Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Lovísa Arnardóttir skrifar 23. janúar 2025 14:01 Ólafur Brynjar segir miður að staðan sé svo erfið í sumum leikskólum að fáliðun hafi verið skipuleg. Borgin telji samt sem áður að þetta nýja kerfi skapi meiri sanngirni. Samsett Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík hafa gagnrýnt þenslu leikskólakerfisins á sama tíma og ekki tekst að manna í allar stöður og skipulögð fáliðun fer fram víða. Reykjavíkurborg fór þá leið á yfirstandandi skólaári að taka inn öll börn sem fengu boð í leikskóla síðastliðið vor óháð mönnun. Í þessu nýja kerfi er gert ráð fyrir því að ef það er mönnunarvandi sé farið í fáliðun. Fáliðun þýðir að of fáir starfsmenn eru að vinna miðað við fjölda barna. Yfirleitt er tekið til þess ráðs að senda ákveðnar deildir heim eða ákveðinn hluta deildar allan daginn eða hluta dags. Leikskólar reyna að dreifa álaginu þannig fáliðunin bitni ekki oft á sama barninu. Eins og stendur er búið að fullmanna um 60 prósent leikskóla í Reykjavík en staðan er erfið í um tíu þeirra og mjög erfið í nokkrum til viðbótar. Alls eru reknir 67 leikskólar í Reykjavík. Foreldrar í Brákarborg og foreldrar barna í Múlaborg hafa nýlega kvartað undan reglulegri eða jafnvel skipulagðri fáliðun og hafa bæði bent á það í aðsendum greinum á Vísi að lokanir séu farnar að hafa veruleg áhrif á líðan og skólastarf í heild. Þau gagnrýna á sama tíma þenslu í kerfinu í tilefni af fréttum af stækkun Múlaborgar og byggingar nýs leikskóla í Elliðaárdal. Ástæða þessarar auknu fáliðunar er mönnunarvandi en einnig þessi nýbreytni borgarinnar á yfirstandandi skólaári að taka inn öll börn sem fengu boð um vistun fyrir skólaárið 2024 til 2025 í stóru innrituninni í mars 2024. Frá og með 1. nóvember voru því öll börn, sem höfðu fengið dagsetningu um vistun og boð, komin inn á leikskóla, sama hvort það var búið að fullmanna leikskólann eða ekki. Fyrri ár hefur verið beðið með að taka börnin inn þar til búið var að manna og því oft innritun tafist og foreldrar á meðan beðið. Þeir leikskólar sem ekki voru fullmannaðir á þessum tíma hafa þess í stað þurft að fara í fáliðun. „Ástæðan fyrir því að þetta var gert er að á árinu á undan er að þá voru nokkur tilvik þar sem það voru leikskólar sem voru í mönnunarvanda og börn sem höfðu fengið boð í innrituninni að vori komust í rauninni ekkert inn allt skólaárið,“ segir Ólafur Brynjar Bjarkarson, skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við fréttastofu. Fáliðun í 39 af 67 leikskólum Samkvæmt upplýsingum frá borginni hafa 39 leikskólar, af 67, þurft að grípa til fáliðunar á haustönn, eða frá 1. september til 5. desember 2024. Fáliðun hafði áhrif á 2.183 börn sem þurftu að meðaltali að vera heima í 23 klukkustundir. Það geta þá verið um þrír heilir dagar eða fimm til sex hálfir dagar. Ástandið er mismunandi eftir leikskólum. Af þeim leikskólum sem hafa þurft að grípa til fáliðunar hafa 14 þurft að senda börnin heim þrisvar eða að hámarki einu sinni í mánuði. Alls eru 1.300 börn í þeim hópi samkvæmt upplýsingum frá borginni. Sex leikskólar þurftu að grípa til þessa úrræðis fjórum til sex sinnum á þessu þriggja mánaða tímabili og sex leikskólar sjö til níu sinnum. Þá þurftu 270 börn að vera heima tíu sinnum eða oftar. Í samantekt borgarinnar um málið segir að ekkert barn hafi orðið fyrir skerðingu oftar en 15 sinnum. „Flestir leikskólar reyna eftir fremsta megni að dreifa fáliðunarskerðingunni jafnt. Nokkrir leikskólar hafa þurft að vera í skipulagðri fáliðun yfir lengri tíma, allt frá 25 dögum til 52 daga, og tekið skal fram að það getur átt við hluta úr degi,“ segir að lokum. Ein leið til að gæta sanngirni „Þetta er ein leið til að gæta sanngirni þannig að foreldrar fái svör sem eru búnir að vera að bíða lengi eftir að komast í aðlögun og þannig erum við að koma í veg fyrir að þetta gerist að foreldrar bíði svona lengi.“ Ólafur segir auðvitað ókosti við þetta verklag líka en heilt yfir telji þau þetta skapa sanngjarna leið. „Ókosturinn er sá að þegar leikskólar eru í miklum mönnunarvanda þá þýðir þetta það að það verða til fáliðunaráætlanir sem gætu varað í langan tíma með miklum óþægindum fyrir alla foreldra og erfileikum í leikskólanum yfir höfuð.“ Sjá einnig: Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Hann segir borgina auðvitað styðja við leikskólana í ráðningarferli og sérstaklega þar sem er vandi en það sé erfitt að ráða í leikskóla víða um land. Hann segir samfélagið allt þurfa að horfast í augu við það og ráðast að rótum vandans. Foreldrar hafa gagnrýnt að stækka eigi leikskóla og byggja nýja þegar ekki tekst að manna þá 67 sem fyrir eru.Vísir/Vilhelm Kennarar hafa til dæmis í kjarabaráttu sinni talað um launin og mikilvægi þess að viðhalda faglegu starfi innan leikskólanna með faglærðu fólki. „Ég held að heilt yfir sé hægt að segja að leikskólakerfið sé á erfiðum stað. Það eru ýmsar ástæður fyrir því. Við viljum bæta starfsumhverfið þannig að starf í leikskóla verði eftirsóknarvert og höfum verið að vinna í því að bæta starfsumhverfið. Það eru áskoranir, við vitum það, til dæmis varðandi 36 stunda viku,“ segir Ólafur og á þá við innleiðingu styttingar vinnuvikunnar sem hefur reynst afar erfið í leikskólum. „Leikskólar eru viðkvæm starfsemi og það þýðir að þegar starfsmaður vinnur 36 stunda vinnuviku en börnin eru að meðaltali 40 stundir á viku í leikskólanum þá þýðir það einhvers konar undirmönnun yfir daginn.“ Mönnun á leikskólum Í minnisblaði skóla- og frístundasviðs sem tekið var saman í janúar á þessu ári kemur fram að í leikskólum borgarinnar ætti eftir að ráða í í 55,1 stöðugildi á deildum, sérkennslu og stjórnun samanborið við 46,8 stöðugildi þann 16. janúar 2024. Þá átti á einnig eftir að ráða í samtals þrettán stöðugildi í eldhús og vegna afleysinga vegna undirbúningstíma og skammtímaveikinda. Samtals á því eftir að ráða í 67,7 stöðugildi samanborið við 81 stöðugildi en þann 16. janúar fyrir ári átti eftir að ráða í 61 stöðugildi. Staðan var því verri en fyrir ári en í minnisblaðinu kom þó fram að það væri búið að ráða í níu stöðugildi en það starfsfólk hefði ekki enn hafið störf. Þó tekið sé tillit til þess er staðan einnig verri en fyrir ári. Þá er tekið fram að auk þessara stöðugilda vænti leikskólastjórar þess að þeir þurfi að ráða í 28 önnur stöðugildi í stað núverandi starfsfólks sem mun fara í leyfi eða hætta störfum á komandi vikum og mánuðum. Samkvæmt minnisblaðinu er fullmannað í 53 prósent leikskólanna, rúman fimmtung leikskólanna vantar starfsfólk í eitt eða færri stöðugildi, níu prósent í 1 til 2,5 stöðugildi en ellefu leikskólar eiga eftir að ráða í 2,5 til 6 stöðugildi. Lágt faghlutfall og stytting vinnuviku áskorun Það valdi álagi á leikskólunum. Ólafur segir öll sveitarfélög landsins reyna að finna lausn á þessu en það sé flókið. Þá segir hann það einnig áskorun að það sé lágt faghlutfall og það vanti fleiri kennara inn í leikskólana. Samfélagið þurfi að skoða hvaða ástæður raunverulega liggi þar að baki. Leikskólakerfið sé í þróun og það sé að þenjast út samhliða samfélagslegri kröfu um að börn komist fyrr að, til dæmis. Sjá einnig: Mannekla á leikskólum „Kerfið er viðkvæmt fyrir því og við finnum að það er erfitt að þenja út kerfið á meðan staðan er svona,“ segir Ólafur og að það sé nauðsynlegt að allir taki sig saman, ríki, sveitarfélög, háskólasamfélagið og stéttarfélögin, og reyni að finna lausn á málinu. Þetta er til dæmis það sem foreldrar í bæði Brákarborg og Múlaborg hafa bent á. Það sé verið að byggja og stækka en ekki fáist starfsfólk í leikskólana sem fyrir eru. Ólafur segir þetta afar flókið. Það sé rík samfélagsleg krafa um að fjölga leikskólaplássum og fara neðar í aldri. „Það er ákall frá samfélaginu að finna lausnir á því hvað fólk eigi eiginlega að gera þegar fæðingarorlofi lýkur. Það er eitthvað sem hefur ekki komið nein raunveruleg lausn á.“ Hann segir nauðsynlegt að stækka kerfið, íbúum sé að fjölga og það þurfi að fjölga plássum í takt við það, en það þurfi aðrar lausnir líka en að þenja út leikskólakerfið. Það væri hægt að fara aðrar leiðir, eins og að lengja fæðingarorlofið. Koma hinum megin að vandanum? „Já, það er algjörlega málið og ég er að vísa til þess að það þarf að fá alla að borðinu og horfa á það hvort það séu fleiri leiðir færar en þessi.“ Foreldrar mótmæltu reglulega árið 2023 vegna þess að þeim hafði verið lofað leikskólaplássi en ekki tókst að koma þeim að. Ólafur segir þetta nýja kerfi viðbragð við þeirri stöðu sem kom þá upp.Vísir/Margrét Björk Ólafur segir að búið sé að manna í öll stöðugildi í um 60 prósent leikskóla en staðan sé erfið í um tíu leikskóla og nokkrir leikskólar þar sem staðan er mjög erfið. „Það er erfitt þar sem er fáliðun til lengri tíma. Oftast er það þannig að það er gerð fáliðunaráætlun sem gildir til skamms tíma á meðan er verið að vinna að því að manna og ná tökum á ástandinu og í flestum leikskólum er það þannig. Við viljum auðvitað ekki að það sé fáliðun neins staðar. Það væri óskandi að við gætum haft leikskólana okkar þannig að það væri fullmannað og það væri eftirsóknarvert að vinna í leikskóla. Þannig viljum við hafa það. En á meðan staðan er svona þá er þetta gríðarlega flókið og við höfum fullan skilning á því að fólk sé að nýta orlof og vinna launalausa daga. Þetta er auðvitað bara gríðarlega erfitt.“ Ólafur á von á því að í næstu innritun, sem hefst í mars, verði farið sömu leið í aðlögun fyrir skólaárið 2025 til 2026. Laga verklagið fyrir næsta ár „En auðvitað er þetta þannig að við vorum að keyra þetta í fyrsta sinn á þessu skólaári og við erum alltaf að endurmeta þetta og horfa á hvernig við getum bætt. Það getur vel verið að það verði einhverjar viðbætur við verkferilinn eða breytingar, en heilt yfir geri ég ráð fyrir að við séum að fara eins inn í innritunina.“ Hann segir erfitt að upplýsa foreldra fyrir fram hvort það verði erfiðleikar. Staða á mönnun að hausti liggi ekki endilega fyrir að vori en þau muni vera í góðu samstarfi við leikskólastjórnendur og reyna að bæta úr þessu í næstu innritun. „Þannig við reynum að sjá dálítið fyrir hvernig staðan verður fyrir komandi skólaár.“ Greinar foreldra á Brákarborg og Múlaborg Foreldrar barnanna í Brákarborg og Múlaborg gagnrýndu það sérstaklega í greinum sínum að verja ætti peningum í að byggja nýja leikskóla eða stækka aðra þegar ekki hefur tekist að manna í alla leikskóla. Fjallað var um það fyrr í mánuðinum að stækka ætti Múlaborg og byggja nýjan leikskóla í Elliðaárdal. Í grein foreldranna á Brákarborg kom fram að tólf starfsmenn væru í langtímaveikindaleyfi og að ítrekað hefði þurft að loka deildum á leikskólanum heilan eða hálfan dag. „Frá því að skólastarf hófst að nýju eftir sumarleyfi 2024 þann 12. ágúst og til áramóta hafa foreldrar og forráðafólk fengið 13 ólíka tölvupósta þar sem tilkynnt er um fáliðun, að sækja þurfi börnin á hádegi eða að tiltekin deild sé lokuð allan daginn. Þá voru teknar upp skipulagðar lokanir á hádegi sjö föstudaga þar sem ekki var hægt að manna leikskólann. Uppsafnað eru þetta 19 skipti þar sem er lokað heilan eða hálfan dag. Þar á undan, frá upphafi árs 2024 og til sumarleyfis, voru í heildina 21 skipti þar sem lokað var allan daginn, skipt var á milli deilda og þrisvar sinnum þurfti að sækja börnin fyrr utan þessi skipti,“ segir í greininni. Á Múlaborg hefur verið uppi svipuð staða en stjórn foreldrafélags leikskólans skrifaði í grein sinni að á hálfu ári, frá enda sumarlokunar þar til í dag, hafi lokanir fyrir sérhvert barn verið 21 talsins, tveir heilir dagar og 19 dagar þar sem sækja þurfti barn fyrir klukkan tólf á hádegi. „Þetta eru 21 skipti fyrir foreldra/forsjáraðila 128 barna. Foreldrar og aðrir aðstandendur hafa mismikil tök á því að bregðast við þessum vanda. Það gefur hins vegar augaleið að þetta er ekki auðvelt fyrir neinn og algjörlega óboðleg staða,“ sagði stjórnin í grein sinni. Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Réttindi barna Tengdar fréttir Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Nýr leikskóli mun rísa við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal og stefnt er á að hann verði tilbúinn til notkunar á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Reykjavíkurborg mun reka leikskólann. 9. janúar 2025 17:55 Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Reykjavíkurborg hyggst ganga til til viðræðna við fasteignafélagið Heima um að stækka húsnæði leikskólans Múlaborgar sem stendur við Ármúla 6. Áætlað er að stækkun leikskólans muni skila sér í fjölgun plássa fyrir 48 til 120 börn. 10. janúar 2025 10:06 Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, virðist gefa lítið fyrir áform um aukna aðkomu atvinnulífsins að leikskólamálum. Hugsanavilla virðist vera í gangi um að einkafyrirtækjum muni ganga betur en hinu opinbera að laða til sín kennara og fæstir spyrji að því hvað sé best fyrir sjálf börnin. 17. desember 2024 06:44 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira
Fáliðun þýðir að of fáir starfsmenn eru að vinna miðað við fjölda barna. Yfirleitt er tekið til þess ráðs að senda ákveðnar deildir heim eða ákveðinn hluta deildar allan daginn eða hluta dags. Leikskólar reyna að dreifa álaginu þannig fáliðunin bitni ekki oft á sama barninu. Eins og stendur er búið að fullmanna um 60 prósent leikskóla í Reykjavík en staðan er erfið í um tíu þeirra og mjög erfið í nokkrum til viðbótar. Alls eru reknir 67 leikskólar í Reykjavík. Foreldrar í Brákarborg og foreldrar barna í Múlaborg hafa nýlega kvartað undan reglulegri eða jafnvel skipulagðri fáliðun og hafa bæði bent á það í aðsendum greinum á Vísi að lokanir séu farnar að hafa veruleg áhrif á líðan og skólastarf í heild. Þau gagnrýna á sama tíma þenslu í kerfinu í tilefni af fréttum af stækkun Múlaborgar og byggingar nýs leikskóla í Elliðaárdal. Ástæða þessarar auknu fáliðunar er mönnunarvandi en einnig þessi nýbreytni borgarinnar á yfirstandandi skólaári að taka inn öll börn sem fengu boð um vistun fyrir skólaárið 2024 til 2025 í stóru innrituninni í mars 2024. Frá og með 1. nóvember voru því öll börn, sem höfðu fengið dagsetningu um vistun og boð, komin inn á leikskóla, sama hvort það var búið að fullmanna leikskólann eða ekki. Fyrri ár hefur verið beðið með að taka börnin inn þar til búið var að manna og því oft innritun tafist og foreldrar á meðan beðið. Þeir leikskólar sem ekki voru fullmannaðir á þessum tíma hafa þess í stað þurft að fara í fáliðun. „Ástæðan fyrir því að þetta var gert er að á árinu á undan er að þá voru nokkur tilvik þar sem það voru leikskólar sem voru í mönnunarvanda og börn sem höfðu fengið boð í innrituninni að vori komust í rauninni ekkert inn allt skólaárið,“ segir Ólafur Brynjar Bjarkarson, skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við fréttastofu. Fáliðun í 39 af 67 leikskólum Samkvæmt upplýsingum frá borginni hafa 39 leikskólar, af 67, þurft að grípa til fáliðunar á haustönn, eða frá 1. september til 5. desember 2024. Fáliðun hafði áhrif á 2.183 börn sem þurftu að meðaltali að vera heima í 23 klukkustundir. Það geta þá verið um þrír heilir dagar eða fimm til sex hálfir dagar. Ástandið er mismunandi eftir leikskólum. Af þeim leikskólum sem hafa þurft að grípa til fáliðunar hafa 14 þurft að senda börnin heim þrisvar eða að hámarki einu sinni í mánuði. Alls eru 1.300 börn í þeim hópi samkvæmt upplýsingum frá borginni. Sex leikskólar þurftu að grípa til þessa úrræðis fjórum til sex sinnum á þessu þriggja mánaða tímabili og sex leikskólar sjö til níu sinnum. Þá þurftu 270 börn að vera heima tíu sinnum eða oftar. Í samantekt borgarinnar um málið segir að ekkert barn hafi orðið fyrir skerðingu oftar en 15 sinnum. „Flestir leikskólar reyna eftir fremsta megni að dreifa fáliðunarskerðingunni jafnt. Nokkrir leikskólar hafa þurft að vera í skipulagðri fáliðun yfir lengri tíma, allt frá 25 dögum til 52 daga, og tekið skal fram að það getur átt við hluta úr degi,“ segir að lokum. Ein leið til að gæta sanngirni „Þetta er ein leið til að gæta sanngirni þannig að foreldrar fái svör sem eru búnir að vera að bíða lengi eftir að komast í aðlögun og þannig erum við að koma í veg fyrir að þetta gerist að foreldrar bíði svona lengi.“ Ólafur segir auðvitað ókosti við þetta verklag líka en heilt yfir telji þau þetta skapa sanngjarna leið. „Ókosturinn er sá að þegar leikskólar eru í miklum mönnunarvanda þá þýðir þetta það að það verða til fáliðunaráætlanir sem gætu varað í langan tíma með miklum óþægindum fyrir alla foreldra og erfileikum í leikskólanum yfir höfuð.“ Sjá einnig: Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Hann segir borgina auðvitað styðja við leikskólana í ráðningarferli og sérstaklega þar sem er vandi en það sé erfitt að ráða í leikskóla víða um land. Hann segir samfélagið allt þurfa að horfast í augu við það og ráðast að rótum vandans. Foreldrar hafa gagnrýnt að stækka eigi leikskóla og byggja nýja þegar ekki tekst að manna þá 67 sem fyrir eru.Vísir/Vilhelm Kennarar hafa til dæmis í kjarabaráttu sinni talað um launin og mikilvægi þess að viðhalda faglegu starfi innan leikskólanna með faglærðu fólki. „Ég held að heilt yfir sé hægt að segja að leikskólakerfið sé á erfiðum stað. Það eru ýmsar ástæður fyrir því. Við viljum bæta starfsumhverfið þannig að starf í leikskóla verði eftirsóknarvert og höfum verið að vinna í því að bæta starfsumhverfið. Það eru áskoranir, við vitum það, til dæmis varðandi 36 stunda viku,“ segir Ólafur og á þá við innleiðingu styttingar vinnuvikunnar sem hefur reynst afar erfið í leikskólum. „Leikskólar eru viðkvæm starfsemi og það þýðir að þegar starfsmaður vinnur 36 stunda vinnuviku en börnin eru að meðaltali 40 stundir á viku í leikskólanum þá þýðir það einhvers konar undirmönnun yfir daginn.“ Mönnun á leikskólum Í minnisblaði skóla- og frístundasviðs sem tekið var saman í janúar á þessu ári kemur fram að í leikskólum borgarinnar ætti eftir að ráða í í 55,1 stöðugildi á deildum, sérkennslu og stjórnun samanborið við 46,8 stöðugildi þann 16. janúar 2024. Þá átti á einnig eftir að ráða í samtals þrettán stöðugildi í eldhús og vegna afleysinga vegna undirbúningstíma og skammtímaveikinda. Samtals á því eftir að ráða í 67,7 stöðugildi samanborið við 81 stöðugildi en þann 16. janúar fyrir ári átti eftir að ráða í 61 stöðugildi. Staðan var því verri en fyrir ári en í minnisblaðinu kom þó fram að það væri búið að ráða í níu stöðugildi en það starfsfólk hefði ekki enn hafið störf. Þó tekið sé tillit til þess er staðan einnig verri en fyrir ári. Þá er tekið fram að auk þessara stöðugilda vænti leikskólastjórar þess að þeir þurfi að ráða í 28 önnur stöðugildi í stað núverandi starfsfólks sem mun fara í leyfi eða hætta störfum á komandi vikum og mánuðum. Samkvæmt minnisblaðinu er fullmannað í 53 prósent leikskólanna, rúman fimmtung leikskólanna vantar starfsfólk í eitt eða færri stöðugildi, níu prósent í 1 til 2,5 stöðugildi en ellefu leikskólar eiga eftir að ráða í 2,5 til 6 stöðugildi. Lágt faghlutfall og stytting vinnuviku áskorun Það valdi álagi á leikskólunum. Ólafur segir öll sveitarfélög landsins reyna að finna lausn á þessu en það sé flókið. Þá segir hann það einnig áskorun að það sé lágt faghlutfall og það vanti fleiri kennara inn í leikskólana. Samfélagið þurfi að skoða hvaða ástæður raunverulega liggi þar að baki. Leikskólakerfið sé í þróun og það sé að þenjast út samhliða samfélagslegri kröfu um að börn komist fyrr að, til dæmis. Sjá einnig: Mannekla á leikskólum „Kerfið er viðkvæmt fyrir því og við finnum að það er erfitt að þenja út kerfið á meðan staðan er svona,“ segir Ólafur og að það sé nauðsynlegt að allir taki sig saman, ríki, sveitarfélög, háskólasamfélagið og stéttarfélögin, og reyni að finna lausn á málinu. Þetta er til dæmis það sem foreldrar í bæði Brákarborg og Múlaborg hafa bent á. Það sé verið að byggja og stækka en ekki fáist starfsfólk í leikskólana sem fyrir eru. Ólafur segir þetta afar flókið. Það sé rík samfélagsleg krafa um að fjölga leikskólaplássum og fara neðar í aldri. „Það er ákall frá samfélaginu að finna lausnir á því hvað fólk eigi eiginlega að gera þegar fæðingarorlofi lýkur. Það er eitthvað sem hefur ekki komið nein raunveruleg lausn á.“ Hann segir nauðsynlegt að stækka kerfið, íbúum sé að fjölga og það þurfi að fjölga plássum í takt við það, en það þurfi aðrar lausnir líka en að þenja út leikskólakerfið. Það væri hægt að fara aðrar leiðir, eins og að lengja fæðingarorlofið. Koma hinum megin að vandanum? „Já, það er algjörlega málið og ég er að vísa til þess að það þarf að fá alla að borðinu og horfa á það hvort það séu fleiri leiðir færar en þessi.“ Foreldrar mótmæltu reglulega árið 2023 vegna þess að þeim hafði verið lofað leikskólaplássi en ekki tókst að koma þeim að. Ólafur segir þetta nýja kerfi viðbragð við þeirri stöðu sem kom þá upp.Vísir/Margrét Björk Ólafur segir að búið sé að manna í öll stöðugildi í um 60 prósent leikskóla en staðan sé erfið í um tíu leikskóla og nokkrir leikskólar þar sem staðan er mjög erfið. „Það er erfitt þar sem er fáliðun til lengri tíma. Oftast er það þannig að það er gerð fáliðunaráætlun sem gildir til skamms tíma á meðan er verið að vinna að því að manna og ná tökum á ástandinu og í flestum leikskólum er það þannig. Við viljum auðvitað ekki að það sé fáliðun neins staðar. Það væri óskandi að við gætum haft leikskólana okkar þannig að það væri fullmannað og það væri eftirsóknarvert að vinna í leikskóla. Þannig viljum við hafa það. En á meðan staðan er svona þá er þetta gríðarlega flókið og við höfum fullan skilning á því að fólk sé að nýta orlof og vinna launalausa daga. Þetta er auðvitað bara gríðarlega erfitt.“ Ólafur á von á því að í næstu innritun, sem hefst í mars, verði farið sömu leið í aðlögun fyrir skólaárið 2025 til 2026. Laga verklagið fyrir næsta ár „En auðvitað er þetta þannig að við vorum að keyra þetta í fyrsta sinn á þessu skólaári og við erum alltaf að endurmeta þetta og horfa á hvernig við getum bætt. Það getur vel verið að það verði einhverjar viðbætur við verkferilinn eða breytingar, en heilt yfir geri ég ráð fyrir að við séum að fara eins inn í innritunina.“ Hann segir erfitt að upplýsa foreldra fyrir fram hvort það verði erfiðleikar. Staða á mönnun að hausti liggi ekki endilega fyrir að vori en þau muni vera í góðu samstarfi við leikskólastjórnendur og reyna að bæta úr þessu í næstu innritun. „Þannig við reynum að sjá dálítið fyrir hvernig staðan verður fyrir komandi skólaár.“ Greinar foreldra á Brákarborg og Múlaborg Foreldrar barnanna í Brákarborg og Múlaborg gagnrýndu það sérstaklega í greinum sínum að verja ætti peningum í að byggja nýja leikskóla eða stækka aðra þegar ekki hefur tekist að manna í alla leikskóla. Fjallað var um það fyrr í mánuðinum að stækka ætti Múlaborg og byggja nýjan leikskóla í Elliðaárdal. Í grein foreldranna á Brákarborg kom fram að tólf starfsmenn væru í langtímaveikindaleyfi og að ítrekað hefði þurft að loka deildum á leikskólanum heilan eða hálfan dag. „Frá því að skólastarf hófst að nýju eftir sumarleyfi 2024 þann 12. ágúst og til áramóta hafa foreldrar og forráðafólk fengið 13 ólíka tölvupósta þar sem tilkynnt er um fáliðun, að sækja þurfi börnin á hádegi eða að tiltekin deild sé lokuð allan daginn. Þá voru teknar upp skipulagðar lokanir á hádegi sjö föstudaga þar sem ekki var hægt að manna leikskólann. Uppsafnað eru þetta 19 skipti þar sem er lokað heilan eða hálfan dag. Þar á undan, frá upphafi árs 2024 og til sumarleyfis, voru í heildina 21 skipti þar sem lokað var allan daginn, skipt var á milli deilda og þrisvar sinnum þurfti að sækja börnin fyrr utan þessi skipti,“ segir í greininni. Á Múlaborg hefur verið uppi svipuð staða en stjórn foreldrafélags leikskólans skrifaði í grein sinni að á hálfu ári, frá enda sumarlokunar þar til í dag, hafi lokanir fyrir sérhvert barn verið 21 talsins, tveir heilir dagar og 19 dagar þar sem sækja þurfti barn fyrir klukkan tólf á hádegi. „Þetta eru 21 skipti fyrir foreldra/forsjáraðila 128 barna. Foreldrar og aðrir aðstandendur hafa mismikil tök á því að bregðast við þessum vanda. Það gefur hins vegar augaleið að þetta er ekki auðvelt fyrir neinn og algjörlega óboðleg staða,“ sagði stjórnin í grein sinni.
Fáliðun í 39 af 67 leikskólum Samkvæmt upplýsingum frá borginni hafa 39 leikskólar, af 67, þurft að grípa til fáliðunar á haustönn, eða frá 1. september til 5. desember 2024. Fáliðun hafði áhrif á 2.183 börn sem þurftu að meðaltali að vera heima í 23 klukkustundir. Það geta þá verið um þrír heilir dagar eða fimm til sex hálfir dagar. Ástandið er mismunandi eftir leikskólum. Af þeim leikskólum sem hafa þurft að grípa til fáliðunar hafa 14 þurft að senda börnin heim þrisvar eða að hámarki einu sinni í mánuði. Alls eru 1.300 börn í þeim hópi samkvæmt upplýsingum frá borginni. Sex leikskólar þurftu að grípa til þessa úrræðis fjórum til sex sinnum á þessu þriggja mánaða tímabili og sex leikskólar sjö til níu sinnum. Þá þurftu 270 börn að vera heima tíu sinnum eða oftar. Í samantekt borgarinnar um málið segir að ekkert barn hafi orðið fyrir skerðingu oftar en 15 sinnum. „Flestir leikskólar reyna eftir fremsta megni að dreifa fáliðunarskerðingunni jafnt. Nokkrir leikskólar hafa þurft að vera í skipulagðri fáliðun yfir lengri tíma, allt frá 25 dögum til 52 daga, og tekið skal fram að það getur átt við hluta úr degi,“ segir að lokum.
Mönnun á leikskólum Í minnisblaði skóla- og frístundasviðs sem tekið var saman í janúar á þessu ári kemur fram að í leikskólum borgarinnar ætti eftir að ráða í í 55,1 stöðugildi á deildum, sérkennslu og stjórnun samanborið við 46,8 stöðugildi þann 16. janúar 2024. Þá átti á einnig eftir að ráða í samtals þrettán stöðugildi í eldhús og vegna afleysinga vegna undirbúningstíma og skammtímaveikinda. Samtals á því eftir að ráða í 67,7 stöðugildi samanborið við 81 stöðugildi en þann 16. janúar fyrir ári átti eftir að ráða í 61 stöðugildi. Staðan var því verri en fyrir ári en í minnisblaðinu kom þó fram að það væri búið að ráða í níu stöðugildi en það starfsfólk hefði ekki enn hafið störf. Þó tekið sé tillit til þess er staðan einnig verri en fyrir ári. Þá er tekið fram að auk þessara stöðugilda vænti leikskólastjórar þess að þeir þurfi að ráða í 28 önnur stöðugildi í stað núverandi starfsfólks sem mun fara í leyfi eða hætta störfum á komandi vikum og mánuðum. Samkvæmt minnisblaðinu er fullmannað í 53 prósent leikskólanna, rúman fimmtung leikskólanna vantar starfsfólk í eitt eða færri stöðugildi, níu prósent í 1 til 2,5 stöðugildi en ellefu leikskólar eiga eftir að ráða í 2,5 til 6 stöðugildi.
Greinar foreldra á Brákarborg og Múlaborg Foreldrar barnanna í Brákarborg og Múlaborg gagnrýndu það sérstaklega í greinum sínum að verja ætti peningum í að byggja nýja leikskóla eða stækka aðra þegar ekki hefur tekist að manna í alla leikskóla. Fjallað var um það fyrr í mánuðinum að stækka ætti Múlaborg og byggja nýjan leikskóla í Elliðaárdal. Í grein foreldranna á Brákarborg kom fram að tólf starfsmenn væru í langtímaveikindaleyfi og að ítrekað hefði þurft að loka deildum á leikskólanum heilan eða hálfan dag. „Frá því að skólastarf hófst að nýju eftir sumarleyfi 2024 þann 12. ágúst og til áramóta hafa foreldrar og forráðafólk fengið 13 ólíka tölvupósta þar sem tilkynnt er um fáliðun, að sækja þurfi börnin á hádegi eða að tiltekin deild sé lokuð allan daginn. Þá voru teknar upp skipulagðar lokanir á hádegi sjö föstudaga þar sem ekki var hægt að manna leikskólann. Uppsafnað eru þetta 19 skipti þar sem er lokað heilan eða hálfan dag. Þar á undan, frá upphafi árs 2024 og til sumarleyfis, voru í heildina 21 skipti þar sem lokað var allan daginn, skipt var á milli deilda og þrisvar sinnum þurfti að sækja börnin fyrr utan þessi skipti,“ segir í greininni. Á Múlaborg hefur verið uppi svipuð staða en stjórn foreldrafélags leikskólans skrifaði í grein sinni að á hálfu ári, frá enda sumarlokunar þar til í dag, hafi lokanir fyrir sérhvert barn verið 21 talsins, tveir heilir dagar og 19 dagar þar sem sækja þurfti barn fyrir klukkan tólf á hádegi. „Þetta eru 21 skipti fyrir foreldra/forsjáraðila 128 barna. Foreldrar og aðrir aðstandendur hafa mismikil tök á því að bregðast við þessum vanda. Það gefur hins vegar augaleið að þetta er ekki auðvelt fyrir neinn og algjörlega óboðleg staða,“ sagði stjórnin í grein sinni.
Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Réttindi barna Tengdar fréttir Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Nýr leikskóli mun rísa við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal og stefnt er á að hann verði tilbúinn til notkunar á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Reykjavíkurborg mun reka leikskólann. 9. janúar 2025 17:55 Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Reykjavíkurborg hyggst ganga til til viðræðna við fasteignafélagið Heima um að stækka húsnæði leikskólans Múlaborgar sem stendur við Ármúla 6. Áætlað er að stækkun leikskólans muni skila sér í fjölgun plássa fyrir 48 til 120 börn. 10. janúar 2025 10:06 Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, virðist gefa lítið fyrir áform um aukna aðkomu atvinnulífsins að leikskólamálum. Hugsanavilla virðist vera í gangi um að einkafyrirtækjum muni ganga betur en hinu opinbera að laða til sín kennara og fæstir spyrji að því hvað sé best fyrir sjálf börnin. 17. desember 2024 06:44 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira
Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Nýr leikskóli mun rísa við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal og stefnt er á að hann verði tilbúinn til notkunar á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Reykjavíkurborg mun reka leikskólann. 9. janúar 2025 17:55
Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Reykjavíkurborg hyggst ganga til til viðræðna við fasteignafélagið Heima um að stækka húsnæði leikskólans Múlaborgar sem stendur við Ármúla 6. Áætlað er að stækkun leikskólans muni skila sér í fjölgun plássa fyrir 48 til 120 börn. 10. janúar 2025 10:06
Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, virðist gefa lítið fyrir áform um aukna aðkomu atvinnulífsins að leikskólamálum. Hugsanavilla virðist vera í gangi um að einkafyrirtækjum muni ganga betur en hinu opinbera að laða til sín kennara og fæstir spyrji að því hvað sé best fyrir sjálf börnin. 17. desember 2024 06:44