Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar 8. janúar 2025 15:01 Elsku foreldrar. Ekki tala um „megrun“, „átak“ eða „samviskubit“ í tengslum við mataræði i návist minni. Ég er með lítil eyru en ég heyri ansi mikið. Kveðja, börnin. Núna þegar janúar, mánuður matarkúra, æfingaprógramma og samviskubits gengur í garð er vert að muna að börnin okkar og unglingar móta sínar hugmyndir um mat og hreyfingu með því að horfa til okkar, foreldra sinna. Við erum þeirra helstu fyrirmyndir og setjum fordæmi í tengslum við mataræði og hreyfingu. Ef þið eruð að taka ykkur á í mataræðinu, forðast ákveðnar fæðutegundir, í megrun eða fylgja matarkúr er mikilvægt að deila því sem allra minnst með barninu. Óöryggi í tengslum við mat og líkamsímynd getur smitast til barna og viðhaldist í mörg ár. Algengt er að foreldrar tali um mat með miklu samviskubiti t.d. með að „þurfa að taka sig á í ræktinni eftir allt jólaátið“ eða það sé að „svindla“ með því að borða ákveðnar fæðutegundir. Þesskonar umræða getur aukið líkur á að börn muni takmarka fæðuval sitt á einhvern hátt, jafnvel forðast ákveðnar fæðutegundir, upplifi sama samviskubit, verri líkamsímynd og fari að horfa á hreyfingu sem refsingu. Við viljum að þau læri sjálf inn á sinn líkama og þekki sín boð um svengd og seddu ásamt því hvaða matur fer vel í þau og hvaða matur ekki. Mikilvægt er að börn horfi á hreyfingu sem leið til að gera þau hraust og sterk og hún veiti þeim ánægju og gleði. Einnig að þau tengi mat við heilsu og vellíðan. Við erum að móta heilsuvenjur barnanna okkar til framtíðar. Tengjum umræðuna við heilbrigðar lífsvenjur. Verum góðar fyrirmyndir fyrir börnin okkar þegar það kemur að heilbrigðu líferni. Stundum hreyfingu sem okkur finnst skemmtileg og gerir okkur hraust. Tölum vel um allan mat, höfum ekki boð og bönn og of margar reglur í kringum mat. Tölum einnig vel um okkur sjálf og okkar líkama. Leggjum áherslu á að borða reglulega fjölbreyttan og heilsusamlegan mat, því við erum að leggja grunn að framtíð barnanna okkar og við viljum að þau kjósi sjálf heilbrigt líferni þegar þau verða sjálfstæð og stjórna sínum ákvörðunum. Höfundur er næringarfræðingur hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og doktorsnemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Sjá meira
Elsku foreldrar. Ekki tala um „megrun“, „átak“ eða „samviskubit“ í tengslum við mataræði i návist minni. Ég er með lítil eyru en ég heyri ansi mikið. Kveðja, börnin. Núna þegar janúar, mánuður matarkúra, æfingaprógramma og samviskubits gengur í garð er vert að muna að börnin okkar og unglingar móta sínar hugmyndir um mat og hreyfingu með því að horfa til okkar, foreldra sinna. Við erum þeirra helstu fyrirmyndir og setjum fordæmi í tengslum við mataræði og hreyfingu. Ef þið eruð að taka ykkur á í mataræðinu, forðast ákveðnar fæðutegundir, í megrun eða fylgja matarkúr er mikilvægt að deila því sem allra minnst með barninu. Óöryggi í tengslum við mat og líkamsímynd getur smitast til barna og viðhaldist í mörg ár. Algengt er að foreldrar tali um mat með miklu samviskubiti t.d. með að „þurfa að taka sig á í ræktinni eftir allt jólaátið“ eða það sé að „svindla“ með því að borða ákveðnar fæðutegundir. Þesskonar umræða getur aukið líkur á að börn muni takmarka fæðuval sitt á einhvern hátt, jafnvel forðast ákveðnar fæðutegundir, upplifi sama samviskubit, verri líkamsímynd og fari að horfa á hreyfingu sem refsingu. Við viljum að þau læri sjálf inn á sinn líkama og þekki sín boð um svengd og seddu ásamt því hvaða matur fer vel í þau og hvaða matur ekki. Mikilvægt er að börn horfi á hreyfingu sem leið til að gera þau hraust og sterk og hún veiti þeim ánægju og gleði. Einnig að þau tengi mat við heilsu og vellíðan. Við erum að móta heilsuvenjur barnanna okkar til framtíðar. Tengjum umræðuna við heilbrigðar lífsvenjur. Verum góðar fyrirmyndir fyrir börnin okkar þegar það kemur að heilbrigðu líferni. Stundum hreyfingu sem okkur finnst skemmtileg og gerir okkur hraust. Tölum vel um allan mat, höfum ekki boð og bönn og of margar reglur í kringum mat. Tölum einnig vel um okkur sjálf og okkar líkama. Leggjum áherslu á að borða reglulega fjölbreyttan og heilsusamlegan mat, því við erum að leggja grunn að framtíð barnanna okkar og við viljum að þau kjósi sjálf heilbrigt líferni þegar þau verða sjálfstæð og stjórna sínum ákvörðunum. Höfundur er næringarfræðingur hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og doktorsnemi við Háskóla Íslands.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar