Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2025 07:03 Kai Havertz í leiknum gegn Manchester United. EPA-EFE/TOLGA AKMEN Sautján ára gamall táningur hefur verið handtekinn vegna þeirra viðbjóðslegu ummæla sem látin voru falla í garð Kai Havertz og eiginkonu hans eftir að leikmaðurinn brenndi af vítaspyrnu í tapi Arsenal gegn Manchester United í ensku bikarkeppninni í fótbolta. Rauðu djöflarnir fóru áfram í ensku bikarkeppninni á dögum á kostnað Arsenal. Eftir að Martin Ödegaard brenndi af vítaspyrnu sem Havertz fiskaði þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um hvort liðið færi áfram en staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var jöfn 1-1. Í vítaspyrnukeppninni brenndi Havertz af þegar Altay Bayındır varði spyrnu hans alveg út við stöng. David Raya, markverði Arsenal, tókst ekki að verja neina spyrnu United-manna og Man Utd fór áfram í bikarnum að þessu sinni. Fundu sumir sig knúna til að senda Havertz - sem og óléttri eiginkonu hans - viðbjóðsleg skilaboð að leik loknum. „Ég vona að þú lendir í fósturláti,“ stóð í einum skilaboðunum sem Sophia, eiginkona Havertz fékk send á Instagram. „Ég ætla að koma heim til þín og slátra barninu þínu. Ég er ekki að grínast, bíddu bara,“ stóð í öðrum. Í skjáskotum sem Sophia sjálf birti á Instagram má sjá að um fleiri en einn sökudólg er að ræða. Nú greinir breska ríkisútvarpið, BBC, frá því að einn aðili hafi verið handtekinn vegna málsins. Um er að ræða 17 ára gamlan pilt frá borginni St Albans á Englandi. Hann var látinn laus gegn tryggingu. Sophia biðlar til fólks að gæta betur að því hvernig það hegðar sér, og skrifaði með skilaboðunum sem hún birti á Instagram: „Mér finnst það algjörlega með ólíkindum að einhver geti skrifað svona lagað. Vonandi skammast þú þín innilega. Ég veit ekki einu sinni hvað ég get sagt en vinsamlegat sýnið meiri nærgætni. Við erum betri en þetta.“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, tók í sama streng. Segir hann skilaboðin sem leikmann fái eftir leiki ólíðandi og það þurfi að útrýma slíkri hegðun. Enski boltinn Fótbolti England Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Sjá meira
Rauðu djöflarnir fóru áfram í ensku bikarkeppninni á dögum á kostnað Arsenal. Eftir að Martin Ödegaard brenndi af vítaspyrnu sem Havertz fiskaði þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um hvort liðið færi áfram en staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var jöfn 1-1. Í vítaspyrnukeppninni brenndi Havertz af þegar Altay Bayındır varði spyrnu hans alveg út við stöng. David Raya, markverði Arsenal, tókst ekki að verja neina spyrnu United-manna og Man Utd fór áfram í bikarnum að þessu sinni. Fundu sumir sig knúna til að senda Havertz - sem og óléttri eiginkonu hans - viðbjóðsleg skilaboð að leik loknum. „Ég vona að þú lendir í fósturláti,“ stóð í einum skilaboðunum sem Sophia, eiginkona Havertz fékk send á Instagram. „Ég ætla að koma heim til þín og slátra barninu þínu. Ég er ekki að grínast, bíddu bara,“ stóð í öðrum. Í skjáskotum sem Sophia sjálf birti á Instagram má sjá að um fleiri en einn sökudólg er að ræða. Nú greinir breska ríkisútvarpið, BBC, frá því að einn aðili hafi verið handtekinn vegna málsins. Um er að ræða 17 ára gamlan pilt frá borginni St Albans á Englandi. Hann var látinn laus gegn tryggingu. Sophia biðlar til fólks að gæta betur að því hvernig það hegðar sér, og skrifaði með skilaboðunum sem hún birti á Instagram: „Mér finnst það algjörlega með ólíkindum að einhver geti skrifað svona lagað. Vonandi skammast þú þín innilega. Ég veit ekki einu sinni hvað ég get sagt en vinsamlegat sýnið meiri nærgætni. Við erum betri en þetta.“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, tók í sama streng. Segir hann skilaboðin sem leikmann fái eftir leiki ólíðandi og það þurfi að útrýma slíkri hegðun.
Enski boltinn Fótbolti England Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Sjá meira