Verkfall kennara hefst að nýju um næstu mánaðarmót verði ekki samið fyrir þann tíma. Formaður Kennarasambandsins mætir til okkar í myndver og fer yfir stöðuna í deilunni.
Þá skoðum við hvað verður um flugeldaruslið eftir áramótin, heyrum frá blaðamannafundi um árásina í New Orleans, kíkjum í svokallaða kuldaþjálfun í Nauthólsvík í beinni og hittum nýjan þjálfara karlaliðs Hauka í körfubolta.
Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 1830.