Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. janúar 2025 13:40 Félagsmenn Eflingar tóku sér stöðu fyrir utan Finnsson. Vísir/Vésteinn Forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar stóðu að mótmælum við Finnsson Bistro í Kringlunni í hádeginu. Ástæðan eru tengsl staðarins við félagið Virðingu, sem Efling segir gervistéttarfélag. Lögregla var kölluð til vegna mótmælanna. „Við erum hér fyrir utan Finnsson í Kringlunni, sem er rekinn af Óskari Finnssyni og fleirum, til þess að benda fólki á, og vonandi ná athygli rekstraraðilans, að hér er verið að skrá starfsfólk í gervistéttarfélagið Virðingu, sem stofnað er af atvinnurekendum í SVEIT, til þess að hafa af fólki laun og til viðbótar við það hafa af fólki öll helstu veigamestu áunnu réttindi vinnandi fólks,“ sagði Sólveig Anna þegar hún ræddi við fréttamann í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Efling hafi heimildi fyrir því að starsfólk á staðnum hafi verið skráð í Virðingu, sem Efling vill ekki una við. „Við vonum að þessi aðgerð okkar verði til þess að hann láti af þessari ömurlegu, siðlausu og glæpsamlegu hegðun skrái starfsmanninn aftur í Eflingu, þar sem sú manneskja á sannarlega að vera. Og að allir sem verða vitni að þessu og sjá þessa frétt standi með Eflingu í baráttunni gegn þessari svívirðilegu hegðun.“ Halda uppteknum hætti verði ekki hlustað Ef ekki verði gengið að kröfum Eflingar muni aðgerðir líkt og sú sem hér er til umfjöllunar halda áfram. „Þetta er það sem við getum gert. Við erum búin að reyna að ná til hans og sem betur fer er það svo að langflestir atvinnurekendur í veitingabransanum sem við höfum haft samband við hafa orðið við okkar kröfu. Hann ásamt örfáum öðrum standa eftir, og þetta er það sem við munum gera þangað til hann hlustar á það sem við höfum að segja og hættir þessari ömurlegu hegðun sinni,“ sagði Sólveig Anna rétt áður en mótmælin hófust. Eftir að hafa rætt við fréttastofu hélt Sólveig Anna áfram að rekja málið og afstöðu Eflingar ítrekað í gjallarhorn fyrir utan staðinn, gestum til nokkurrar furðu og öryggisverði í Kringlunni til lítillar gleði. Fór svo að lögregla var kölluð til, sem ræddi við rekstraraðila Finnsson og fulltrúa Eflingar. Skömmu síðar lauk mótmælunum og þeir um 20 félagsmenn Eflingar, íklæddir gulum vestum, hurfu á braut. Forsvarsmenn Finnsson vildu ekki tjá sig um mótmælin eða ásakanir Eflingar þegar fréttastofa leitaði eftir því. Harma og fordæma mótmælin SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, sem hafa staðið í deilum við Eflingu vegna Virðingar, sendu frá sér tilkynningu vegna mótmælanna eftir að þau voru yfirstaðin. Þar segir að kalla hafi þurft til lögreglu þar sem fulltrúar Eflingar hafi truflað ró gesta og starfsemi staðarins. Framkoma Eflingar er í senn hörmuð og fordæmd í tilkynningunni. Lögreglumenn og öryggisvörður standa álengdar á meðan Sólveig Anna ræðir við Ríkissjónvarpið að mótmælafundi loknum.Vísir/Vésteinn „Aðgerðir Eflingar eru augljós lögbrot og miða að því að koma rekstri veitingastaða í þrot og svipta fjölda fólks lífsviðurværi sínu á grundvelli geðþóttaákvörðunar forsvarsmanna verkalýðsfélagsins. Við það verður ekki unað.“ „Áróður og árásir“ SVEIT hafi unnið að því að renna styrkari stoðum undir veitingarekstur á Íslandi í fjölda ára, og að miklir erfiðleikar hafi steðjað að greininni. Kjarasamningur við Virðingu hafi verið gerður eftir að Efling hafnaði kjaraviðræðum við samtökin. Samningurinn taki mið af eðli veitingareksturs, og tryggi starfsfólki veitingastaða hærri dagvinnulaun og bætt kjör, samanborið við önnur Norðurlönd. „Efling hefur gríðarlega hagsmuni af málinu en þúsundir starfsmanna greiða í sjóði Eflingar milljarð á ári og stéttarfélagið á því mikið undir að reyna að eyðileggja samningana með áróðri og árásum til að halda í þá fjármuni. Við hvetjum Eflingu til að láta af slíkum aðgerðum tafarlaust, enda valda slíkar aðgerðir miklum skaða fyrir greinina í heild, bæði starfsfólk og rekstraraðila, og fara frekar eftir viðurkenndum leiðum og fá dómstóla til að skera úr um gildi samningsins,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að SVEIT muni kanna réttarstöðu sína í framhaldi af „árásum forsvarsmanna Eflingar á starfsemi félagsmanna.“ Kjaramál Lögreglumál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Kringlan Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Sjá meira
„Við erum hér fyrir utan Finnsson í Kringlunni, sem er rekinn af Óskari Finnssyni og fleirum, til þess að benda fólki á, og vonandi ná athygli rekstraraðilans, að hér er verið að skrá starfsfólk í gervistéttarfélagið Virðingu, sem stofnað er af atvinnurekendum í SVEIT, til þess að hafa af fólki laun og til viðbótar við það hafa af fólki öll helstu veigamestu áunnu réttindi vinnandi fólks,“ sagði Sólveig Anna þegar hún ræddi við fréttamann í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Efling hafi heimildi fyrir því að starsfólk á staðnum hafi verið skráð í Virðingu, sem Efling vill ekki una við. „Við vonum að þessi aðgerð okkar verði til þess að hann láti af þessari ömurlegu, siðlausu og glæpsamlegu hegðun skrái starfsmanninn aftur í Eflingu, þar sem sú manneskja á sannarlega að vera. Og að allir sem verða vitni að þessu og sjá þessa frétt standi með Eflingu í baráttunni gegn þessari svívirðilegu hegðun.“ Halda uppteknum hætti verði ekki hlustað Ef ekki verði gengið að kröfum Eflingar muni aðgerðir líkt og sú sem hér er til umfjöllunar halda áfram. „Þetta er það sem við getum gert. Við erum búin að reyna að ná til hans og sem betur fer er það svo að langflestir atvinnurekendur í veitingabransanum sem við höfum haft samband við hafa orðið við okkar kröfu. Hann ásamt örfáum öðrum standa eftir, og þetta er það sem við munum gera þangað til hann hlustar á það sem við höfum að segja og hættir þessari ömurlegu hegðun sinni,“ sagði Sólveig Anna rétt áður en mótmælin hófust. Eftir að hafa rætt við fréttastofu hélt Sólveig Anna áfram að rekja málið og afstöðu Eflingar ítrekað í gjallarhorn fyrir utan staðinn, gestum til nokkurrar furðu og öryggisverði í Kringlunni til lítillar gleði. Fór svo að lögregla var kölluð til, sem ræddi við rekstraraðila Finnsson og fulltrúa Eflingar. Skömmu síðar lauk mótmælunum og þeir um 20 félagsmenn Eflingar, íklæddir gulum vestum, hurfu á braut. Forsvarsmenn Finnsson vildu ekki tjá sig um mótmælin eða ásakanir Eflingar þegar fréttastofa leitaði eftir því. Harma og fordæma mótmælin SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, sem hafa staðið í deilum við Eflingu vegna Virðingar, sendu frá sér tilkynningu vegna mótmælanna eftir að þau voru yfirstaðin. Þar segir að kalla hafi þurft til lögreglu þar sem fulltrúar Eflingar hafi truflað ró gesta og starfsemi staðarins. Framkoma Eflingar er í senn hörmuð og fordæmd í tilkynningunni. Lögreglumenn og öryggisvörður standa álengdar á meðan Sólveig Anna ræðir við Ríkissjónvarpið að mótmælafundi loknum.Vísir/Vésteinn „Aðgerðir Eflingar eru augljós lögbrot og miða að því að koma rekstri veitingastaða í þrot og svipta fjölda fólks lífsviðurværi sínu á grundvelli geðþóttaákvörðunar forsvarsmanna verkalýðsfélagsins. Við það verður ekki unað.“ „Áróður og árásir“ SVEIT hafi unnið að því að renna styrkari stoðum undir veitingarekstur á Íslandi í fjölda ára, og að miklir erfiðleikar hafi steðjað að greininni. Kjarasamningur við Virðingu hafi verið gerður eftir að Efling hafnaði kjaraviðræðum við samtökin. Samningurinn taki mið af eðli veitingareksturs, og tryggi starfsfólki veitingastaða hærri dagvinnulaun og bætt kjör, samanborið við önnur Norðurlönd. „Efling hefur gríðarlega hagsmuni af málinu en þúsundir starfsmanna greiða í sjóði Eflingar milljarð á ári og stéttarfélagið á því mikið undir að reyna að eyðileggja samningana með áróðri og árásum til að halda í þá fjármuni. Við hvetjum Eflingu til að láta af slíkum aðgerðum tafarlaust, enda valda slíkar aðgerðir miklum skaða fyrir greinina í heild, bæði starfsfólk og rekstraraðila, og fara frekar eftir viðurkenndum leiðum og fá dómstóla til að skera úr um gildi samningsins,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að SVEIT muni kanna réttarstöðu sína í framhaldi af „árásum forsvarsmanna Eflingar á starfsemi félagsmanna.“
Kjaramál Lögreglumál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Kringlan Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Sjá meira