Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar 8. janúar 2025 15:01 Elsku foreldrar. Ekki tala um „megrun“, „átak“ eða „samviskubit“ í tengslum við mataræði i návist minni. Ég er með lítil eyru en ég heyri ansi mikið. Kveðja, börnin. Núna þegar janúar, mánuður matarkúra, æfingaprógramma og samviskubits gengur í garð er vert að muna að börnin okkar og unglingar móta sínar hugmyndir um mat og hreyfingu með því að horfa til okkar, foreldra sinna. Við erum þeirra helstu fyrirmyndir og setjum fordæmi í tengslum við mataræði og hreyfingu. Ef þið eruð að taka ykkur á í mataræðinu, forðast ákveðnar fæðutegundir, í megrun eða fylgja matarkúr er mikilvægt að deila því sem allra minnst með barninu. Óöryggi í tengslum við mat og líkamsímynd getur smitast til barna og viðhaldist í mörg ár. Algengt er að foreldrar tali um mat með miklu samviskubiti t.d. með að „þurfa að taka sig á í ræktinni eftir allt jólaátið“ eða það sé að „svindla“ með því að borða ákveðnar fæðutegundir. Þesskonar umræða getur aukið líkur á að börn muni takmarka fæðuval sitt á einhvern hátt, jafnvel forðast ákveðnar fæðutegundir, upplifi sama samviskubit, verri líkamsímynd og fari að horfa á hreyfingu sem refsingu. Við viljum að þau læri sjálf inn á sinn líkama og þekki sín boð um svengd og seddu ásamt því hvaða matur fer vel í þau og hvaða matur ekki. Mikilvægt er að börn horfi á hreyfingu sem leið til að gera þau hraust og sterk og hún veiti þeim ánægju og gleði. Einnig að þau tengi mat við heilsu og vellíðan. Við erum að móta heilsuvenjur barnanna okkar til framtíðar. Tengjum umræðuna við heilbrigðar lífsvenjur. Verum góðar fyrirmyndir fyrir börnin okkar þegar það kemur að heilbrigðu líferni. Stundum hreyfingu sem okkur finnst skemmtileg og gerir okkur hraust. Tölum vel um allan mat, höfum ekki boð og bönn og of margar reglur í kringum mat. Tölum einnig vel um okkur sjálf og okkar líkama. Leggjum áherslu á að borða reglulega fjölbreyttan og heilsusamlegan mat, því við erum að leggja grunn að framtíð barnanna okkar og við viljum að þau kjósi sjálf heilbrigt líferni þegar þau verða sjálfstæð og stjórna sínum ákvörðunum. Höfundur er næringarfræðingur hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og doktorsnemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Elsku foreldrar. Ekki tala um „megrun“, „átak“ eða „samviskubit“ í tengslum við mataræði i návist minni. Ég er með lítil eyru en ég heyri ansi mikið. Kveðja, börnin. Núna þegar janúar, mánuður matarkúra, æfingaprógramma og samviskubits gengur í garð er vert að muna að börnin okkar og unglingar móta sínar hugmyndir um mat og hreyfingu með því að horfa til okkar, foreldra sinna. Við erum þeirra helstu fyrirmyndir og setjum fordæmi í tengslum við mataræði og hreyfingu. Ef þið eruð að taka ykkur á í mataræðinu, forðast ákveðnar fæðutegundir, í megrun eða fylgja matarkúr er mikilvægt að deila því sem allra minnst með barninu. Óöryggi í tengslum við mat og líkamsímynd getur smitast til barna og viðhaldist í mörg ár. Algengt er að foreldrar tali um mat með miklu samviskubiti t.d. með að „þurfa að taka sig á í ræktinni eftir allt jólaátið“ eða það sé að „svindla“ með því að borða ákveðnar fæðutegundir. Þesskonar umræða getur aukið líkur á að börn muni takmarka fæðuval sitt á einhvern hátt, jafnvel forðast ákveðnar fæðutegundir, upplifi sama samviskubit, verri líkamsímynd og fari að horfa á hreyfingu sem refsingu. Við viljum að þau læri sjálf inn á sinn líkama og þekki sín boð um svengd og seddu ásamt því hvaða matur fer vel í þau og hvaða matur ekki. Mikilvægt er að börn horfi á hreyfingu sem leið til að gera þau hraust og sterk og hún veiti þeim ánægju og gleði. Einnig að þau tengi mat við heilsu og vellíðan. Við erum að móta heilsuvenjur barnanna okkar til framtíðar. Tengjum umræðuna við heilbrigðar lífsvenjur. Verum góðar fyrirmyndir fyrir börnin okkar þegar það kemur að heilbrigðu líferni. Stundum hreyfingu sem okkur finnst skemmtileg og gerir okkur hraust. Tölum vel um allan mat, höfum ekki boð og bönn og of margar reglur í kringum mat. Tölum einnig vel um okkur sjálf og okkar líkama. Leggjum áherslu á að borða reglulega fjölbreyttan og heilsusamlegan mat, því við erum að leggja grunn að framtíð barnanna okkar og við viljum að þau kjósi sjálf heilbrigt líferni þegar þau verða sjálfstæð og stjórna sínum ákvörðunum. Höfundur er næringarfræðingur hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og doktorsnemi við Háskóla Íslands.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar