Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Valur Páll Eiríksson skrifar 28. desember 2024 09:49 Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. Vísir/Einar Víkingar leita nú vallar erlendis fyrir heimaleik liðsins við Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar í febrúar. Ljóst er að leiga á slíkum velli verður ekki ódýr. Víkingur mætir Panathinaikos heima í fyrri leik liðanna 13. febrúar næst komandi en ljóst er að sá leikur verður þrátt fyrir það að heiman. En hvað veldur því að Víkingar gátu leikið hér á landi fyrir áramót en ekki eftir þau? „Nú erum við komnir lengra í keppninni og UEFA setur frekari skorður, sem er helst flóðlýsing á Kópavogsvelli. Þeir eru náttúrulega búnir að selja réttinn að öllum þessum leikjum og að byrja leik klukkan 13 eða 14 í Kópavogi í febrúar er ekki fýsilegt og kannski ómögulegt af því að febrúar er oft veðurfarslega erfiður mánuður,“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, í samtali við Stöð 2. Leita gervigrass á Norðurlöndum Færeyjar voru fyrsti kostur Víkinga en sá gekk ekki upp vegna ótraustra flugsamgangna. Vellir á Skandinavíu eru helst til skoðunar og þá vilja Víkingar spila á gervigrasi. „Gervigras er alltaf fyrsti kosturinn fyrir okkur og við munum stíla inn á það. Ég held við séum að leita að staðsetningu sem er með þægilegar samgöngur héðan frá Íslandi. Þá er maður að horfa í kringum Kaupmannahöfn, Stokkhólm eða Osló eða eitthvað slíkt,“ „Það er það sem við erum að ræða eða ætlum að fara að ræða. Ég er búinn að taka tvö símtöl í morgun en það er erfitt að ná í fólk, það eru allir í fríi,“ segir Haraldur. Mikið hefur verið rætt um peningana sem Víkingar hafa unnið sér inn en ljóst er að drjúgur hluti fer í leigu á fótboltavelli og öryggisgæslu og öllu sem fylgir svo stórum viðburði. „Þetta mun kosta einhverja tugi milljóna, þetta ævintýri, þessir tveir leikir,“ segir Haraldur. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Sjá meira
Víkingur mætir Panathinaikos heima í fyrri leik liðanna 13. febrúar næst komandi en ljóst er að sá leikur verður þrátt fyrir það að heiman. En hvað veldur því að Víkingar gátu leikið hér á landi fyrir áramót en ekki eftir þau? „Nú erum við komnir lengra í keppninni og UEFA setur frekari skorður, sem er helst flóðlýsing á Kópavogsvelli. Þeir eru náttúrulega búnir að selja réttinn að öllum þessum leikjum og að byrja leik klukkan 13 eða 14 í Kópavogi í febrúar er ekki fýsilegt og kannski ómögulegt af því að febrúar er oft veðurfarslega erfiður mánuður,“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, í samtali við Stöð 2. Leita gervigrass á Norðurlöndum Færeyjar voru fyrsti kostur Víkinga en sá gekk ekki upp vegna ótraustra flugsamgangna. Vellir á Skandinavíu eru helst til skoðunar og þá vilja Víkingar spila á gervigrasi. „Gervigras er alltaf fyrsti kosturinn fyrir okkur og við munum stíla inn á það. Ég held við séum að leita að staðsetningu sem er með þægilegar samgöngur héðan frá Íslandi. Þá er maður að horfa í kringum Kaupmannahöfn, Stokkhólm eða Osló eða eitthvað slíkt,“ „Það er það sem við erum að ræða eða ætlum að fara að ræða. Ég er búinn að taka tvö símtöl í morgun en það er erfitt að ná í fólk, það eru allir í fríi,“ segir Haraldur. Mikið hefur verið rætt um peningana sem Víkingar hafa unnið sér inn en ljóst er að drjúgur hluti fer í leigu á fótboltavelli og öryggisgæslu og öllu sem fylgir svo stórum viðburði. „Þetta mun kosta einhverja tugi milljóna, þetta ævintýri, þessir tveir leikir,“ segir Haraldur. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Sjá meira