Innlent

Harm­leikurinn í Súða­vík, far­aldur veggjalúsar og vatna­vextir

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Kona sem missti þrjú systurbörn sín í snjóflóðinu í Súðavík fyrir nákvæmlega þrjátíu árum segir að enn þann dag í dag læsist um hana ótti þegar hún heyrir síma hringja snemma morguns. Við ræðum við hana og verðum í beinni frá Guðríðarkirkju þar sem efnt verður til helgistundar í kvöld.

Sífellt fleiri þurfa að leita til meindýraeyðis vegna veggjalúsar í hýbýlum sínum. Við hittum meindýraeyði sem segir útköllin í ár tvöfalt fleiri en í fyrra.

Mikið er í húfi í loðnuleit sem nú er að hefjast. Kristján Már Unnarsson verður í beinni frá Reykjavíkurhöfn og fer yfir málið.

Þá sjáum við myndir frá vatnavöxtum á Suðurlandi, greinum frá mögulegu tjóni vegna seinkunar á Hvammsvirkjun og verðum í beinni frá opnunarhófi franskrar kvikmyndahátíðar þar sem baráttufólki fyrir réttindum fatlaðra ætlar að fjölmenna.

Í Sportpakkanum heyrum við í nýjum landsliðsþjálfara og verðum í Zagreb þar sem Íslendingar mæta Grænhöfðaeyjum á HM í handbolta í kvöld. Í Íslandi í dag hittir Vala Matt tvo lækna sem leggja nú áherslu á lífsstílstengda sjúkdóma og aðstoða þá sem þjást af þreytu og orkuleysi.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×