Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Kristján Már Unnarsson skrifar 1. janúar 2025 16:52 Ísþoka stígur upp af Elliðaám ofan Vatnsveitubrúar. Sólin rétt gægist upp fyrir sjóndeildarhringinn. KMU Ísþoka steig upp af Elliðaánum í Víðidal í dag og hrímaði trjágróður meðfram ánni. Þar mældist frostið 21,1 gráða á opinberri mælistöð Veðurstofunnar og reyndist þetta kaldasti staður á láglendi Íslands í dag. Venjulega er talað um þetta fyrirbæri sem hrímþoku. Þegar frostið fer hins vegar niður fyrir tuttugu gráður kallast hún ísþoka. Daginn hefur núna lengt um átján mínútur frá vetrarsólstöðum.KMU Á Þingvöllum mældist frost álíka mikið, eða 20,7 gráður. Á Sandskeiði mældist frost 19,3 gráður, samkvæmt tölum Veðurstofunnar. Athyglisvert er að allir köldustu staðirnir í dag eru suðvestanlands og sá allra kaldasti milli fjölmennra íbúðahverfa í Reykjavík, Breiðholtshverfis og Árbæjarhverfis. Á einni veðurstöð á hálendinu mældist örlítið meira frost, Kolku við Kjalveg norðan Langjökuls. Þar mældist mest frost 21,2 gráður í dag. Hestamenn á ferð um Víðidal í dag. Hesthúsahverfi Fáks í baksýn.KMU Þrátt fyrir kuldann mátti sjá marga á ferð um stígakerfi Elliðaárdals í dag, bæði gangandi vegfarendur um göngustíga og hestamenn á fjórfætlingum á reiðstígum. Margir stöldruðu við til að dáðst að fegurðinni sem ísþokan og hrímhvítur trjágróður mynduðu meðfram bökkum Elliðaáa. Sól var hæst á lofti í Reykjavík í dag klukkan 13:31 og náði þá aðeins 3,1 gráðu upp fyrir sjóndeildarhringinn. Sólargeislarnir minntu mannfólkið samt á að sól er tekin að hækka á lofti og daginn að lengja. Hrímhvít tré við Elliðaár hjá Blásteini neðan Vatnsveitubrúar.KMU Þannig nutu menn dagsbirtu í borginni í dag um 18 mínútum lengur en á vetrarsólstöðum þann 21. desember. Sólin kom upp í Reykjavík klukkan 11:19 og settist hún klukkan 15:44, samkvæmt tímatalsvefnum Time and Date. Lengingu dagsins þessa fyrstu daga er stundum líkt við hænufet, svo lítil er hún. Upp úr þessu fer daginn þó að lengja hraðar, til dæmis um þrjár mínútur á morgun. Á þrettándann, 6. janúar, verður lenging dagsbirtunnar milli daga komin yfir fjórar mínútur í Reykjavík. Veður Reykjavík Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Venjulega er talað um þetta fyrirbæri sem hrímþoku. Þegar frostið fer hins vegar niður fyrir tuttugu gráður kallast hún ísþoka. Daginn hefur núna lengt um átján mínútur frá vetrarsólstöðum.KMU Á Þingvöllum mældist frost álíka mikið, eða 20,7 gráður. Á Sandskeiði mældist frost 19,3 gráður, samkvæmt tölum Veðurstofunnar. Athyglisvert er að allir köldustu staðirnir í dag eru suðvestanlands og sá allra kaldasti milli fjölmennra íbúðahverfa í Reykjavík, Breiðholtshverfis og Árbæjarhverfis. Á einni veðurstöð á hálendinu mældist örlítið meira frost, Kolku við Kjalveg norðan Langjökuls. Þar mældist mest frost 21,2 gráður í dag. Hestamenn á ferð um Víðidal í dag. Hesthúsahverfi Fáks í baksýn.KMU Þrátt fyrir kuldann mátti sjá marga á ferð um stígakerfi Elliðaárdals í dag, bæði gangandi vegfarendur um göngustíga og hestamenn á fjórfætlingum á reiðstígum. Margir stöldruðu við til að dáðst að fegurðinni sem ísþokan og hrímhvítur trjágróður mynduðu meðfram bökkum Elliðaáa. Sól var hæst á lofti í Reykjavík í dag klukkan 13:31 og náði þá aðeins 3,1 gráðu upp fyrir sjóndeildarhringinn. Sólargeislarnir minntu mannfólkið samt á að sól er tekin að hækka á lofti og daginn að lengja. Hrímhvít tré við Elliðaár hjá Blásteini neðan Vatnsveitubrúar.KMU Þannig nutu menn dagsbirtu í borginni í dag um 18 mínútum lengur en á vetrarsólstöðum þann 21. desember. Sólin kom upp í Reykjavík klukkan 11:19 og settist hún klukkan 15:44, samkvæmt tímatalsvefnum Time and Date. Lengingu dagsins þessa fyrstu daga er stundum líkt við hænufet, svo lítil er hún. Upp úr þessu fer daginn þó að lengja hraðar, til dæmis um þrjár mínútur á morgun. Á þrettándann, 6. janúar, verður lenging dagsbirtunnar milli daga komin yfir fjórar mínútur í Reykjavík.
Veður Reykjavík Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira