Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. desember 2024 20:00 Edda Ingibjörg Þórsdóttir var flutt í sjúkrabíl af jólatónleikum Emmsjé Gauta í gærkvöldi. Aðsend Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti brýnir fyrir tónleikagestum að vera meðvitað um fólkið í kringum sig á tónleikum eftir að kona um þrítugt yfirgaf tónleika hans í gærkvöld í sjúkrabíl. Hin 31 árs Edda Ingibjörg Þórsdóttir var flutt í sjúkrabíl af jólatónleikum Emmsjé Gauta Julevenner í gærkvöld. Hún segist hafa fundið fyrir einhverjum ýta á bak sitt, þegar að mesti ærslagangurinn gekk yfir í einu af lokalagi tónleikanna með þeim afleiðingum að hún féll fram fyrir sig. Edda var allsgáð en missti um stund meðvitund við fallið og brotnaði á handarbaki. Þegar hún komst aftur til meðvitundar voru tónleikarnir búnir. Hún stóð í þriðju röð í stúkunni og skemmti sér vel á tónleikunum þar til hún féll fram fyrir sig, hrundi niður og hafnaði á handriðinu. Ingibjörg segir í samtali við Vísi að hún hafi verið flutt upp á sjúkrahús um klukkan eitt í nótt og hafi verið útskrifuð þaðan upp úr klukkan sjö í morgun. Edda eyddi allri nóttinni á sjúkrahúsi.Aðsend „Ánægður að þetta hafi ekki farið illa“ Tveir tónleikar Julevenner fara fram í kvöld en viðburðarhaldari og öryggisstjóri þakka fyrir að ekki hafi farið verr. „Við náttúrulega gripum strax inn í og erum með einn sjúkraflutningamann í vinnu þannig að þetta var afgreitt strax og hringt á sjúkrabíl. Hún meira að segja labbaði út í sjúkrabíl sjálf þannig að þetta endaði allt vel,“ segir Jens Andri Fylkisson, öryggisstjóri Julevenner. „Maður er bara ánægður að þetta hafi ekki farið illa. Ef fólk er að detta fram fyrir sig þá getur það endað illa en við heyrðum í henni. Við heyrðum í henni og auðvitað var hún kannski ekki sátt við fallið en hún var sátt yfir allt með tónleika,“ bætir Gauti Þeyr, viðburðarhaldari og tónlistarmaður við. Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti.vísir/vilhelm Mikilvægt að vera meðvitaður um fólk í kringum sig Þeir biðla til gesta að sýna umburðarlyndi og fara varlega þó að hátíð fari í hönd. „Mér finnst þetta snúast fyrst og fremst um að fólk eigi að vera meðvitað um að það sé með annað fólk í kringum sig. Áfengi er sljóvgandi lyf þó svo að þessi stelpa hafi ekki verið undir áhrifum áfengis. Mér finnst líka nauðsynlegt að einhverju leyti að vakta fólkið í kringum okkur. Ef þú sérð eitthvað, að eitthvað sé einhvern veginn þá bara annað hvort að athuga það eða láta gæsluna vita. Þetta snýst allt um að öllum líði vel,“ segir Gauti. Jól Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Hin 31 árs Edda Ingibjörg Þórsdóttir var flutt í sjúkrabíl af jólatónleikum Emmsjé Gauta Julevenner í gærkvöld. Hún segist hafa fundið fyrir einhverjum ýta á bak sitt, þegar að mesti ærslagangurinn gekk yfir í einu af lokalagi tónleikanna með þeim afleiðingum að hún féll fram fyrir sig. Edda var allsgáð en missti um stund meðvitund við fallið og brotnaði á handarbaki. Þegar hún komst aftur til meðvitundar voru tónleikarnir búnir. Hún stóð í þriðju röð í stúkunni og skemmti sér vel á tónleikunum þar til hún féll fram fyrir sig, hrundi niður og hafnaði á handriðinu. Ingibjörg segir í samtali við Vísi að hún hafi verið flutt upp á sjúkrahús um klukkan eitt í nótt og hafi verið útskrifuð þaðan upp úr klukkan sjö í morgun. Edda eyddi allri nóttinni á sjúkrahúsi.Aðsend „Ánægður að þetta hafi ekki farið illa“ Tveir tónleikar Julevenner fara fram í kvöld en viðburðarhaldari og öryggisstjóri þakka fyrir að ekki hafi farið verr. „Við náttúrulega gripum strax inn í og erum með einn sjúkraflutningamann í vinnu þannig að þetta var afgreitt strax og hringt á sjúkrabíl. Hún meira að segja labbaði út í sjúkrabíl sjálf þannig að þetta endaði allt vel,“ segir Jens Andri Fylkisson, öryggisstjóri Julevenner. „Maður er bara ánægður að þetta hafi ekki farið illa. Ef fólk er að detta fram fyrir sig þá getur það endað illa en við heyrðum í henni. Við heyrðum í henni og auðvitað var hún kannski ekki sátt við fallið en hún var sátt yfir allt með tónleika,“ bætir Gauti Þeyr, viðburðarhaldari og tónlistarmaður við. Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti.vísir/vilhelm Mikilvægt að vera meðvitaður um fólk í kringum sig Þeir biðla til gesta að sýna umburðarlyndi og fara varlega þó að hátíð fari í hönd. „Mér finnst þetta snúast fyrst og fremst um að fólk eigi að vera meðvitað um að það sé með annað fólk í kringum sig. Áfengi er sljóvgandi lyf þó svo að þessi stelpa hafi ekki verið undir áhrifum áfengis. Mér finnst líka nauðsynlegt að einhverju leyti að vakta fólkið í kringum okkur. Ef þú sérð eitthvað, að eitthvað sé einhvern veginn þá bara annað hvort að athuga það eða láta gæsluna vita. Þetta snýst allt um að öllum líði vel,“ segir Gauti.
Jól Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira