Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Bjarki Sigurðsson skrifar 4. janúar 2025 18:57 Heiður Hjaltadóttir, móðir Hjalta Þórs Ísleifssonar. Vísir/RAX Fyrstu styrkirnir úr minningarsjóði Hjalta Þórs Ísleifssonar voru veittir í dag. Móðir Hjalta segir það hafa verið sér mikilvægt að andlát hans yrði einhverjum til gagns. Fallegt hafi verið að heyra vini og kollega minnast Hjalta við afhendinguna. Hjalti Þór var í doktorsnámi í Sviss þar sem hann fannst látinn á heimili sínu í desember 2023 eftir að hafa svipt sig lífi. Hann var 27 ára og kom andlát hans fjölskyldu og vinum algjörlega í opna skjöldu. „Bara strax einum tveimur dögum seinna, fékk ég þá flugu í höfuðið að þessi dauði yrði að vera einhverjum til gagns. Og mér fannst mjög mikilvægt að við myndum búa til sjóð og minnast hans. Nota pening úr sjóðnum til þess að styrkja efnilega stærðfræðinema til frekara náms,“ segir Heiður Hjaltadóttir, móðir Hjalta Þórs. Minningarsjóðurinn styrkti tvo stærðfræðinema til framhaldsnáms í dag. Stærðfræðin átti hug og hjarta Hjalta Þórs. „Það snerist allt um stærðfræði. Ef það var ekki hægt að reikna það, þá bara var það ekki. Þú fórst ekkert í rökræður við Hjalta. Þú sagðir ekkert af því bara þegar hann var lítill, það bara virkaði ekki. Þú þurftir alltaf að segja nákvæmlega af hverju, hvers vegna og svoleiðis,“ segir Heiður. Miklu klárari en hún gerði sér grein fyrir Hjalti Þór var vinamargur og snerti líf flestra sem hann kynntist. Hann vildi alltaf láta gott af sér leiða og bar hag annarra fyrir brjósti. Yfir hundrað manns mættu á athöfnina, fjölskylda, vinir hans úr skóla, fyrrverandi kennarar og samstarfsfélagar. „Bara hvað hann var ótrúlega klár, miklu miklu klárari en ég sem mamma hans gerði mér grein fyrir. Þetta var bara strákurinn minn og ég vissi alveg að hann væri klár. Eldklár í skóla og allt það en ég vissi ekki að hann væri alveg svona klár. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós eftir því sem maður hittir fleiri sem þekktu hann,“ segir Heiður. Geðheilbrigði Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Sjá meira
Hjalti Þór var í doktorsnámi í Sviss þar sem hann fannst látinn á heimili sínu í desember 2023 eftir að hafa svipt sig lífi. Hann var 27 ára og kom andlát hans fjölskyldu og vinum algjörlega í opna skjöldu. „Bara strax einum tveimur dögum seinna, fékk ég þá flugu í höfuðið að þessi dauði yrði að vera einhverjum til gagns. Og mér fannst mjög mikilvægt að við myndum búa til sjóð og minnast hans. Nota pening úr sjóðnum til þess að styrkja efnilega stærðfræðinema til frekara náms,“ segir Heiður Hjaltadóttir, móðir Hjalta Þórs. Minningarsjóðurinn styrkti tvo stærðfræðinema til framhaldsnáms í dag. Stærðfræðin átti hug og hjarta Hjalta Þórs. „Það snerist allt um stærðfræði. Ef það var ekki hægt að reikna það, þá bara var það ekki. Þú fórst ekkert í rökræður við Hjalta. Þú sagðir ekkert af því bara þegar hann var lítill, það bara virkaði ekki. Þú þurftir alltaf að segja nákvæmlega af hverju, hvers vegna og svoleiðis,“ segir Heiður. Miklu klárari en hún gerði sér grein fyrir Hjalti Þór var vinamargur og snerti líf flestra sem hann kynntist. Hann vildi alltaf láta gott af sér leiða og bar hag annarra fyrir brjósti. Yfir hundrað manns mættu á athöfnina, fjölskylda, vinir hans úr skóla, fyrrverandi kennarar og samstarfsfélagar. „Bara hvað hann var ótrúlega klár, miklu miklu klárari en ég sem mamma hans gerði mér grein fyrir. Þetta var bara strákurinn minn og ég vissi alveg að hann væri klár. Eldklár í skóla og allt það en ég vissi ekki að hann væri alveg svona klár. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós eftir því sem maður hittir fleiri sem þekktu hann,“ segir Heiður.
Geðheilbrigði Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Sjá meira