Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar 1. febrúar 2025 19:00 Það var mjög svo fróðlegt að lesa grein formanns blaðamannafélagsins á Vísi nú síðdegis þann 31 janúar. Það fór ekki á milli mála að hún er nýbúin að glerja að nýju glerhúsið. Það hvarflar ekki að henni að blaðamenn séu nokkuð annað en tandurhreinir guðsenglar. En er það svo? Fyrir ekki svo löngu síðan boðaði blaðamannafélagið sem hún stýrir til pressukvölds til þess að ræða um mál þar sem sex blaðamenn voru með stöðu sakbornings í. Ekki eina sekúndu hvarflaði að formanninum að þiggja boð brotaþola um að mæta og segja sína hlið. Hvernig sá hún eiginlega fyrir sér umræðu um sakamál með eingöngu sakborninga við borðið? Sá hún fyrir sér að þar yrðu “sannar upplýsingar settar fram á sanngjarnan og heiðarlegan hátt” lagðar á pallborð almennings? Hver var að veita blaðamönnum aðhald? En hvað ef við tökum dæmi úr grein formanns Blaðamannafélagsins og skoðum út frá vinnubrögðum sumra blaðamanna? „Ein alvarlegasta ógnin við fjölmiðlafrelsi eru sjálfir valdhafarnir, stjórnmálamennirnir, sem hafa, ekki bara hér á landi heldur víða um heim, í sívaxandi mæli beint spjótum sínum að blaðamönnum og fjölmiðlum í því skyni að grafa undan trúverðugleika þeirra.” Nei, óvönduð vinnubrögð blaðamanna sem kollegar þeirra láta óátalin erog verður stærsta ógn við trúverðugleika stéttarinnar. Formaðurinn hefur greinilega gleymt því að ekki fyrir svo löngu síðan sagði hún sjálf að blaðamenn yrðu að þola gagnrýni. Miðað við þessi skrif hennar virðist svo ekki vera lengur. Í dag er hósti í átt að blaðamanni túlkað sem árásir á þessi viðkvæmu blóm. „Blaðamennska afhjúpar mistök, bresti og spillingu í kerfinu.” En hver afhjúpar mistök, bresti og spillingu meðal blaðamanna? „Valdamenn þurftu að treysta á blaðamenn og fjölmiðla til þess að koma upplýsingum á framfæri til almennings.” Og á hvern getur almenningur treyst þegar blaðamenn og fjölmiðlar eru ekki traustsins verðugir? Þessi grein er um margt góð því það má snúa henni 100% upp á blaðamenn og þeirra vinnubrögð. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun fjölmiðlanefndar var traust á fjölmiðlum komið niður fyrir 30%. Kannski ættu fjölmiðlar að líta í eigin barm og spyrja hvernig standi á því að æ fleiri kjósa að sækja fréttir og upplýsingar á og koma sjálfir skoðunum sínum á framfæri beint og milliliðalaust á samfélagsmiðlum. Ekki ósvipað reyndar eins og formaður blaðamannafélagsins gerði sjálfur á sínum tíma þegar hún svaraði ásökunum um skattamál sín. Af hverju svaraði hún ekki spurningum blaðamanna þá eins og hún ætlar öllum öðrum að gera? Og það er ekki vænleg leið til þess að efla traust til fjölmiðla þegar að fjölmiðlamenn eru farnir að stofna til málferla til þess að reyna að kæla og þagga niður í aðilum sem þó þora að segja frá sakamáli sem blaðamenn eiga aðild að. Kannski er grein formannsins merki þess að traust til fjölmiðla og neysla fjölmiðla er ekki sjálfgefin. Heldur áunnin. Sé vilji til þess hjá blaðamönnum að breyta þessari þróun þurfa þeir að fara í naflaskoðun og hætta að kenna öllum öðrum um stöðuna. Skref í rétta átt væri til dæmis að hleypa öðrum að í umræðunni í stað þess að halda áfram að kalla inn í eigin bergmálshelli. Höfundur er skipstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Páll Steingrímsson Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Það var mjög svo fróðlegt að lesa grein formanns blaðamannafélagsins á Vísi nú síðdegis þann 31 janúar. Það fór ekki á milli mála að hún er nýbúin að glerja að nýju glerhúsið. Það hvarflar ekki að henni að blaðamenn séu nokkuð annað en tandurhreinir guðsenglar. En er það svo? Fyrir ekki svo löngu síðan boðaði blaðamannafélagið sem hún stýrir til pressukvölds til þess að ræða um mál þar sem sex blaðamenn voru með stöðu sakbornings í. Ekki eina sekúndu hvarflaði að formanninum að þiggja boð brotaþola um að mæta og segja sína hlið. Hvernig sá hún eiginlega fyrir sér umræðu um sakamál með eingöngu sakborninga við borðið? Sá hún fyrir sér að þar yrðu “sannar upplýsingar settar fram á sanngjarnan og heiðarlegan hátt” lagðar á pallborð almennings? Hver var að veita blaðamönnum aðhald? En hvað ef við tökum dæmi úr grein formanns Blaðamannafélagsins og skoðum út frá vinnubrögðum sumra blaðamanna? „Ein alvarlegasta ógnin við fjölmiðlafrelsi eru sjálfir valdhafarnir, stjórnmálamennirnir, sem hafa, ekki bara hér á landi heldur víða um heim, í sívaxandi mæli beint spjótum sínum að blaðamönnum og fjölmiðlum í því skyni að grafa undan trúverðugleika þeirra.” Nei, óvönduð vinnubrögð blaðamanna sem kollegar þeirra láta óátalin erog verður stærsta ógn við trúverðugleika stéttarinnar. Formaðurinn hefur greinilega gleymt því að ekki fyrir svo löngu síðan sagði hún sjálf að blaðamenn yrðu að þola gagnrýni. Miðað við þessi skrif hennar virðist svo ekki vera lengur. Í dag er hósti í átt að blaðamanni túlkað sem árásir á þessi viðkvæmu blóm. „Blaðamennska afhjúpar mistök, bresti og spillingu í kerfinu.” En hver afhjúpar mistök, bresti og spillingu meðal blaðamanna? „Valdamenn þurftu að treysta á blaðamenn og fjölmiðla til þess að koma upplýsingum á framfæri til almennings.” Og á hvern getur almenningur treyst þegar blaðamenn og fjölmiðlar eru ekki traustsins verðugir? Þessi grein er um margt góð því það má snúa henni 100% upp á blaðamenn og þeirra vinnubrögð. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun fjölmiðlanefndar var traust á fjölmiðlum komið niður fyrir 30%. Kannski ættu fjölmiðlar að líta í eigin barm og spyrja hvernig standi á því að æ fleiri kjósa að sækja fréttir og upplýsingar á og koma sjálfir skoðunum sínum á framfæri beint og milliliðalaust á samfélagsmiðlum. Ekki ósvipað reyndar eins og formaður blaðamannafélagsins gerði sjálfur á sínum tíma þegar hún svaraði ásökunum um skattamál sín. Af hverju svaraði hún ekki spurningum blaðamanna þá eins og hún ætlar öllum öðrum að gera? Og það er ekki vænleg leið til þess að efla traust til fjölmiðla þegar að fjölmiðlamenn eru farnir að stofna til málferla til þess að reyna að kæla og þagga niður í aðilum sem þó þora að segja frá sakamáli sem blaðamenn eiga aðild að. Kannski er grein formannsins merki þess að traust til fjölmiðla og neysla fjölmiðla er ekki sjálfgefin. Heldur áunnin. Sé vilji til þess hjá blaðamönnum að breyta þessari þróun þurfa þeir að fara í naflaskoðun og hætta að kenna öllum öðrum um stöðuna. Skref í rétta átt væri til dæmis að hleypa öðrum að í umræðunni í stað þess að halda áfram að kalla inn í eigin bergmálshelli. Höfundur er skipstjóri.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun