.a.: -Félögin skora á yfirvöld að hvika í engu frá samþykktri lýðheilsustefnu til ársins 2030 og markmiðum gildandi laga um um einkasölu ÁTVR á áfengi.- Hvað félög voru þetta? Jú, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félag lýðheilsufræðinga, Félag sjúkraþjálfara, Ljósmæðrafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Sjúkraliðafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Lyfjafræðingafélag Íslands, Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa, SÁÁ, Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum. Af hverju klárast ekki kæra ÁTVR frá 2020? Ekki ætla ég að halda því fram að dómsmályfirvöld hafi hvatt til fálætis. Það getur ekki verið? Maður vill auðvitað ekki trúa slíku. Ég vona að þú brýnir þína fyrrum kollega í lögreglunni til góðra verka. Gangi þér sem best i þingstörfum og þá sérstaklega í málefnum er varðand réttindi barna og ungmenna, forvarna og velferðarmála Höfundur er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Til hamingju með kjörið, með óskum um velfarnað í mikilvægum verkum . Af hverju skrifa ég þér opið bréfi? Jú, fyrir ári síðan, 21 desember í fyrra, kærði ég sjálfan mig fyrir ólögleg áfengiskaup í gegnum netsölu á Íslandi. Lögreglan tók við áfenginu og öllum gögnum málsins m.a. formlegri játningu sem byggir á lagalegum tilvísunum m.m. Síðan hef ég ekki fengið svör um hvar málið er statt þótt eftir hafi verið leitað? Veit ekki hvað veldur en vinna við að klára málið ætti ekki að vera embættinu ofviða. ÁTVR kærði árið 2020 Alvarlegra er þó að ÁTVR kærði netsölu áfengis fyrir fjórum og hálfu ári síðan, þann 16. júní 2020, en hefur ekki fengið neina niðurstöðu hjá lögreglu. Slíkur seinagangur er með ólíkindum. Eftir nokkra daga hefst árið 2025! Hverju veldur? Nú hefur þú, kæri Grímur, verið opinber talsmaður lögreglu, m.a. varðandi kæru ÁTVR á netsölu áfengis. Rifjum upp hverju lögreglustjóri og þú hafið komið á framfæri í því máli. Í frétt á ruv.is 9 ágúst sl. sagði:- Í svari lögreglustjóra, sem barst ríkissaksóknara í júníbyrjun, sagði svo að greinargerðin myndi að öllum líkindum berast rannsóknardeildinni fyrir miðjan júní og þá yrði málið sent til ákærusviðs. Að lokum baðst lögreglan afsökunar á seinaganginum. - Lögreglan afsakar seinagang en hvað svo? Í frétt á visir.is 3 september sl. sagði: -Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á kærum á hendur tveimur netverslunum sem selja áfengi er lokið. Mál þeirra eru nú á borði ákærusviðs embættisins.Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, í samtali við Vísi.Hann sagði í samtali við Vísi um miðjan júní síðastliðinn að rannsóknin væri á lokametrunum en málið hefur verið til rannsóknar í rúm fjögur ár.- Miðað við þessar upplýsingar tók rannsókn málsins 4 ár, sem verður að teljast óeðlilega langur tími, enda biðst lögreglan afsökunar á því. En hvað svo? Síðan hefur fullrannsakað málið legið á borði ákærusviðs lögreglu í um hálft ár, eins og þú staðfestir. Afsakið, en það er ekki hægt að bjóða upp á að þetta mál klárist ekki. Það er ekki hægt að bjóða upp á að fyrirkomulag áfengissölu molni niður fyrir allra augum meðan lögreglan klárar ekki af eða á. Fjöldi aðila bíða niðurstöðu Fjöldi aðila bíða niðurstöðu í kærumáli ÁTVR. Í því sambandi minni ég á að breiðfylking félaga heilbrigðisstétta, forvarnarsamtaka og fleiri sendu áskorun í lok ágúst sl. til yfirvalda um að bregðast við yfirstandandi lýðheilsuógn vegna stóraukinnar netsölu áfengis. Í yfirlýsingunni sagði m.a.: -Félögin skora á yfirvöld að hvika í engu frá samþykktri lýðheilsustefnu til ársins 2030 og markmiðum gildandi laga um um einkasölu ÁTVR á áfengi.- Hvað félög voru þetta? Jú, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félag lýðheilsufræðinga, Félag sjúkraþjálfara, Ljósmæðrafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Sjúkraliðafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Lyfjafræðingafélag Íslands, Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa, SÁÁ, Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum. Af hverju klárast ekki kæra ÁTVR frá 2020? Ekki ætla ég að halda því fram að dómsmályfirvöld hafi hvatt til fálætis. Það getur ekki verið? Maður vill auðvitað ekki trúa slíku. Ég vona að þú brýnir þína fyrrum kollega í lögreglunni til góðra verka. Gangi þér sem best i þingstörfum og þá sérstaklega í málefnum er varðand réttindi barna og ungmenna, forvarna og velferðarmála Höfundur er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar