Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar 8. janúar 2025 08:32 „Flokkur fólksins nær ekki inn á þing!“ var vinsæl fyrirsögn hjá fjölmiðlum í aðdraganda alþingiskosninganna árið 2021. Könnunarfyrirtækið Maskína birti reglulega kannanir sem spáðu að flokkurinn myndi ekki ná 5% fylgi í kosningunum. Ef svo hefði farið voru nær engar líkur á að flokkurinn fengi kjörinn þingmann. Ýmsir aðilar hvöttu kjósendur til að „sóa ekki atkvæði sínu“ í Flokk fólksins sem myndi hvort eð er ekki ná inn á þing og bentu á því til stuðnings niðurstöður skoðanakannanna Maskínu. Daginn fyrir kjördag mældi Maskína svo Flokk fólksins með 6,1% fylgi en upp úr kjörkössunum fékk flokkurinn hins vegar tæp 9 prósent atkvæða og sex kjördæmakjörna þingmenn. Flokkurinn var því vanmetinn um nær 44% í síðustu könnun Maskínu fyrir kjördag 2021. Sagan endurtók sig í Alþingiskosningunum 30. nóvember. Daginn fyrir kjördag birti Maskína könnun sem sýndi 9,1% fylgi Flokks fólksins, en upp úr kjörkössunum fékk flokkurinn tæp 14%. Flokkurinn var því vanmetinn um 52%. Fyrir skömmu birti Maskína fyrstu könnun sína eftir kosningar, þar sem fylgi Flokks fólksins mældist 10,6 prósent, eða 1,5 prósentum hærra en í síðustu könnun fyrir kjördag. Mætti því draga þá ályktun að stuðningur við flokkinn hefði aukist milli mánaða. Fyrirsögn Vísis og fréttastofu Stöðvar 2 var engu að síður: „Flokkur Fólksins dalar eftir kosningar.” En hvernig fékkst þessi fyrirsögn? Jú, nýjasta könnun Maskínu var nefnilega borin saman við það sem Flokkur Fólksins fékk upp úr kjörkössunum. Engin tilraun var gerð til að benda á raunverulega hækkun á mældu fylgi Flokks fólksins um 1,5 prósent á milli kannana, né var því veitt athygli að Maskína hefur ávallt vanmælt fylgi flokksins stórkostlega. Heldur var ýjað að því að kjósendur flokksins væru ósáttir við flokkinn og stjórnarmyndun. Það er bráðnauðsynlegt að auka bæði fagleg vinnubrögð mælingaraðila sem teikna ítrekað rammskakka mynd af almenningsáliti og samhliða því draga úr villandi fréttaflutningi. Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð á því hvernig fyrirsagnir og umfjöllun móta almenningsálit og þjóðfélagsumræðuna og ættu að vanda verulega til verka. Margir kjósendur kjósa nú taktískt, sem gerir það enn varhugaverðara að setja of mikið traust á könnunaraðila eins og Maskínu sem hafa ítrekað sýnt miklar skekkjur – bæði með ofmælingum og vanmælingum á stjórnmálaflokkum. Höfundur er framkvæmdastjóri Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
„Flokkur fólksins nær ekki inn á þing!“ var vinsæl fyrirsögn hjá fjölmiðlum í aðdraganda alþingiskosninganna árið 2021. Könnunarfyrirtækið Maskína birti reglulega kannanir sem spáðu að flokkurinn myndi ekki ná 5% fylgi í kosningunum. Ef svo hefði farið voru nær engar líkur á að flokkurinn fengi kjörinn þingmann. Ýmsir aðilar hvöttu kjósendur til að „sóa ekki atkvæði sínu“ í Flokk fólksins sem myndi hvort eð er ekki ná inn á þing og bentu á því til stuðnings niðurstöður skoðanakannanna Maskínu. Daginn fyrir kjördag mældi Maskína svo Flokk fólksins með 6,1% fylgi en upp úr kjörkössunum fékk flokkurinn hins vegar tæp 9 prósent atkvæða og sex kjördæmakjörna þingmenn. Flokkurinn var því vanmetinn um nær 44% í síðustu könnun Maskínu fyrir kjördag 2021. Sagan endurtók sig í Alþingiskosningunum 30. nóvember. Daginn fyrir kjördag birti Maskína könnun sem sýndi 9,1% fylgi Flokks fólksins, en upp úr kjörkössunum fékk flokkurinn tæp 14%. Flokkurinn var því vanmetinn um 52%. Fyrir skömmu birti Maskína fyrstu könnun sína eftir kosningar, þar sem fylgi Flokks fólksins mældist 10,6 prósent, eða 1,5 prósentum hærra en í síðustu könnun fyrir kjördag. Mætti því draga þá ályktun að stuðningur við flokkinn hefði aukist milli mánaða. Fyrirsögn Vísis og fréttastofu Stöðvar 2 var engu að síður: „Flokkur Fólksins dalar eftir kosningar.” En hvernig fékkst þessi fyrirsögn? Jú, nýjasta könnun Maskínu var nefnilega borin saman við það sem Flokkur Fólksins fékk upp úr kjörkössunum. Engin tilraun var gerð til að benda á raunverulega hækkun á mældu fylgi Flokks fólksins um 1,5 prósent á milli kannana, né var því veitt athygli að Maskína hefur ávallt vanmælt fylgi flokksins stórkostlega. Heldur var ýjað að því að kjósendur flokksins væru ósáttir við flokkinn og stjórnarmyndun. Það er bráðnauðsynlegt að auka bæði fagleg vinnubrögð mælingaraðila sem teikna ítrekað rammskakka mynd af almenningsáliti og samhliða því draga úr villandi fréttaflutningi. Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð á því hvernig fyrirsagnir og umfjöllun móta almenningsálit og þjóðfélagsumræðuna og ættu að vanda verulega til verka. Margir kjósendur kjósa nú taktískt, sem gerir það enn varhugaverðara að setja of mikið traust á könnunaraðila eins og Maskínu sem hafa ítrekað sýnt miklar skekkjur – bæði með ofmælingum og vanmælingum á stjórnmálaflokkum. Höfundur er framkvæmdastjóri Flokks fólksins.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun