Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Jón Þór Stefánsson skrifar 3. febrúar 2025 19:05 Lárus L. Blöndal er forseti ÍSÍ. Vísir/Einar Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segist fordæma allt ofbeldi í íþróttahreyfingunni. Sambandið bendir á að þjálfarar eigi að gæta að málfari og hegðun sinni, og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Þetta kemur fram í ályktun framkvæmdastjórnarinnar sem hefur verið send á fjölmiðla. Ekki kemur fram með skýrum hætti hvert tilefni þessarar ályktunar er, en undanfarið hefur hávær umræða átt sér stað um framferði Brynjars Karls Sigurðssonar, þjálfara körfuboltaliðsins Aþenu. „Samkvæmt hegðunarviðmiðum ÍSÍ er áhersla lögð á að þjálfarar gæti að málfari sínu og hegðun, nýti stöðu sína á uppbyggilegan hátt og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Því lítur framkvæmdastjórn atvik þar sem þjálfari öskrar, slær til iðkenda og/eða niðurlægir með orðum alvarlegum augum og ítrekar að slík misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu,“ segir í ályktun ÍSÍ. Þar segir jafnframt að sambandið vinni nú að gerð öryggis- og velferðarstefnu fyrir íþróttahreyfinguna. Jafnframt sé unnið að lagabreytingum sem eigi að miða að því að „auka enn frekar farsæld iðkenda og annarra sem tengjast íþróttastarfinu og skapa skýrari ramma um mál er snúa að velferð og öryggi innan hreyfingarinnar.“ Umræðan kalli á viðbrögð Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir í samtali við fréttastofu að umfjöllunin um Aþenu-málið hafi kallað á ályktun af hálfu sambandsins. Framkvæmdastjórnin hafi þó ekki tekið fyrir atvikið sjálft eða málið sem þetta varðar. „Framkvæmdastjórn vildi koma inn á það að alveg sama hver á í hlut að þá eru ákveðnir hlutir sem eiga ekki að líðast. Þetta á að vera öruggt umræði. Síðan er ákveðin vinna í gangi,“ segir Andri. Miklar ritdeilur í kjölfar viðtals Viðtal Vísis við Brynjar Karl hefur vakið talsverða athygli. Þar lýsti hann spurningu blaðamanns um hvort hann hygðist breyta aðferðum sínum sem „hippamussukommenti“. Jafnframt sagði hann liðsmenn Aþenu vera „fokking aumingja“. Í kjölfarið birti Brynjar færslu á Facebook þar sem hann sakaði Vísi um að flytja falsfréttir. Þá skoraði Brynjar á Vísi um að birta viðtalið sem var tekið við hann í heild sinni, og það var gert. Sjá nánar: „Fokking aumingjar“ Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar, lagði einnig orð í belg. Hún sagði framferði Brynjars gagnvart liðsmönnum Aþenu „ekkert annað en ofbeldi“. Bjarney birti jafnframt myndband af því þegar Brynjar virðist lesa yfir leikmanni sínum. „Ég hreinlega trúi því ekki að það sé ennþá til fólk sem er tilbúið að verja hann, og ég skil ekki að nokkur vilji að spila undir hans stjórn. En ég veit líka að það getur verið erfitt að losa sig úr ofbeldissambandi þannig að ég vona að þessir einstaklingar séu með heilsteypt fólk í kringum sig sem getur hjálpað þeim að stíga út úr þessum óheilbrigðu aðstæðum.“ Helena Óskarsdóttir, eiginkona Brynjars, hefur síðan svarað Bjarneyju í sömu mynt. „Ef eitthvað ber merki um ofbeldi, þá er það þessi framganga hennar: að ráðast á Brynjar, Aþenu og stelpurnar.“ Þar að auki hafa leikmenn Aþenu sent frá sér yfirlýsingu. Þær hafna því alfarið að hafa verið beittar ofbeldi aff hálfu Brynjars. Þær vísa til ummæla Bjarneyjar og segja þau sýna vanvirðingu í þeirra garð. Ályktun ÍSÍ má sjá hér að neðan: Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) fordæmir allt ofbeldi í íþróttahreyfingunni. Samkvæmt hegðunarviðmiðum ÍSÍ er áhersla lögð á að þjálfarar gæti að málfari sínu og hegðun, nýti stöðu sína á uppbyggilegan hátt og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Því lítur framkvæmdastjórn atvik þar sem þjálfari öskrar, slær til iðkenda og/eða niðurlægir með orðum alvarlegum augum og ítrekar að slík misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu. ÍSÍ vinnur að gerð Öryggis- og velferðarstefnu fyrir íþróttahreyfinguna ásamt lagabreytingum sem miða að því að auka enn frekar farsæld iðkenda og annarra sem tengjast íþróttastarfinu og skapa skýrari ramma um mál er snúa að velferð og öryggi innan hreyfingarinnar. ÍSÍ Bónus-deild kvenna Körfubolti Aþena Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun framkvæmdastjórnarinnar sem hefur verið send á fjölmiðla. Ekki kemur fram með skýrum hætti hvert tilefni þessarar ályktunar er, en undanfarið hefur hávær umræða átt sér stað um framferði Brynjars Karls Sigurðssonar, þjálfara körfuboltaliðsins Aþenu. „Samkvæmt hegðunarviðmiðum ÍSÍ er áhersla lögð á að þjálfarar gæti að málfari sínu og hegðun, nýti stöðu sína á uppbyggilegan hátt og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Því lítur framkvæmdastjórn atvik þar sem þjálfari öskrar, slær til iðkenda og/eða niðurlægir með orðum alvarlegum augum og ítrekar að slík misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu,“ segir í ályktun ÍSÍ. Þar segir jafnframt að sambandið vinni nú að gerð öryggis- og velferðarstefnu fyrir íþróttahreyfinguna. Jafnframt sé unnið að lagabreytingum sem eigi að miða að því að „auka enn frekar farsæld iðkenda og annarra sem tengjast íþróttastarfinu og skapa skýrari ramma um mál er snúa að velferð og öryggi innan hreyfingarinnar.“ Umræðan kalli á viðbrögð Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir í samtali við fréttastofu að umfjöllunin um Aþenu-málið hafi kallað á ályktun af hálfu sambandsins. Framkvæmdastjórnin hafi þó ekki tekið fyrir atvikið sjálft eða málið sem þetta varðar. „Framkvæmdastjórn vildi koma inn á það að alveg sama hver á í hlut að þá eru ákveðnir hlutir sem eiga ekki að líðast. Þetta á að vera öruggt umræði. Síðan er ákveðin vinna í gangi,“ segir Andri. Miklar ritdeilur í kjölfar viðtals Viðtal Vísis við Brynjar Karl hefur vakið talsverða athygli. Þar lýsti hann spurningu blaðamanns um hvort hann hygðist breyta aðferðum sínum sem „hippamussukommenti“. Jafnframt sagði hann liðsmenn Aþenu vera „fokking aumingja“. Í kjölfarið birti Brynjar færslu á Facebook þar sem hann sakaði Vísi um að flytja falsfréttir. Þá skoraði Brynjar á Vísi um að birta viðtalið sem var tekið við hann í heild sinni, og það var gert. Sjá nánar: „Fokking aumingjar“ Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar, lagði einnig orð í belg. Hún sagði framferði Brynjars gagnvart liðsmönnum Aþenu „ekkert annað en ofbeldi“. Bjarney birti jafnframt myndband af því þegar Brynjar virðist lesa yfir leikmanni sínum. „Ég hreinlega trúi því ekki að það sé ennþá til fólk sem er tilbúið að verja hann, og ég skil ekki að nokkur vilji að spila undir hans stjórn. En ég veit líka að það getur verið erfitt að losa sig úr ofbeldissambandi þannig að ég vona að þessir einstaklingar séu með heilsteypt fólk í kringum sig sem getur hjálpað þeim að stíga út úr þessum óheilbrigðu aðstæðum.“ Helena Óskarsdóttir, eiginkona Brynjars, hefur síðan svarað Bjarneyju í sömu mynt. „Ef eitthvað ber merki um ofbeldi, þá er það þessi framganga hennar: að ráðast á Brynjar, Aþenu og stelpurnar.“ Þar að auki hafa leikmenn Aþenu sent frá sér yfirlýsingu. Þær hafna því alfarið að hafa verið beittar ofbeldi aff hálfu Brynjars. Þær vísa til ummæla Bjarneyjar og segja þau sýna vanvirðingu í þeirra garð. Ályktun ÍSÍ má sjá hér að neðan: Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) fordæmir allt ofbeldi í íþróttahreyfingunni. Samkvæmt hegðunarviðmiðum ÍSÍ er áhersla lögð á að þjálfarar gæti að málfari sínu og hegðun, nýti stöðu sína á uppbyggilegan hátt og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Því lítur framkvæmdastjórn atvik þar sem þjálfari öskrar, slær til iðkenda og/eða niðurlægir með orðum alvarlegum augum og ítrekar að slík misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu. ÍSÍ vinnur að gerð Öryggis- og velferðarstefnu fyrir íþróttahreyfinguna ásamt lagabreytingum sem miða að því að auka enn frekar farsæld iðkenda og annarra sem tengjast íþróttastarfinu og skapa skýrari ramma um mál er snúa að velferð og öryggi innan hreyfingarinnar.
Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) fordæmir allt ofbeldi í íþróttahreyfingunni. Samkvæmt hegðunarviðmiðum ÍSÍ er áhersla lögð á að þjálfarar gæti að málfari sínu og hegðun, nýti stöðu sína á uppbyggilegan hátt og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Því lítur framkvæmdastjórn atvik þar sem þjálfari öskrar, slær til iðkenda og/eða niðurlægir með orðum alvarlegum augum og ítrekar að slík misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu. ÍSÍ vinnur að gerð Öryggis- og velferðarstefnu fyrir íþróttahreyfinguna ásamt lagabreytingum sem miða að því að auka enn frekar farsæld iðkenda og annarra sem tengjast íþróttastarfinu og skapa skýrari ramma um mál er snúa að velferð og öryggi innan hreyfingarinnar.
ÍSÍ Bónus-deild kvenna Körfubolti Aþena Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni Sjá meira