Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar 21. janúar 2025 14:03 Þann 15. janúar 2025 birtist frétt á Vísi þess efnis að Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál manns sem Héraðsdómur Norðurlands sakfelldi fyrir samræði við barn undir 15 ára aldri. Landsréttur þyngdi þann dóm og komst að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða nauðgun. Umræddur kynferðisafbrotamaður og lögmaður hans sendu beiðni um áfrýjun niðurstöðu Landsréttar til Hæstaréttar með þeim rökum ,,að úrslit málsins hefði fordæmisgildi og verulega almenna þýðingu um það hvort barn undir fimmtán ára aldri gæti gefið samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum.” Sú beiðni var samþykkt. Samkvæmt lögum getur barn undir 15 ára aldri ekki veitt fullorðnum samþykki sitt. Af hverju er þörf á að taka það fyrir hjá dómstólum? Af hverju erum við með lög ef þetta er túlkunaratriði eftir allt saman? Þann 16. september 2022 lagði Gísli Rafn Ólafsson fram frumvarp sem átti að auka réttarvernd barna í kynferðisbrotamálum. Hann endurtók þá tillögu aftur þann 18. september 2023. Í bæði skiptin fékk frumvarpið því miður dræmar undirtektir og lagðist Héraðssaksóknari meðal annars gegn því. Þeir sem brjóta gegn börnum hafa nú þegar rými til þess og í ljósi þess að ekki var vilji til þess að þrengja þann ramma er mikilvægt að við gefum þeim ekki enn meira eftir. Umræðan um réttarkerfið okkar og skort á fjármagni hefur verið viðvarandi í langan tíma og ákæruvaldið þarf, vegna fjárskorts, að velja hvaða mál fara fyrir dóm. Í kynferðisbrotamálum eru 50-60% mála felld niður samkvæmt tölfræði Ríkissaksóknara frá árunum 2016-2021. Brotaþolar njóta ekki þeirra réttinda að hafa ákvörðunarvald í sínum eigin málum, á meðan kynferðisafbrotamenn geta óskað eftir áfrýjun ef þeim hugnast ekki niðurstaðan. Þannig geta þeir sóað fjármagni í fjársveltu kerfi og heimtað áheyrn dómstóla, jafnvel þó að það fari gegn lögum landsins. Það hefði verið fordæmi ef Hæstiréttur hefði hafnað þessari fáránlegu beiðni og sent þannig skýr skilaboð þess efnis að það er ekki í lagi að fullorðið fólk hafi samræði við eða nauðgi börnum. Höfundur situr í stjórn Vitundar - samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/153/35/?ltg=153&mnr=35 https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/154/131/?ltg=154&mnr=131 https://heimildin.is/grein/17027/ https://www.visir.is/g/20252675300d/haesti-rettur-sker-ur-um-hvort-sam-raedi-vid-barn-se-naudgun https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/6feQMjf4LK5mijYLbMfsgh/5694cb145d709a22b8d64dae321707a0/Skyrsla-starfshops-RS-um-malmedferdartima-kynferdisbrota-25.-agust-2022.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Þann 15. janúar 2025 birtist frétt á Vísi þess efnis að Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál manns sem Héraðsdómur Norðurlands sakfelldi fyrir samræði við barn undir 15 ára aldri. Landsréttur þyngdi þann dóm og komst að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða nauðgun. Umræddur kynferðisafbrotamaður og lögmaður hans sendu beiðni um áfrýjun niðurstöðu Landsréttar til Hæstaréttar með þeim rökum ,,að úrslit málsins hefði fordæmisgildi og verulega almenna þýðingu um það hvort barn undir fimmtán ára aldri gæti gefið samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum.” Sú beiðni var samþykkt. Samkvæmt lögum getur barn undir 15 ára aldri ekki veitt fullorðnum samþykki sitt. Af hverju er þörf á að taka það fyrir hjá dómstólum? Af hverju erum við með lög ef þetta er túlkunaratriði eftir allt saman? Þann 16. september 2022 lagði Gísli Rafn Ólafsson fram frumvarp sem átti að auka réttarvernd barna í kynferðisbrotamálum. Hann endurtók þá tillögu aftur þann 18. september 2023. Í bæði skiptin fékk frumvarpið því miður dræmar undirtektir og lagðist Héraðssaksóknari meðal annars gegn því. Þeir sem brjóta gegn börnum hafa nú þegar rými til þess og í ljósi þess að ekki var vilji til þess að þrengja þann ramma er mikilvægt að við gefum þeim ekki enn meira eftir. Umræðan um réttarkerfið okkar og skort á fjármagni hefur verið viðvarandi í langan tíma og ákæruvaldið þarf, vegna fjárskorts, að velja hvaða mál fara fyrir dóm. Í kynferðisbrotamálum eru 50-60% mála felld niður samkvæmt tölfræði Ríkissaksóknara frá árunum 2016-2021. Brotaþolar njóta ekki þeirra réttinda að hafa ákvörðunarvald í sínum eigin málum, á meðan kynferðisafbrotamenn geta óskað eftir áfrýjun ef þeim hugnast ekki niðurstaðan. Þannig geta þeir sóað fjármagni í fjársveltu kerfi og heimtað áheyrn dómstóla, jafnvel þó að það fari gegn lögum landsins. Það hefði verið fordæmi ef Hæstiréttur hefði hafnað þessari fáránlegu beiðni og sent þannig skýr skilaboð þess efnis að það er ekki í lagi að fullorðið fólk hafi samræði við eða nauðgi börnum. Höfundur situr í stjórn Vitundar - samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/153/35/?ltg=153&mnr=35 https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/154/131/?ltg=154&mnr=131 https://heimildin.is/grein/17027/ https://www.visir.is/g/20252675300d/haesti-rettur-sker-ur-um-hvort-sam-raedi-vid-barn-se-naudgun https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/6feQMjf4LK5mijYLbMfsgh/5694cb145d709a22b8d64dae321707a0/Skyrsla-starfshops-RS-um-malmedferdartima-kynferdisbrota-25.-agust-2022.pdf
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun