Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar 27. janúar 2025 11:01 Nú hefur komið í ljós að bæði Flokkur fólksins og Vinstri græn fengu styrki sem eru ætlaðir stjórnmálasamtökum – án þess að flokkarnir væru skráðir stjórnmálasamtök í stjórnmálasamtakaskrá hjá Skattinum. Sem er afdráttarlaust og ótvírætt skilyrði styrkveitingarinnar. Hvað segir stjórnsýslufræðingur í slíku máli? Um er að ræða 240 milljónir til Flokks fólksins og til Vinstri grænna fóru „amk. 207 milljónir” – skv. Morgunblaðinu 27. jan 2025. Vinstri græn virðast hafa skráð sig í stjórnmálasamtakaskrá í lok mars 2023 – hafi flokkurinn hins vegar gert það eftir 25. janúar 2024 fékk hann auk þess 100 milljónir heimildarlaust. Í þessu efni gerist tvennt: Fjársýsla ríkisins gerir mistök með því að greiða út styrki án heimildar og viðkomandi flokkar tóku við fé sem þeim bar ekki. Hið opinbera – sem jafnvel umfram aðrar skyldur ber að fara vel með almannafé – getur ekki annað gert en að afturkalla styrkina og krefjast endurgreiðslu. Það getur ekki sleppt því að sækja málið. Um háar upphæðir er að ræða til aðila sem óhjákvæmilega verða vegna stöðu sinnar gagnvart almenningi að hafa allt sitt á hreinu. Raunar líka þótt svo væri ekki. Má minna á ofgreiðslur til æðstu embættismanna ríkisins í fyrra, en það mál fór til dómstóla. Það unnu reyndar embættismennirnir, m.a. á þeirri forsendu að þeir hefðu verið í góðri trú, en ekki tekið vísvitandi við ofgreiðslu. Tæplega gildir það sama um Flokk fólksins og Vinstri græn og gilti um embættismennina því skilyrði styrkveitingarinnar eru skýrt og greinilega tilgreint efst í lögunum um starfsemi stjórnmálasamtaka. Þau lög hafa flokksmenn orðið að lesa, bæði vegna þessa styrks og annarra styrkja sem veittir eru á grundvelli þeirra laga. Þau lög eru biblía stjórnmálaframboða. Æðstu embættismenn ríkisins höfðu engar sambærilegar upplýsingar og gátu ekki séð fyrir að launagreiðslur þeirra væru of háar. Í þessu felst svo afdráttarlaus munur að telja verður víst að ríkið ynni dómsmál gegn Flokki fólksins og Vinstri grænum. Þá er ljóst að starfsmenn Fjársýslu ríkisins hafa gert sig seka um vanrækslu – þeir áttu að kanna hvort skilyrðum fjárveitingarinnar væri fullnægt – og þeir gera það óneitanlega þegar þeir greiða aðra styrki og til síður mikilvægra aðila. Svo stórt er þetta mál – upp á 400-500 milljónir kr. – að eðlilegt er að forstöðumaður Fjársýslunnar verði áminntur fyrir vanrækslu í starfi. Hvað geta flokkarnir gert? Hið augljósa svar er að þeir verða að leita til félagsmanna sinna eftir styrkveitingum. Það er hin heiðarlega og siðlega leið. Hins vegar gæti það verið erfitt – og hin íslenska leið, að fara í gjaldþrot, gæti orðið þrautaráðið. Það liggur beint við hjá Vinstri grænum sem ekki hefur marga fylgismenn lengur (endurgreiðslur flokksmanna yrðu 41.616 kr. pr. hvert atkvæði sem flokkurinn fékk 30. nóv. s.l. eða 61.720 ef flokkurinn skráði sig eftir 25. jan. 2024). Flokkur fólksins hefur hins vegar mikið fleiri fylgismenn, en honum er leikur einn að leggja niður flokksfélagið sem þarf að endurgreiða ríkinu og stofna ný stjórnmálasamtök á næsta landsfundi – þ.e. hafa kennitöluskipti. Þótt flokkurinn sem bauð fram hverfi þannig af sjónarsviðinu hefur það engin áhrif á þingmennsku þingmanna flokksins – þeir eru orðnir alþingismenn og það verður ekki af þeim tekið. Þá er það ósagt – sem mörgum mun þykja skemmtilegt – að stjórnmálasamtök sem voru rétt skráð á árunum sem um ræðir eiga tvímælalausan rétt á að fá frá ríkinu það fé sem ofgreitt var til Flokks fólksins og Vinstri grænna. Morgunblaðið hefur reiknað þessar kröfur út og gefum því orðið: „Sjálfstæðisflokkurinn var hlunnfarinn um 115-145 milljónir, eftir því hvenær árs 2024 VG hlaut skráningu hjá Skattinum, Framsóknarflokkurinn um 81-103 milljónir, Samfylkingin [varð] af 47-59 milljónum, Píratar af 40-51 milljón, Viðreisn af 39-49 milljónum, Miðflokkurinn af 26-33 milljónum og Sósíalistaflokkurinn af 19-24 milljónum.“ (Mbl. 27. jan. 2025). Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Skoðun Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur komið í ljós að bæði Flokkur fólksins og Vinstri græn fengu styrki sem eru ætlaðir stjórnmálasamtökum – án þess að flokkarnir væru skráðir stjórnmálasamtök í stjórnmálasamtakaskrá hjá Skattinum. Sem er afdráttarlaust og ótvírætt skilyrði styrkveitingarinnar. Hvað segir stjórnsýslufræðingur í slíku máli? Um er að ræða 240 milljónir til Flokks fólksins og til Vinstri grænna fóru „amk. 207 milljónir” – skv. Morgunblaðinu 27. jan 2025. Vinstri græn virðast hafa skráð sig í stjórnmálasamtakaskrá í lok mars 2023 – hafi flokkurinn hins vegar gert það eftir 25. janúar 2024 fékk hann auk þess 100 milljónir heimildarlaust. Í þessu efni gerist tvennt: Fjársýsla ríkisins gerir mistök með því að greiða út styrki án heimildar og viðkomandi flokkar tóku við fé sem þeim bar ekki. Hið opinbera – sem jafnvel umfram aðrar skyldur ber að fara vel með almannafé – getur ekki annað gert en að afturkalla styrkina og krefjast endurgreiðslu. Það getur ekki sleppt því að sækja málið. Um háar upphæðir er að ræða til aðila sem óhjákvæmilega verða vegna stöðu sinnar gagnvart almenningi að hafa allt sitt á hreinu. Raunar líka þótt svo væri ekki. Má minna á ofgreiðslur til æðstu embættismanna ríkisins í fyrra, en það mál fór til dómstóla. Það unnu reyndar embættismennirnir, m.a. á þeirri forsendu að þeir hefðu verið í góðri trú, en ekki tekið vísvitandi við ofgreiðslu. Tæplega gildir það sama um Flokk fólksins og Vinstri græn og gilti um embættismennina því skilyrði styrkveitingarinnar eru skýrt og greinilega tilgreint efst í lögunum um starfsemi stjórnmálasamtaka. Þau lög hafa flokksmenn orðið að lesa, bæði vegna þessa styrks og annarra styrkja sem veittir eru á grundvelli þeirra laga. Þau lög eru biblía stjórnmálaframboða. Æðstu embættismenn ríkisins höfðu engar sambærilegar upplýsingar og gátu ekki séð fyrir að launagreiðslur þeirra væru of háar. Í þessu felst svo afdráttarlaus munur að telja verður víst að ríkið ynni dómsmál gegn Flokki fólksins og Vinstri grænum. Þá er ljóst að starfsmenn Fjársýslu ríkisins hafa gert sig seka um vanrækslu – þeir áttu að kanna hvort skilyrðum fjárveitingarinnar væri fullnægt – og þeir gera það óneitanlega þegar þeir greiða aðra styrki og til síður mikilvægra aðila. Svo stórt er þetta mál – upp á 400-500 milljónir kr. – að eðlilegt er að forstöðumaður Fjársýslunnar verði áminntur fyrir vanrækslu í starfi. Hvað geta flokkarnir gert? Hið augljósa svar er að þeir verða að leita til félagsmanna sinna eftir styrkveitingum. Það er hin heiðarlega og siðlega leið. Hins vegar gæti það verið erfitt – og hin íslenska leið, að fara í gjaldþrot, gæti orðið þrautaráðið. Það liggur beint við hjá Vinstri grænum sem ekki hefur marga fylgismenn lengur (endurgreiðslur flokksmanna yrðu 41.616 kr. pr. hvert atkvæði sem flokkurinn fékk 30. nóv. s.l. eða 61.720 ef flokkurinn skráði sig eftir 25. jan. 2024). Flokkur fólksins hefur hins vegar mikið fleiri fylgismenn, en honum er leikur einn að leggja niður flokksfélagið sem þarf að endurgreiða ríkinu og stofna ný stjórnmálasamtök á næsta landsfundi – þ.e. hafa kennitöluskipti. Þótt flokkurinn sem bauð fram hverfi þannig af sjónarsviðinu hefur það engin áhrif á þingmennsku þingmanna flokksins – þeir eru orðnir alþingismenn og það verður ekki af þeim tekið. Þá er það ósagt – sem mörgum mun þykja skemmtilegt – að stjórnmálasamtök sem voru rétt skráð á árunum sem um ræðir eiga tvímælalausan rétt á að fá frá ríkinu það fé sem ofgreitt var til Flokks fólksins og Vinstri grænna. Morgunblaðið hefur reiknað þessar kröfur út og gefum því orðið: „Sjálfstæðisflokkurinn var hlunnfarinn um 115-145 milljónir, eftir því hvenær árs 2024 VG hlaut skráningu hjá Skattinum, Framsóknarflokkurinn um 81-103 milljónir, Samfylkingin [varð] af 47-59 milljónum, Píratar af 40-51 milljón, Viðreisn af 39-49 milljónum, Miðflokkurinn af 26-33 milljónum og Sósíalistaflokkurinn af 19-24 milljónum.“ (Mbl. 27. jan. 2025). Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun