Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. desember 2024 20:07 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra mætir til Bessastaða í dag. Hún mun á morgun taka við lyklavöldum í forsætisráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Lyklaskipti fara fram í ráðuneytum síðdegis á morgun þegar ráðherrar í ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins taka við lyklavöldum, einn af öðrum, úr hendi fráfarandi ráðherra starfsstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Breytingar á skipulagi Stjórnarráðsins, sem fækkun ráðuneyta úr tólf í ellefu hefur í för með sér, mun ekki að fullu taka gildi fyrr en eftir rúma tvo mánuði eða 1. mars næstkomandi. Nýir ráðherrar taka hins vegar þegar við verkefnum sem heyra undir þá málaflokka sem eiga að heyra undir ráðuneyti þeirra eftir breytingar. Líkt og fram kom á blaðamannafundi leiðtoga nýrrar ríkisstjórnar fyrr í dag stendur til að fækka ráðuneytum úr tólf í ellefu með niðurlagningu menningar- og viðskiptaráðuneytis sem Lilja Alfreðsdóttir fór áður með. Fjallað er um stjórnarskiptin í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands í dag þar sem nánari grein er gerð fyrir þeim breytingum sem gerðar verða á skipulagi stjórnarráðsins og flutning verkefna á milli ráðuneyta. „Ráðgert er að breytingar á skipulagi og verkefnum ráðuneyta taki gildi 1. mars nk. en tillaga til þingsályktunar um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands verður lögð fyrir Alþingi í janúar. Forsetaúrskurður um skiptingu starfa ráðherra endurspeglar verkaskiptingu ráðuneyta eins og hún verður eftir breytingarnar sem taka gildi 1. mars nk. Þannig taka ráðherrar nú þegar við öllum þeim málaflokkum sem munu heyra undir ráðuneyti þeirra eftir að breytingarnar taka gildi,” segir í tilkynningunni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hyggst skoða með hvaða hætti hægt sé að efla ráðuneytið á sviði varnarmála og netöryggismála.Vísir/Vilhelm „Á meðan Alþingi fjallar um þingsályktunartillögu um fækkun ráðuneyta og breytt heiti sumra þeirra munu ráðuneytin starfa óbreytt. Samt sem áður fá hinir nýju ráðherrar þegar í stað ábyrgð á stjórnarmálefnum í samræmi við þá skipan sem fyrirhuguð er. Þannig mun atvinnuvegaráðherra fara með matvælaráðuneytið og viðskipti, iðnað og neytendamál í menningar- og viðskiptaráðuneytinu svo dæmi sé tekið. Þegar þingsályktunin hefur verið afgreidd verða gefnir út forsetaúrskurðir um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti annars vegar og um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands hins vegar. Í síðarnefnda úrskurðinum verða málefni færð til í samræmi við fækkun ráðuneyta og nýjar áherslur í starfsemi sumra þeirra.“ Breytingar í öllum ráðuneytum nema tveimur Kristrún Frostadóttir tekur fyrst við lyklum að forsætisráðuneytinu af Bjarna Benediktssyni klukkan eitt á morgun og síðan mæta ráðherrarnir hver af öðrum í sitt ráðuneyti til að taka við lyklum eitthvað fram eftir degi. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, en nokkrar breytingar verða gerðar á því ráðuneyti sem hún tekur við.Vísir/Vilhelm Hér að neðan er að finna nánari upplýsingar um þær breytingar sem gerðar verða á skipan ráðuneyta að því er greint er frá í tilkynningu forsætisráðuneytisins. Líkt og sjá má er aðeins gert ráð fyrir að verkefni tveggja ráðuneyta verði óbreytt en breytingarnar eru þó mis miklar eftir ráðuneytum. Forsætisráðuneyti Verkefni ráðuneytisins verða óbreytt. Atvinnuvegaráðuneyti Breytt heiti á matvælaráðuneyti. Viðskipti, neytendamál og ferðamál færast til ráðuneytisins frá menningar- og viðskiptaráðuneyti. Iðnaður færist til ráðuneytisins frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti. Skógrækt og landgræðsla auk dýravelferðar færast frá ráðuneytinu til umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytis. Dómsmálaráðuneyti Jafnréttismál og mannréttindamál færast til ráðuneytisins frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Félags- og húsnæðismálaráðuneyti Breytt heiti á félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Öldrunarþjónusta færist til ráðuneytisins frá heilbrigðisráðuneyti og húsnæðismál og skipulagsmál færast til ráðuneytisins frá innviðaráðuneyti. Jafnréttismál og mannréttindamál færast frá ráðuneytinu til dómsmálaráðuneytis og framhaldsfræðsla og málefni Fræðslusjóðs færast frá ráðuneytinu til mennta- og barnamálaráðuneytis. Fjármála- og efnahagsráðuneyti Verkefni ráðuneytisins verða óbreytt. Heilbrigðisráðuneyti Öldrunarþjónusta færist frá ráðuneytinu til félags- og húsnæðismálaráðuneytis. Menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðuneyti Breytt heiti á háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti. Menning og fjölmiðlar færast til ráðuneytisins frá menningar- og viðskiptaráðuneyti en fjarskipti færast frá ráðuneytinu til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Mennta- og barnamálaráðuneyti Framhaldsfræðsla og málefni Fræðslusjóðs færast til ráðuneytisins frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti Breytt heiti á innviðaráðuneyti. Fjarskipti færast til ráðuneytisins frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti en húsnæðismál og skipulagsmál færast frá ráðuneytinu til félags- og húsnæðismálaráðuneytis. Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneyti Skógrækt og landgræðsla auk dýravelferðar færast til ráðuneytisins frá matvælaráðuneyti. Utanríkisráðuneyti Skoðað verður með hvaða hætti hægt sé að efla ráðuneytið á sviði varnarmála og netöryggismála og þar m.a. litið til mögulegs flutnings verkefna á því sviði til ráðuneytisins. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Breytingar á skipulagi Stjórnarráðsins, sem fækkun ráðuneyta úr tólf í ellefu hefur í för með sér, mun ekki að fullu taka gildi fyrr en eftir rúma tvo mánuði eða 1. mars næstkomandi. Nýir ráðherrar taka hins vegar þegar við verkefnum sem heyra undir þá málaflokka sem eiga að heyra undir ráðuneyti þeirra eftir breytingar. Líkt og fram kom á blaðamannafundi leiðtoga nýrrar ríkisstjórnar fyrr í dag stendur til að fækka ráðuneytum úr tólf í ellefu með niðurlagningu menningar- og viðskiptaráðuneytis sem Lilja Alfreðsdóttir fór áður með. Fjallað er um stjórnarskiptin í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands í dag þar sem nánari grein er gerð fyrir þeim breytingum sem gerðar verða á skipulagi stjórnarráðsins og flutning verkefna á milli ráðuneyta. „Ráðgert er að breytingar á skipulagi og verkefnum ráðuneyta taki gildi 1. mars nk. en tillaga til þingsályktunar um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands verður lögð fyrir Alþingi í janúar. Forsetaúrskurður um skiptingu starfa ráðherra endurspeglar verkaskiptingu ráðuneyta eins og hún verður eftir breytingarnar sem taka gildi 1. mars nk. Þannig taka ráðherrar nú þegar við öllum þeim málaflokkum sem munu heyra undir ráðuneyti þeirra eftir að breytingarnar taka gildi,” segir í tilkynningunni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hyggst skoða með hvaða hætti hægt sé að efla ráðuneytið á sviði varnarmála og netöryggismála.Vísir/Vilhelm „Á meðan Alþingi fjallar um þingsályktunartillögu um fækkun ráðuneyta og breytt heiti sumra þeirra munu ráðuneytin starfa óbreytt. Samt sem áður fá hinir nýju ráðherrar þegar í stað ábyrgð á stjórnarmálefnum í samræmi við þá skipan sem fyrirhuguð er. Þannig mun atvinnuvegaráðherra fara með matvælaráðuneytið og viðskipti, iðnað og neytendamál í menningar- og viðskiptaráðuneytinu svo dæmi sé tekið. Þegar þingsályktunin hefur verið afgreidd verða gefnir út forsetaúrskurðir um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti annars vegar og um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands hins vegar. Í síðarnefnda úrskurðinum verða málefni færð til í samræmi við fækkun ráðuneyta og nýjar áherslur í starfsemi sumra þeirra.“ Breytingar í öllum ráðuneytum nema tveimur Kristrún Frostadóttir tekur fyrst við lyklum að forsætisráðuneytinu af Bjarna Benediktssyni klukkan eitt á morgun og síðan mæta ráðherrarnir hver af öðrum í sitt ráðuneyti til að taka við lyklum eitthvað fram eftir degi. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, en nokkrar breytingar verða gerðar á því ráðuneyti sem hún tekur við.Vísir/Vilhelm Hér að neðan er að finna nánari upplýsingar um þær breytingar sem gerðar verða á skipan ráðuneyta að því er greint er frá í tilkynningu forsætisráðuneytisins. Líkt og sjá má er aðeins gert ráð fyrir að verkefni tveggja ráðuneyta verði óbreytt en breytingarnar eru þó mis miklar eftir ráðuneytum. Forsætisráðuneyti Verkefni ráðuneytisins verða óbreytt. Atvinnuvegaráðuneyti Breytt heiti á matvælaráðuneyti. Viðskipti, neytendamál og ferðamál færast til ráðuneytisins frá menningar- og viðskiptaráðuneyti. Iðnaður færist til ráðuneytisins frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti. Skógrækt og landgræðsla auk dýravelferðar færast frá ráðuneytinu til umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytis. Dómsmálaráðuneyti Jafnréttismál og mannréttindamál færast til ráðuneytisins frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Félags- og húsnæðismálaráðuneyti Breytt heiti á félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Öldrunarþjónusta færist til ráðuneytisins frá heilbrigðisráðuneyti og húsnæðismál og skipulagsmál færast til ráðuneytisins frá innviðaráðuneyti. Jafnréttismál og mannréttindamál færast frá ráðuneytinu til dómsmálaráðuneytis og framhaldsfræðsla og málefni Fræðslusjóðs færast frá ráðuneytinu til mennta- og barnamálaráðuneytis. Fjármála- og efnahagsráðuneyti Verkefni ráðuneytisins verða óbreytt. Heilbrigðisráðuneyti Öldrunarþjónusta færist frá ráðuneytinu til félags- og húsnæðismálaráðuneytis. Menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðuneyti Breytt heiti á háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti. Menning og fjölmiðlar færast til ráðuneytisins frá menningar- og viðskiptaráðuneyti en fjarskipti færast frá ráðuneytinu til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Mennta- og barnamálaráðuneyti Framhaldsfræðsla og málefni Fræðslusjóðs færast til ráðuneytisins frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti Breytt heiti á innviðaráðuneyti. Fjarskipti færast til ráðuneytisins frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti en húsnæðismál og skipulagsmál færast frá ráðuneytinu til félags- og húsnæðismálaráðuneytis. Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneyti Skógrækt og landgræðsla auk dýravelferðar færast til ráðuneytisins frá matvælaráðuneyti. Utanríkisráðuneyti Skoðað verður með hvaða hætti hægt sé að efla ráðuneytið á sviði varnarmála og netöryggismála og þar m.a. litið til mögulegs flutnings verkefna á því sviði til ráðuneytisins.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira