Maroussi og Aris sátu í neðstu tveimur sætu deildarinnar fyrir leik dagsins og því um gríðarlega mikilvægan leik að ræða.
Elvar og félagar byrjuðu vel og höfðu fimm stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, en skoruðu aðeins níu stig í öðrum leikhluta og voru því einu stigi undir í hálfleik, staðan 32-33.
Heimamenn í Maroussi náðu sér aftur á strik eftir hálfleikshléið og náðu níu stiga forskoti fyrir lokaleikhlutann. Þar reyndust gestirnir hins vegar mun sterkari og unnu að lokum fimm stiga sigur, 73-78.
Elvar átti fínan leik fyrir Maroussi og skoraði tólf stig fyrir liðið, ásamt því að gefa níu stoðsendingar.