Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 18:21 Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm Íslenskur rektor í skóla í Örebro í Svíþjóð, þar sem að minnsta kosti tíu voru skotnir til bana í dag, segir örvæntingu og ringulreið hafa gripið um sig í skólanum þegar byssumaðurinn hóf skothríð. Hún hafi gengið fram á blóðug fórnarlömb og komið einu þeirra til aðstoðar. Samfélagið í Örebro sé í áfalli. Við fjöllum um málið, ræðum við skólastjórann og sýnum myndir frá vettvangi í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. Alþingi var formlega sett í dag eftir langt þinghlé. Nýliðar eru áberandi, tæplega þriðjungur þingheims hefur aldrei setið áður á þingi. Við verðum í beinni frá Alþingi, förum yfir atburðarás dagsins og ræðum við þingmenn sem eru spenntir fyrir átökum komandi mánaða. Leikskólakennarar á stærsta leikskóla borgarinnar segja umræðu um kennara hafa verið skelfilega á köflum og að stefna sveitarfélaga á hendur kennarasambandinu sé vanvirðing við störf þeirra. Kennarar reyni að standa saman á tímum sem þessum. Þá verðum við í beinni með fulltrúa Landsbjargar en sveitin býr sig nú undir aftakaveður sem gengur yfir landið á næstu dögum. Ný, sjálfhreinsandi salerni vekja mikla lukku hjá ferðamönnum á Suðurlandi. Þá spillir ekki fyrir að klósettin eru opin allan sólarhringinn. Magnús Hlynur kynnir sér málið. Í sportinu heyrum við í Pétri Ingvarssyni, sem lét í gær af störfum sem þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann skilur við tvo syni sína sem eru í liðinu og mun nú styðja þá úr fjarska. Og Vala Matt tæklar bílastæðagjöldin í Íslandi í dag. Hún heimsækir leikarahjónin Ólaf Egilsson og Esther Taliu Casey, sem segja gesti sína oft þurfa að reiða fram þúsundir króna fyrir það eitt að kíkja til þeirra í heimsókn. Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: Klippa: Kvöldfréttir 4. febrúar 2025 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira
Við fjöllum um málið, ræðum við skólastjórann og sýnum myndir frá vettvangi í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. Alþingi var formlega sett í dag eftir langt þinghlé. Nýliðar eru áberandi, tæplega þriðjungur þingheims hefur aldrei setið áður á þingi. Við verðum í beinni frá Alþingi, förum yfir atburðarás dagsins og ræðum við þingmenn sem eru spenntir fyrir átökum komandi mánaða. Leikskólakennarar á stærsta leikskóla borgarinnar segja umræðu um kennara hafa verið skelfilega á köflum og að stefna sveitarfélaga á hendur kennarasambandinu sé vanvirðing við störf þeirra. Kennarar reyni að standa saman á tímum sem þessum. Þá verðum við í beinni með fulltrúa Landsbjargar en sveitin býr sig nú undir aftakaveður sem gengur yfir landið á næstu dögum. Ný, sjálfhreinsandi salerni vekja mikla lukku hjá ferðamönnum á Suðurlandi. Þá spillir ekki fyrir að klósettin eru opin allan sólarhringinn. Magnús Hlynur kynnir sér málið. Í sportinu heyrum við í Pétri Ingvarssyni, sem lét í gær af störfum sem þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann skilur við tvo syni sína sem eru í liðinu og mun nú styðja þá úr fjarska. Og Vala Matt tæklar bílastæðagjöldin í Íslandi í dag. Hún heimsækir leikarahjónin Ólaf Egilsson og Esther Taliu Casey, sem segja gesti sína oft þurfa að reiða fram þúsundir króna fyrir það eitt að kíkja til þeirra í heimsókn. Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: Klippa: Kvöldfréttir 4. febrúar 2025
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira