Í grunninn varðar málið stefnu Innes ehf. á hendur Samkeppniseftirlitinu. Héraðsdómur felldi úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að verða ekki við kröfu Innes um inngrip í háttsemi framleiðendafélaga vegna þess að dómurinn taldi búvörulögin ekki hafa verið samþykkt á stjórnskipulegan hátt.
Það var mat dómsins að frumvarpið hafi ekki hlotið nægjanlega margar umræður í þinginu. Upprunalega frumvarpið og það sem var að lokum samþykkt á Alþingi hafi verið of ólík, og endanlega frumvarpið einungis hlotið eina umræðu.
Í ákvörðun Hæstaréttar um að taka málið fyrir segir að það geti haft fordæmisgildi og verulega almenna þýðingu, meðal annars um túlkun á stjórnarskránni og endurskoðunarvaldi dómstóla á stjórnskipulegu gildi laga. Þá þóttu aðstæður til þess að málinu yrði áfrýjað beint til Hæstaréttar og því var áfrýjunarleyfi samþykkt.
Samkeppniseftirlitið hlaut þetta áfýjunarleyfi. Fjórir aðrir lögaðilar, Neytendasamtökin, Búsæld ehf., Kaupfélag Skagfirðinga og íslenska ríkið sóttu líka um áfrýjunarleyfi, í sitthvoru lagi.
Niðurstaða Hæstaréttar var sú að dómarar málsins myndu ákveða hvort þáttur þeirra yrði líka tekin fyrir í sama máli.