Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. janúar 2025 21:00 Gunnar segir það hafið yfir allan vafa að fuglaflensa hafi dregið gæsirnar til bana. Gunnar Þór Hallgrímsson Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði, fann nítján dauðar grágæsir í Vatnsmýrinni í dag. Hann telur það hafið yfir allan vafa að fuglaflensa hafi verið banamein þeirra. Möguleikinn á að smit berist í mannfólk er alltaf til staðar á meðan ástandið varir. „Ég hafði heyrt af dauðum gæsum í Vatnsmýrinni og hugmyndin var að fara og kíkja og sjá hvernig staðan væri. Í stuttu máli var staðan margfalt verri en maður hafði þorað að vona,“ segir Gunnar. Á dögunum greindi Matvælastofnun frá því að H5N5 fuglainflúensa hefði greinst í heimilisketti á Seltjarnarnesi. Talið er að hann ásamt öðrum ketti sem greindist einnig með veiruna hafi smitast af fuglshræjum. „Það var búið að greina H5N5 í grágæsum og álftum á þessu svæði. Við vissum að flensan væri á þessu svæði. Við vitum ekki hver útbreiðslan er akkúrat núna en hins vegar er þetta að koma hart niður á gæsum í Vatnsmýrinni,“ segir Gunnar. Undarleg hegðun bendi til frekari smita Auk þeirra nítján sem Gunnar fann dauðar benti undarleg hegðun margra gæsa sem enn lifðu að þær væru smitaðar. „Þær voru mjög veikar og voru með taugakippi í hálsi og erfiðleika í öndun. Svo voru fleiri gæsir þarna sem manni fannst hegða sér undarlega þannig mig grunar að það séu ansi margar sem eru veikar,“ segir hann. Gunnar segist vona til þess að þegar hláni fari fólk að verða frekar var við gæsahræ og þá hægt að kortleggja betur útbreiðslu flensunnar. „Þannig hægt sé að fá betri tilfinningu fyrir því hversu víða þetta er núna og þá fylgja því eftir með viðeigandi sýnatökum og öðrum aðgerðum sem þarf að gera eins og að fjarlægja fugla og svoleiðis,“ segir hann. Í þrjá fugla hafði greinilega verið kroppað.Gunnar Þór Hallgrímsson Gunnar segir að sér hafi borist óstaðfestar fregnir af veikri álft í Bakkatjörn á Seltjarnarnesi og því sé greinilega um að ræða faraldur í borginni. Hann brýnir til fólks að tilkynna það til Matvælastofnunar verði það vart við hræ sem ber þess ekki merki að hafa dáið af slysförum. Einnig að fólk fari varlega nálægt hræjum sem grunur leikur á að beri flensuna. Alltaf möguleiki á að mannfólk smitist Eins og fram hefur komið hefur fuglaflensan þegar borist í spendýr og hefur hún greinst í tveimur heimilisköttum. Hann segir möguleikann á því að flensan smitist í mannfólk alltaf vera til staðar. „Sú staða komin upp að þetta afbrigði er farið að finnast í spendýrum, í köttum. Síðan er þetta sem er alltumlykjandi, þessi möguleiki á því að flensuveiran breyti sér á þann veg að hún fari að smitast manna á milli,“ segir Gunnar. Möguleikinn á að smit berist í mannfólk er alltaf til staðar, að sögn Gunnars.Gunnar Þór Hallgrímsson „Við erum ekkert endilega að horfa á það í tengslum við þennan faraldur en það eru viðvarandi skæðar fuglaflensur bæði vestan og austan hafs. Á meðan þetta ástand varir eru líkurnar á því að við fáum faraldur sem tengist fólki til staðar.“ Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
„Ég hafði heyrt af dauðum gæsum í Vatnsmýrinni og hugmyndin var að fara og kíkja og sjá hvernig staðan væri. Í stuttu máli var staðan margfalt verri en maður hafði þorað að vona,“ segir Gunnar. Á dögunum greindi Matvælastofnun frá því að H5N5 fuglainflúensa hefði greinst í heimilisketti á Seltjarnarnesi. Talið er að hann ásamt öðrum ketti sem greindist einnig með veiruna hafi smitast af fuglshræjum. „Það var búið að greina H5N5 í grágæsum og álftum á þessu svæði. Við vissum að flensan væri á þessu svæði. Við vitum ekki hver útbreiðslan er akkúrat núna en hins vegar er þetta að koma hart niður á gæsum í Vatnsmýrinni,“ segir Gunnar. Undarleg hegðun bendi til frekari smita Auk þeirra nítján sem Gunnar fann dauðar benti undarleg hegðun margra gæsa sem enn lifðu að þær væru smitaðar. „Þær voru mjög veikar og voru með taugakippi í hálsi og erfiðleika í öndun. Svo voru fleiri gæsir þarna sem manni fannst hegða sér undarlega þannig mig grunar að það séu ansi margar sem eru veikar,“ segir hann. Gunnar segist vona til þess að þegar hláni fari fólk að verða frekar var við gæsahræ og þá hægt að kortleggja betur útbreiðslu flensunnar. „Þannig hægt sé að fá betri tilfinningu fyrir því hversu víða þetta er núna og þá fylgja því eftir með viðeigandi sýnatökum og öðrum aðgerðum sem þarf að gera eins og að fjarlægja fugla og svoleiðis,“ segir hann. Í þrjá fugla hafði greinilega verið kroppað.Gunnar Þór Hallgrímsson Gunnar segir að sér hafi borist óstaðfestar fregnir af veikri álft í Bakkatjörn á Seltjarnarnesi og því sé greinilega um að ræða faraldur í borginni. Hann brýnir til fólks að tilkynna það til Matvælastofnunar verði það vart við hræ sem ber þess ekki merki að hafa dáið af slysförum. Einnig að fólk fari varlega nálægt hræjum sem grunur leikur á að beri flensuna. Alltaf möguleiki á að mannfólk smitist Eins og fram hefur komið hefur fuglaflensan þegar borist í spendýr og hefur hún greinst í tveimur heimilisköttum. Hann segir möguleikann á því að flensan smitist í mannfólk alltaf vera til staðar. „Sú staða komin upp að þetta afbrigði er farið að finnast í spendýrum, í köttum. Síðan er þetta sem er alltumlykjandi, þessi möguleiki á því að flensuveiran breyti sér á þann veg að hún fari að smitast manna á milli,“ segir Gunnar. Möguleikinn á að smit berist í mannfólk er alltaf til staðar, að sögn Gunnars.Gunnar Þór Hallgrímsson „Við erum ekkert endilega að horfa á það í tengslum við þennan faraldur en það eru viðvarandi skæðar fuglaflensur bæði vestan og austan hafs. Á meðan þetta ástand varir eru líkurnar á því að við fáum faraldur sem tengist fólki til staðar.“
Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira