Fjarðabyggð gegn kjarasamningum Halla Gunnarsdóttir og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir skrifa 29. janúar 2025 08:16 Fyrir tæpu ári síðan voru undirritaðir langtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði þar sem launafólk undirgekkst afar hóflegar launahækkanir á verðbólgutímum gegn því að atvinnurekendur héldu aftur af verðhækkunum og hið opinbera aftur af gjaldskrárhækkunum. Stóðu vonir til þess að þar með myndu skapast aðstæður til lægri verðbólgu og lækkunar vaxta og að kaupmáttur launafólks yrði varinn. Allt að 62% hækkun á leikskólagjöldum Fyrir sveitarfélög var miðað við að hámarki 3,5% hækkun á gjaldskrám og að sérstaklega ætti að horfa til þess að verja barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu. Vissulega er það áskorun fyrir fjölmörg sveitarfélög að halda aftur af gjaldskrárhækkunum og hafa sum reynt að teygja sig út fyrir rammann. Sú hækkun sem Fjarðabyggð hefur boðað á leikskólagjöldum sker sig hins vegar úr og ef bæjaryfirvöld hverfa ekki frá áformum sínum mun launafólk með leikskólabörn í sveitarfélaginu þurfa að taka á sig 24–62% hækkun á leikskólagjöldum, eftir lengd vistunartíma. Á fundi AFLs og VR með bæjarráði og bæjarstjóra Fjarðarbyggðar 27. janúar sl. kom skýrt fram að breytingunum væri ætlað að leysa mönnunarvanda leikskóla í sveitarfélaginu með því að fækka þeim klukkustundum og dögum sem börn eru í leikskóla. Er vísað til „fjárhagslegs hvata“ fyrir foreldra sem geta haft börn sín skemur og sjaldnar í leikskóla en í raun er um að ræða fjárhagslega refsingu fyrir foreldra sem vinna fulla vinnu og þarfnast leikskólavistar fyrir börn sín í samræmi við það. Til viðbótar við sex starfsdaga og tuttugu skyldubundna sumarfrísdaga er nú gert ráð fyrir tuttugu „skráningardögum“ sem foreldrum ber að greiða sérstakt gjald fyrir. Samanlagt eru þetta því um 46 dagar á ári, en rétt er að taka fram að ungt launafólk á almennum vinnumarkaði er alla jafna með 24 orlofsdaga á ári. Enn fremur kemur launafólk á almennum markaði yfirleitt úr fæðingarorlofi án orlofsréttinda þar sem ávinnsla orlofs stöðvast í fæðingarorlofi. Þetta setur því bæði mikla fjárhagslega og andlega pressu á foreldra ungra barna. Fjarðabyggð endurskoði ákvörðun sína Ljóst er að við ákvörðun sína tók Fjarðabyggð hvorki mið af gildandi kjarasamningum né af þeim áhrifum sem stefnumótunin getur haft á launafólk og á samfélagsgerðina. Fjárhagslegum byrðum er velt umhugsunarlaust yfir á herðar foreldra ungra barna og áhrif á jafnrétti kynjanna ekki ígrunduð. Bæjaryfirvöld vilja að hækkun frístundastyrks og takmörkun á hækkun fasteignagjalda séu tekin með í reikninginn. Þetta eru ágætar ákvarðanir út af fyrir sig, en þær breyta engu um hækkun leikskólagjalda sem leggst á ákveðinn hóp samfélagsins, það er að segja fullvinnandi foreldra ungra barna. Við berum vonir til þess að bæjarstjórn Fjarðabyggðar taki ákvörðun sína til endurskoðunar og vindi ofan af fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum. Verði svo ekki, er ljóst að sveitarfélagið gengur gegn gildandi kjarasamningum og stuðlar að ósátt á vinnumarkaði. Höfundar eru Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs, og Halla Gunnarsdóttir, formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Stéttarfélög Kjaramál Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpu ári síðan voru undirritaðir langtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði þar sem launafólk undirgekkst afar hóflegar launahækkanir á verðbólgutímum gegn því að atvinnurekendur héldu aftur af verðhækkunum og hið opinbera aftur af gjaldskrárhækkunum. Stóðu vonir til þess að þar með myndu skapast aðstæður til lægri verðbólgu og lækkunar vaxta og að kaupmáttur launafólks yrði varinn. Allt að 62% hækkun á leikskólagjöldum Fyrir sveitarfélög var miðað við að hámarki 3,5% hækkun á gjaldskrám og að sérstaklega ætti að horfa til þess að verja barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu. Vissulega er það áskorun fyrir fjölmörg sveitarfélög að halda aftur af gjaldskrárhækkunum og hafa sum reynt að teygja sig út fyrir rammann. Sú hækkun sem Fjarðabyggð hefur boðað á leikskólagjöldum sker sig hins vegar úr og ef bæjaryfirvöld hverfa ekki frá áformum sínum mun launafólk með leikskólabörn í sveitarfélaginu þurfa að taka á sig 24–62% hækkun á leikskólagjöldum, eftir lengd vistunartíma. Á fundi AFLs og VR með bæjarráði og bæjarstjóra Fjarðarbyggðar 27. janúar sl. kom skýrt fram að breytingunum væri ætlað að leysa mönnunarvanda leikskóla í sveitarfélaginu með því að fækka þeim klukkustundum og dögum sem börn eru í leikskóla. Er vísað til „fjárhagslegs hvata“ fyrir foreldra sem geta haft börn sín skemur og sjaldnar í leikskóla en í raun er um að ræða fjárhagslega refsingu fyrir foreldra sem vinna fulla vinnu og þarfnast leikskólavistar fyrir börn sín í samræmi við það. Til viðbótar við sex starfsdaga og tuttugu skyldubundna sumarfrísdaga er nú gert ráð fyrir tuttugu „skráningardögum“ sem foreldrum ber að greiða sérstakt gjald fyrir. Samanlagt eru þetta því um 46 dagar á ári, en rétt er að taka fram að ungt launafólk á almennum vinnumarkaði er alla jafna með 24 orlofsdaga á ári. Enn fremur kemur launafólk á almennum markaði yfirleitt úr fæðingarorlofi án orlofsréttinda þar sem ávinnsla orlofs stöðvast í fæðingarorlofi. Þetta setur því bæði mikla fjárhagslega og andlega pressu á foreldra ungra barna. Fjarðabyggð endurskoði ákvörðun sína Ljóst er að við ákvörðun sína tók Fjarðabyggð hvorki mið af gildandi kjarasamningum né af þeim áhrifum sem stefnumótunin getur haft á launafólk og á samfélagsgerðina. Fjárhagslegum byrðum er velt umhugsunarlaust yfir á herðar foreldra ungra barna og áhrif á jafnrétti kynjanna ekki ígrunduð. Bæjaryfirvöld vilja að hækkun frístundastyrks og takmörkun á hækkun fasteignagjalda séu tekin með í reikninginn. Þetta eru ágætar ákvarðanir út af fyrir sig, en þær breyta engu um hækkun leikskólagjalda sem leggst á ákveðinn hóp samfélagsins, það er að segja fullvinnandi foreldra ungra barna. Við berum vonir til þess að bæjarstjórn Fjarðabyggðar taki ákvörðun sína til endurskoðunar og vindi ofan af fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum. Verði svo ekki, er ljóst að sveitarfélagið gengur gegn gildandi kjarasamningum og stuðlar að ósátt á vinnumarkaði. Höfundar eru Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs, og Halla Gunnarsdóttir, formaður VR.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun