Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Jakob Bjarnar skrifar 3. janúar 2025 16:48 Skúli Gunnar Sigfússon fjárfestir er hugsi yfir milljónunum sem fóru í auglýsingu fyrir Keflavíkurflugvöll. Vísir/GVA Skúli Gunnar Sigfússon, fjárfestir og einn hluthafa í Isavia ohf. líkt og allir Íslendinga eins og hann titlar sig að gefnu tilefni, ritar grein á Vísi þar sem hann furðar sig á óráðsíu Isavia ohf. Deildarstjóri hafnar því að almannafé fari í auglýsinguna sem fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli fjármagni. Skúli rekur í upphafi greinar sinnar þá staðreynd að Isavia sé í eigu okkar allra og þar af leiðandi eigi almenningur þá fjármuni sem þar er höndlað með. Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia. Ef marka má greinaskrif Skúla Gunnars hefur hann úr talsverðum fjármunum að spila og sitthvað er að opna eigið veski en veski almennings.vísir/vilhelm „Mig rak því í rogastans þegar ég sá að Isavia hafði látið framleiða eina lengstu auglýsingu sem ég hef nokkurn tímann séð í sjónvarpi á Íslandi og lét birta hana í dýrasta auglýsingatíma sem til er í íslenskum fjölmiðlum, fyrir áramótaskaup RÚV á liðnu gamlárskvöldi,“ segir Skúli í pistli sínum sem þegar hefur vakið mikla athygli. Eins og Vísir hefur farið gaumgæfilega yfir hefur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur auglýst sérstaklega eftir sparnaðarráðum og má líta á ábendingu Skúla sem lið í því. Isavia ohf. birti skömmu fyrir Skaup ímyndarauglýsingu um Keflavíkurflugvöll sem er hátt í tvær mínútur að lengd. Skúli fullyrðir að sú eina birting hafi kostaði Isavia rétt rúmar 3 milljónir króna og hann giskar á að framleiðslan hafi kostað annað eins. „Á sama tíma birti Icelandair, sem hefur þurft að huga að hverri krónu í rekstri sínum, eldri auglýsingu sem við höfum séð áður. Einkafyrirtækið sýndi ráðdeild en opinbera fyrirtækið tók bara upp veski almennings. Auglýsingin var aftur sýnd á RÚV á nýársdag og mun væntanlega birtast í styttri útgáfu næstu daga.“ Í auglýsingunni má meðal annars sjá rithöfundinn Halldór Armand velta fyrir sér næstu setningu í texta sínum. Skúli veltir fyrir sér því fyrir hvern auglýsingin sé hugsuð? Gefa megi sér að allir þeir sem horfðu á Skaupið séu Íslendingar og þeir hafi ekki um aðra flugvelli að velja en Keflavíkurflugvöll. „Getur verið að markaðsdeild Isavia sé svo umhugað um að réttlæta tilveru sína að hún hafi látið búa til þennan furðulega gjörning? Ég hef ekki hugmynd um ástæðuna og spyr því stjórnendur Isavia hreint út: Hver er tilgangurinn með að eyða almannafé í þessa auglýsingu? Eigum við von á reglulegum tveggja mínútna auglýsingum frá ríkisfyrirtækjum í dýrustu auglýsingatímum ljósvakamiðla?“ Ljóst er að margir hafa tekið Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á orðinu og gefa nú sparnaðarráð eins og þeir eru langir til. Sumir með beinum hætti á samráðsgátt, aðrir í greinaskrifum líkt og Skúli eða pistlaskrifum á Facebook, eins og Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðingur en hann hvetur ríkið til að fækka dómurum við hæstarétt. Ekki opinbert fé sem fari í auglýsinguna Jón Cleon, deildarstjóri hjá Isavia sem sér um markaðsmál og upplifun, þvertekur fyrir að almenningur standi kostnað af auglýsingunni. „Auglýsingin var ekki fjármögnuð með opinberum fjármunum heldur úr sameiginlegum markaðssjóði sem allir rekstraraðilar á vellinum leggja til,“ segir Jón. Hann vísar til tilkynningar á heimasíðu Keflavíkurflugvallar, sem Isavia heldur úti, þar sem fjallað er um auglýsinguna. „Á síðustu árum hefur verið unnið markvisst að þróun Keflavíkurflugvallar. Hún snýst um að bæta aðstöðuna á vellinum til að tryggja gestum hans enn betri þjónustu og upplifun. Hluti af þessari þróun hefur verið opnun nýrra verslana og veitingastaða, auk uppfærslu á þeim sem fyrir eru, til þess að mæta betur fjölbreyttum þörfum gesta flugvallarins,“ segir í tilkynningunni. Á Keflavíkurflugvelli starfi fjöldi fyrirtækja sem reki fjölbreytta flóru verslana og veitingastaða. Í gegnum tíðina hafi þessi fyrirtæki staðið saman að því að markaðssetja sína þjónustu á vettvangi Markaðsráðs Keflavíkurflugvallar. „Markaðsráð Keflavíkurflugvallar og fyrirtækin sem að því standa eru stolt af þeirri þróun sem hefur átt sér stað á vellinum að undanförnu. Okkur finnst því mikilvægt að vekja athygli á því sem Keflavíkurflugvöllur hefur upp á að bjóða. Að þar sé hægt að gefa sér tíma til að njóta og slaka á áður en farið er á loft. Þetta höfum við gert með markaðsátaki undir yfirskriftinni: KEF – þar sem sögur fara á flug. Liður í því er meðal annars auglýsing sem birt var á undan áramótaskaupi Sjónvarpsins. Hún, auk fleiri aðgerða, miðar að því að styrkja Keflavíkurflugvöll sem áfangastað – stað þar sem farþegar vilja staldra við og njóta.“ Fyrirtækin sem komi að markaðsráðinu standi saman að þessari kynningu og fjármögnun hennar. Þetta fyrirkomulag hafi lengi tíðkast á Keflavíkurflugvelli og einnig í verslunarmiðstöðvum eins og Kringlunni og Smáralind. „Á sama tíma erum við meðvituð um að á flugvelli þarf alltaf að vinna að því að gera enn betur. Þess vegna höfum við unnið ötullega undanfarin ár í að móta framtíðina. Ávinningur af þeirri vinnu er byrjaður að koma í ljós með meira rými og bættri aðstöðu. Á nýju ári munu gestir flugvallarins finna enn betur fyrir þessum breytingum.“ Fréttin var uppfærð með skýringum Isavia. Rekstur hins opinbera Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Sjá meira
Skúli rekur í upphafi greinar sinnar þá staðreynd að Isavia sé í eigu okkar allra og þar af leiðandi eigi almenningur þá fjármuni sem þar er höndlað með. Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia. Ef marka má greinaskrif Skúla Gunnars hefur hann úr talsverðum fjármunum að spila og sitthvað er að opna eigið veski en veski almennings.vísir/vilhelm „Mig rak því í rogastans þegar ég sá að Isavia hafði látið framleiða eina lengstu auglýsingu sem ég hef nokkurn tímann séð í sjónvarpi á Íslandi og lét birta hana í dýrasta auglýsingatíma sem til er í íslenskum fjölmiðlum, fyrir áramótaskaup RÚV á liðnu gamlárskvöldi,“ segir Skúli í pistli sínum sem þegar hefur vakið mikla athygli. Eins og Vísir hefur farið gaumgæfilega yfir hefur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur auglýst sérstaklega eftir sparnaðarráðum og má líta á ábendingu Skúla sem lið í því. Isavia ohf. birti skömmu fyrir Skaup ímyndarauglýsingu um Keflavíkurflugvöll sem er hátt í tvær mínútur að lengd. Skúli fullyrðir að sú eina birting hafi kostaði Isavia rétt rúmar 3 milljónir króna og hann giskar á að framleiðslan hafi kostað annað eins. „Á sama tíma birti Icelandair, sem hefur þurft að huga að hverri krónu í rekstri sínum, eldri auglýsingu sem við höfum séð áður. Einkafyrirtækið sýndi ráðdeild en opinbera fyrirtækið tók bara upp veski almennings. Auglýsingin var aftur sýnd á RÚV á nýársdag og mun væntanlega birtast í styttri útgáfu næstu daga.“ Í auglýsingunni má meðal annars sjá rithöfundinn Halldór Armand velta fyrir sér næstu setningu í texta sínum. Skúli veltir fyrir sér því fyrir hvern auglýsingin sé hugsuð? Gefa megi sér að allir þeir sem horfðu á Skaupið séu Íslendingar og þeir hafi ekki um aðra flugvelli að velja en Keflavíkurflugvöll. „Getur verið að markaðsdeild Isavia sé svo umhugað um að réttlæta tilveru sína að hún hafi látið búa til þennan furðulega gjörning? Ég hef ekki hugmynd um ástæðuna og spyr því stjórnendur Isavia hreint út: Hver er tilgangurinn með að eyða almannafé í þessa auglýsingu? Eigum við von á reglulegum tveggja mínútna auglýsingum frá ríkisfyrirtækjum í dýrustu auglýsingatímum ljósvakamiðla?“ Ljóst er að margir hafa tekið Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á orðinu og gefa nú sparnaðarráð eins og þeir eru langir til. Sumir með beinum hætti á samráðsgátt, aðrir í greinaskrifum líkt og Skúli eða pistlaskrifum á Facebook, eins og Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðingur en hann hvetur ríkið til að fækka dómurum við hæstarétt. Ekki opinbert fé sem fari í auglýsinguna Jón Cleon, deildarstjóri hjá Isavia sem sér um markaðsmál og upplifun, þvertekur fyrir að almenningur standi kostnað af auglýsingunni. „Auglýsingin var ekki fjármögnuð með opinberum fjármunum heldur úr sameiginlegum markaðssjóði sem allir rekstraraðilar á vellinum leggja til,“ segir Jón. Hann vísar til tilkynningar á heimasíðu Keflavíkurflugvallar, sem Isavia heldur úti, þar sem fjallað er um auglýsinguna. „Á síðustu árum hefur verið unnið markvisst að þróun Keflavíkurflugvallar. Hún snýst um að bæta aðstöðuna á vellinum til að tryggja gestum hans enn betri þjónustu og upplifun. Hluti af þessari þróun hefur verið opnun nýrra verslana og veitingastaða, auk uppfærslu á þeim sem fyrir eru, til þess að mæta betur fjölbreyttum þörfum gesta flugvallarins,“ segir í tilkynningunni. Á Keflavíkurflugvelli starfi fjöldi fyrirtækja sem reki fjölbreytta flóru verslana og veitingastaða. Í gegnum tíðina hafi þessi fyrirtæki staðið saman að því að markaðssetja sína þjónustu á vettvangi Markaðsráðs Keflavíkurflugvallar. „Markaðsráð Keflavíkurflugvallar og fyrirtækin sem að því standa eru stolt af þeirri þróun sem hefur átt sér stað á vellinum að undanförnu. Okkur finnst því mikilvægt að vekja athygli á því sem Keflavíkurflugvöllur hefur upp á að bjóða. Að þar sé hægt að gefa sér tíma til að njóta og slaka á áður en farið er á loft. Þetta höfum við gert með markaðsátaki undir yfirskriftinni: KEF – þar sem sögur fara á flug. Liður í því er meðal annars auglýsing sem birt var á undan áramótaskaupi Sjónvarpsins. Hún, auk fleiri aðgerða, miðar að því að styrkja Keflavíkurflugvöll sem áfangastað – stað þar sem farþegar vilja staldra við og njóta.“ Fyrirtækin sem komi að markaðsráðinu standi saman að þessari kynningu og fjármögnun hennar. Þetta fyrirkomulag hafi lengi tíðkast á Keflavíkurflugvelli og einnig í verslunarmiðstöðvum eins og Kringlunni og Smáralind. „Á sama tíma erum við meðvituð um að á flugvelli þarf alltaf að vinna að því að gera enn betur. Þess vegna höfum við unnið ötullega undanfarin ár í að móta framtíðina. Ávinningur af þeirri vinnu er byrjaður að koma í ljós með meira rými og bættri aðstöðu. Á nýju ári munu gestir flugvallarins finna enn betur fyrir þessum breytingum.“ Fréttin var uppfærð með skýringum Isavia.
Rekstur hins opinbera Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Sjá meira