Körfubolti

Er Jokic bara að djóka?

Siggeir Ævarsson skrifar
Nikola Jokic verður seint sakaður um að taka vinnunni sinni of alvarlega
Nikola Jokic verður seint sakaður um að taka vinnunni sinni of alvarlega vísir/Getty

Nikola Jokic snéri aftur í lið Denver Nuggets á föstudagskvöldið eftir stutta hvíld vegna meiðsla. Það var þó ekki að sjá á leik hans að hann væri að jafna sig á meiðslum en kappinn bauð upp á þrefalda tvennu eins og svo oft áður.

Nuggets sóttu Miami Heat heim þetta kvöld og fóru að lokum með öruggan 20 stiga sigur af hólmi, 133-113. Jokic skoraði 21 stig, tók tólf fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Fastir liðir eins og venjulega en sendingin sem bjó til tíundu stoðsendinguna var einfaldlega fáránleg.

Það er engu líkara en að Jokic sé með augu í hnakkanum en þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem hann gefur svona stoðsendingu né heldur í fyrsta sinn sem hann gefur eina slíka á Aaron Gordon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×