Baráttukonur minnast Ólafar Töru Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. febrúar 2025 11:47 Ólafar Töru Harðardóttur baráttukonu er minnst með hlýhug. Vísir/Samsett Fjöldi fólks hefur minnst baráttukonunnar Ólafar Töru Harðardóttur sem lést langt fyrir aldur fram í fyrradag. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund og lét mikið að sér kveða í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Forseti Íslands, samstarfsfólk og baráttukonur minnast hennar með hlýhug. Ólöf Tara fæddist árið 1990. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund sem börðust fyrir breytingum í þágu þolenda ofbeldis. Hún hlaut fjölda verðlauna fyrir ötult starf sitt en hún rak einnig fyrirtæki sem sinnti þjálfun sem var sérsniðin að þörfum kvenna. „Ólöf Tara bjó lengi við ofbeldi í nánu sambandi og mótaði það hana mikið. Hún helgaði síðustu ár lífs síns baráttu gegn ofbeldi og breyttum hugsunarhætti þjóðfélagsins í þeim efnum. En sárin rista djúpt og féll Ólöf Tara fyrir eigin hendi,“ segir í tilkynningu sem aðstandendur Ólafar Töru gáfu út í gær. Þyngra en tárum taki Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, minntist Ólafar og baráttu hennar í færslu á samfélagsmiðlum. „Það er þyngra en tárum taki að ung manneskja full af baráttumóð þjáist svo af sárum sínum að hún geti ekki horft fram á veginn með von í brjósti. Ég tek heilshugar undir hvatningu foreldra hennar, megi baráttan halda áfram og skila árangri, því ofbeldi af hverjum toga sem það er, er ólíðandi. Megi hvert okkar hugsa vel um orð okkar og gjörðir, leggja okkur fram um að breiða út kærleika en ekki sársauka,“ skrifar Halla. Magnaður brjálæðingur Hildur Lilliendahl Viggósdóttir aðgerðarsinni lýsir Ólöfu sem „mögnuðum brjálæðingi sem lét feðraveldið aldrei í friði.“ Hún segir heiminn fátækari án hennar. „Við getum verið brjálæðingar og búið til pláss fyrir nýja brjálæðinga og tekið okkur hlé og verið góð við hina brjálæðingana sem taka sér hlé. Við getum dreift álaginu meðvitað á meðan við hömumst í þessu sameiginlega markmiði um að brjóta niður feðraveldið. En umfram allt getum við reynt að vera góð hvert við annað. Okkur er ekki endilega öllum gefið að vera opinská um erfiðleikana okkar en þess þá heldur eigum við að leggja okkur fram við að tékka hvert á öðru,“ skrifar Hildur. „Hvíl í krafti“ Edda Falak, baráttukona og áhrifavaldur, segir mikinn missi af Ólöfu Töru. „Heimsins fallegasta sál og baráttusystir. Ólöf var alltaf til staðar og breytti bæði samfélaginu öllu og mínu lífi til hins betra. Ég vildi óska að hún gæti séð allar kveðjurnar og hversu mikilvæg hún var,“ skrifar hún. Sema Erla Serdaroglu minnist Ólafar sem hetju og fyrirmyndar. Hún segir Ólöfu hafa barist til síðasta dags. „Fjölskylda, vinir og samfélagið syrgir og minnist hennar á sama tíma og himininn grætur og kröftugir vindar blása um landið. Það er viðeigandi því Ólöf var náttúruafl, jarðýta, hetja og fyrirmynd. Sem barðist gegn kynbundnu ofbeldi og fyrir réttlæti til handa þolendum ofbeldis til síðasta dags,“ skrifar hún. Hún segir Ólöfu Töru ekki hafa hikað við að rugga bátnum þrátt fyrir þann ólgusjó sem fylgir baráttu hennar „Hvíl í krafti kæra baráttusystir. Við höldum baráttunni áfram og nafni þínu á lofti,“ segir hún. Kynbundið ofbeldi Tengdar fréttir Ólöf Tara Harðardóttir er látin Ólöf Tara Harðardóttir, baráttukona og þjálfari, lést á heimili sínu í gærkvöldi. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund og var kraftmikil í baráttu gegn kynbundu ofbeldi. 31. janúar 2025 18:18 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Ólöf Tara fæddist árið 1990. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund sem börðust fyrir breytingum í þágu þolenda ofbeldis. Hún hlaut fjölda verðlauna fyrir ötult starf sitt en hún rak einnig fyrirtæki sem sinnti þjálfun sem var sérsniðin að þörfum kvenna. „Ólöf Tara bjó lengi við ofbeldi í nánu sambandi og mótaði það hana mikið. Hún helgaði síðustu ár lífs síns baráttu gegn ofbeldi og breyttum hugsunarhætti þjóðfélagsins í þeim efnum. En sárin rista djúpt og féll Ólöf Tara fyrir eigin hendi,“ segir í tilkynningu sem aðstandendur Ólafar Töru gáfu út í gær. Þyngra en tárum taki Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, minntist Ólafar og baráttu hennar í færslu á samfélagsmiðlum. „Það er þyngra en tárum taki að ung manneskja full af baráttumóð þjáist svo af sárum sínum að hún geti ekki horft fram á veginn með von í brjósti. Ég tek heilshugar undir hvatningu foreldra hennar, megi baráttan halda áfram og skila árangri, því ofbeldi af hverjum toga sem það er, er ólíðandi. Megi hvert okkar hugsa vel um orð okkar og gjörðir, leggja okkur fram um að breiða út kærleika en ekki sársauka,“ skrifar Halla. Magnaður brjálæðingur Hildur Lilliendahl Viggósdóttir aðgerðarsinni lýsir Ólöfu sem „mögnuðum brjálæðingi sem lét feðraveldið aldrei í friði.“ Hún segir heiminn fátækari án hennar. „Við getum verið brjálæðingar og búið til pláss fyrir nýja brjálæðinga og tekið okkur hlé og verið góð við hina brjálæðingana sem taka sér hlé. Við getum dreift álaginu meðvitað á meðan við hömumst í þessu sameiginlega markmiði um að brjóta niður feðraveldið. En umfram allt getum við reynt að vera góð hvert við annað. Okkur er ekki endilega öllum gefið að vera opinská um erfiðleikana okkar en þess þá heldur eigum við að leggja okkur fram við að tékka hvert á öðru,“ skrifar Hildur. „Hvíl í krafti“ Edda Falak, baráttukona og áhrifavaldur, segir mikinn missi af Ólöfu Töru. „Heimsins fallegasta sál og baráttusystir. Ólöf var alltaf til staðar og breytti bæði samfélaginu öllu og mínu lífi til hins betra. Ég vildi óska að hún gæti séð allar kveðjurnar og hversu mikilvæg hún var,“ skrifar hún. Sema Erla Serdaroglu minnist Ólafar sem hetju og fyrirmyndar. Hún segir Ólöfu hafa barist til síðasta dags. „Fjölskylda, vinir og samfélagið syrgir og minnist hennar á sama tíma og himininn grætur og kröftugir vindar blása um landið. Það er viðeigandi því Ólöf var náttúruafl, jarðýta, hetja og fyrirmynd. Sem barðist gegn kynbundnu ofbeldi og fyrir réttlæti til handa þolendum ofbeldis til síðasta dags,“ skrifar hún. Hún segir Ólöfu Töru ekki hafa hikað við að rugga bátnum þrátt fyrir þann ólgusjó sem fylgir baráttu hennar „Hvíl í krafti kæra baráttusystir. Við höldum baráttunni áfram og nafni þínu á lofti,“ segir hún.
Kynbundið ofbeldi Tengdar fréttir Ólöf Tara Harðardóttir er látin Ólöf Tara Harðardóttir, baráttukona og þjálfari, lést á heimili sínu í gærkvöldi. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund og var kraftmikil í baráttu gegn kynbundu ofbeldi. 31. janúar 2025 18:18 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Ólöf Tara Harðardóttir er látin Ólöf Tara Harðardóttir, baráttukona og þjálfari, lést á heimili sínu í gærkvöldi. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund og var kraftmikil í baráttu gegn kynbundu ofbeldi. 31. janúar 2025 18:18