Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Lovísa Arnardóttir skrifar 7. janúar 2025 10:04 Maðurinn fékk ekki vinnuna en leitaði til umboðsmanns vegna ráðningarferilsins. Vísir/Getty Umboðsmaður Alþingis mælist til þess að framhaldsskóli gefi alltaf umsækjendum tækifæri til að bregðast við umsögnum sem er aflað um þá í ráðningarferli. Það kemur fram í nýju áliti umboðsmanns sem skrifað er í tilefni af kvörtun kennara til umboðsmanns sem var ósáttur við það að fá ekki tækifæri til að bregðast við umsögnum þegar hann var í ráðningarferli hjá nýjum skóla. Hann var ekki ráðinn vegna þessara umsagna. Fram kemur í álitinu að starfið hafi verið auglýst og að sjö hafi sótt um. Kennarinn leitaði til umboðsmanns í október 2023 eftir að hafa fengið tilkynningu í maí að hann hefði ekki verið ráðinn. Hann óskaði útskýringa samdægurs og bárust þær daginn eftir. Þá óskaði hann eftir því að fá öll gögn málsins afhent en fékk þau ekki. Hann leitaði svo til umboðsmanns í október. Þar kemur einnig fram að ráðningarferlið hafi farið þannig fram að skólameistarinn og aðstoðarskólameistarinn hafi lagt mat á umsóknir eftir að þær bárust. Að því loknu voru fimm umsækjendur taldir uppfylla lágmarksskilyrði og kennslureynslu og í kjölfarið aflað umsagna um alla fimm. Aflað var umsagna frá tveimur síðustu vinnustöðum kennarans en þó ekki rætt við þá starfsmenn sem hann tilgreindi í umsókn sinni vegna þess að ekki náðist í þá. Umsagnir þeirra voru á þessa vegu: Vænsti maður en gekk ekki kennslulega Fyrri umsagnaraðili, konrektor, sagði kennarann vera „vænsta mann“ en að „kennslulega hafi þetta ekki gengið upp“. Þá greindi hann frá því að við hann hafi verið gerður starfslokasamningur en vildi ekki fara nánar út í það hvers vegna. Kristín Benediktsdóttir er umboðsmaður Alþingis.Umboðsmaður Alþingis Seinni umsagnaraðili, skólameistari, sagði kennarann ekki hafa hentað sem kennara en vildi ekki fara nánar út í það. Sagði það tengjast kennslu í ótilgreindu fagi sem hann hafi ekki verið fær um að kenna. Eftir að skólameistarinn ræddi við þessa tvo aðila var ákveðið að bjóða kennaranum ekki starfsviðtal. Í áliti umboðsmanns kemur fram að skólameistari skólans taldi óþarft að leita viðbragða hjá honum við umsögnum fyrri vinnuveitenda í ljósi þess að samið hafði verið um starfslok hans vegna framgöngu hans í kennslu. Skólameistarinn segir í skýringum sínum að viðbrögð kennarans hefðu ekki skipt máli í ráðningarferlinu. Umboðsmaður telur hins vegar að kvörtun kennarans hafi átt við rök að styðjast. Skólameistarinn hafi ekki leitað eftir frekari upplýsingum um starfslokin og því væri ekki séð hvernig hann hefði getað dregið ályktanir um hæfni kennarans í starfinu sem hafði verið auglýst. Í áliti umboðsmanns segir að hann hefði átt að láta kennarann vita af þessum gögnum sem hann fékk og gefa honum kost á að tjá sig um það. Það hefði síðan getað gefið tilefni til að afla frekari upplýsinga. Hefðu átt að kynna kennaranum niðurstöðurnar Umboðsmaður segir ljóst að þessar upplýsingar hafi haft „verulega þýðingu“ fyrir niðurstöðu málsins og hafi verið metnar kennaranum í óhag. „Ekki varð séð að afstaða hans til þýðingar starfslokanna fyrir hæfni hans til að sinna starfinu og rök fyrir þeirri afstöðu hefðu legið skýrlega fyrir í gögnum málsins. Þá fékk umboðsmaður ekki séð hvernig skólameistari gat dregið efnislegar ályktanir af þessum almennu upplýsingum um hæfni A til að takast á hendur þau störf sem hann sótti um með tilliti til þeirra sjónarmiða og hæfnikrafna sem lagðar voru til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starfið.“ Umboðsmaður telur því að skólameistari hefði átt að kynna kennaranum að í ráðningarferlinu hefðu þeim borist upplýsingar um að það hefði verið samið við hann um starfslok og gefa honum kost á að tjá sig um það. Það hefði svo getað gefið tilefni til frekari upplýsingaöflunar. Vegna þess að það var ekki gert telur umboðsmaður að málsmeðferð framhaldsskólans hafi ekki samræmst andmælareglu og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga og mælist til þess að framvegis verði tekið mið af því. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Skóla- og menntamál Vistaskipti Umboðsmaður Alþingis Framhaldsskólar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Fram kemur í álitinu að starfið hafi verið auglýst og að sjö hafi sótt um. Kennarinn leitaði til umboðsmanns í október 2023 eftir að hafa fengið tilkynningu í maí að hann hefði ekki verið ráðinn. Hann óskaði útskýringa samdægurs og bárust þær daginn eftir. Þá óskaði hann eftir því að fá öll gögn málsins afhent en fékk þau ekki. Hann leitaði svo til umboðsmanns í október. Þar kemur einnig fram að ráðningarferlið hafi farið þannig fram að skólameistarinn og aðstoðarskólameistarinn hafi lagt mat á umsóknir eftir að þær bárust. Að því loknu voru fimm umsækjendur taldir uppfylla lágmarksskilyrði og kennslureynslu og í kjölfarið aflað umsagna um alla fimm. Aflað var umsagna frá tveimur síðustu vinnustöðum kennarans en þó ekki rætt við þá starfsmenn sem hann tilgreindi í umsókn sinni vegna þess að ekki náðist í þá. Umsagnir þeirra voru á þessa vegu: Vænsti maður en gekk ekki kennslulega Fyrri umsagnaraðili, konrektor, sagði kennarann vera „vænsta mann“ en að „kennslulega hafi þetta ekki gengið upp“. Þá greindi hann frá því að við hann hafi verið gerður starfslokasamningur en vildi ekki fara nánar út í það hvers vegna. Kristín Benediktsdóttir er umboðsmaður Alþingis.Umboðsmaður Alþingis Seinni umsagnaraðili, skólameistari, sagði kennarann ekki hafa hentað sem kennara en vildi ekki fara nánar út í það. Sagði það tengjast kennslu í ótilgreindu fagi sem hann hafi ekki verið fær um að kenna. Eftir að skólameistarinn ræddi við þessa tvo aðila var ákveðið að bjóða kennaranum ekki starfsviðtal. Í áliti umboðsmanns kemur fram að skólameistari skólans taldi óþarft að leita viðbragða hjá honum við umsögnum fyrri vinnuveitenda í ljósi þess að samið hafði verið um starfslok hans vegna framgöngu hans í kennslu. Skólameistarinn segir í skýringum sínum að viðbrögð kennarans hefðu ekki skipt máli í ráðningarferlinu. Umboðsmaður telur hins vegar að kvörtun kennarans hafi átt við rök að styðjast. Skólameistarinn hafi ekki leitað eftir frekari upplýsingum um starfslokin og því væri ekki séð hvernig hann hefði getað dregið ályktanir um hæfni kennarans í starfinu sem hafði verið auglýst. Í áliti umboðsmanns segir að hann hefði átt að láta kennarann vita af þessum gögnum sem hann fékk og gefa honum kost á að tjá sig um það. Það hefði síðan getað gefið tilefni til að afla frekari upplýsinga. Hefðu átt að kynna kennaranum niðurstöðurnar Umboðsmaður segir ljóst að þessar upplýsingar hafi haft „verulega þýðingu“ fyrir niðurstöðu málsins og hafi verið metnar kennaranum í óhag. „Ekki varð séð að afstaða hans til þýðingar starfslokanna fyrir hæfni hans til að sinna starfinu og rök fyrir þeirri afstöðu hefðu legið skýrlega fyrir í gögnum málsins. Þá fékk umboðsmaður ekki séð hvernig skólameistari gat dregið efnislegar ályktanir af þessum almennu upplýsingum um hæfni A til að takast á hendur þau störf sem hann sótti um með tilliti til þeirra sjónarmiða og hæfnikrafna sem lagðar voru til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starfið.“ Umboðsmaður telur því að skólameistari hefði átt að kynna kennaranum að í ráðningarferlinu hefðu þeim borist upplýsingar um að það hefði verið samið við hann um starfslok og gefa honum kost á að tjá sig um það. Það hefði svo getað gefið tilefni til frekari upplýsingaöflunar. Vegna þess að það var ekki gert telur umboðsmaður að málsmeðferð framhaldsskólans hafi ekki samræmst andmælareglu og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga og mælist til þess að framvegis verði tekið mið af því. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Skóla- og menntamál Vistaskipti Umboðsmaður Alþingis Framhaldsskólar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira