Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Árni Sæberg skrifar 20. janúar 2025 14:13 Maðurinn ók um Austurveg á Selfossi, bæði drukkinn og undir áhrifum kannabiss. Þar má finna Héraðsdóm Suðurlands, þar sem hann var dæmdur til greiðslu hárrar sektar. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til greiðslu 1,29 milljóna króna fyrir endurtekin umferðarlagabrota framin sama kvöldið á Selfossi. Hann var stöðvaður tvisvar sitt hvoru megin við veitingastað KFC í bænum. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem kveðinn var upp þann 13. janúar en hefur ekki verið birtur, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir eftirtalin umferðarlagabrot, öll framin aðfaranótt sunnudagsins 17. mars 2024: með því að hafa ekið bifreið, án þess að hafa öðlast ökurétt, um Austurveg við KFC á Selfossi, undir áhrifum áfengis, vínandamagn í blóði 1,91 ‰, og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Í blóði hafi mælst tetrahýdrókannabínól 5,8 ng/ml. með því að hafa ekið bifreið, án þess að hafa öðlast ökurétt, um bifreiðastæði aftan við KFC við Austurveg á Selfossi, undir áhrifum áfengis, vínandamagn í blóði 2,26 ‰, og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Í blóði hafi mælst tetrahýdrókannabínól 5,7 ng/ml. með því að hafa ekið bifreið, án þess að hafa öðlast ökurétt, austur Austurveg á Selfossi og þaðan skamman spöl um Gaulverjabæjarveg í Sveitarfélaginu Árborg, undir áhrifum áfengis, vínandamagn í blóði 2,31 ‰, og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Í blóði hafi mælst tetrahýdrókannabínól 4,0 ng/ml. Þá segir að maðurinn hafi ekki mætt við þingfestingu málsins þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru í Lögbirtingablaði þann 20. nóvember síðastliðinn, ásamt fyrirkalli þar sem þess hafi verið getið að málið kynni að verða dæmt að manninum fjarstöddum. Málið var því tekið til dóms og útivistardómur kveðinn upp í því í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála þess efnis. Sannað teldist að maðurinn hafi gerst sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir og refsing hans væri hæfilega ákveðin 1.290.000 króna sekt til ríkissjóðs, sem honum beri að greiða innan fjögurra vikna frá birtingu dóms, ellegar sæta fangelsi í 44 daga. Þá væri hann svitpur ökuréttindum í fimm ár og dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, 511 þúsund krónur. Árborg Umferðaröryggi Dómsmál Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem kveðinn var upp þann 13. janúar en hefur ekki verið birtur, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir eftirtalin umferðarlagabrot, öll framin aðfaranótt sunnudagsins 17. mars 2024: með því að hafa ekið bifreið, án þess að hafa öðlast ökurétt, um Austurveg við KFC á Selfossi, undir áhrifum áfengis, vínandamagn í blóði 1,91 ‰, og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Í blóði hafi mælst tetrahýdrókannabínól 5,8 ng/ml. með því að hafa ekið bifreið, án þess að hafa öðlast ökurétt, um bifreiðastæði aftan við KFC við Austurveg á Selfossi, undir áhrifum áfengis, vínandamagn í blóði 2,26 ‰, og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Í blóði hafi mælst tetrahýdrókannabínól 5,7 ng/ml. með því að hafa ekið bifreið, án þess að hafa öðlast ökurétt, austur Austurveg á Selfossi og þaðan skamman spöl um Gaulverjabæjarveg í Sveitarfélaginu Árborg, undir áhrifum áfengis, vínandamagn í blóði 2,31 ‰, og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Í blóði hafi mælst tetrahýdrókannabínól 4,0 ng/ml. Þá segir að maðurinn hafi ekki mætt við þingfestingu málsins þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru í Lögbirtingablaði þann 20. nóvember síðastliðinn, ásamt fyrirkalli þar sem þess hafi verið getið að málið kynni að verða dæmt að manninum fjarstöddum. Málið var því tekið til dóms og útivistardómur kveðinn upp í því í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála þess efnis. Sannað teldist að maðurinn hafi gerst sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir og refsing hans væri hæfilega ákveðin 1.290.000 króna sekt til ríkissjóðs, sem honum beri að greiða innan fjögurra vikna frá birtingu dóms, ellegar sæta fangelsi í 44 daga. Þá væri hann svitpur ökuréttindum í fimm ár og dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, 511 þúsund krónur.
Árborg Umferðaröryggi Dómsmál Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira