Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 23:45 Í ár eru 25 ár síðan ég hóf störf í leikskóla. Í ár eru 20 ár síðan ég útskrifaðist sem leikskólakennari frá KHÍ, full af áhuga og væntingum fyrir starfinu. Starfi sem ég hef þroskast og vaxið í og geri enn því það er í stöðugri þróun, en gríðarlegar breytingar hafa orðið í leikskólaumhverfinu sl. 25 ár. Sem betur fer því stöðnun væri áhyggjuefni. Ég kenni m.a. félagsfærni, stærðfræði, hljóðkerfisvitund (google hjálpar ykkur ef þið vitið ekki hvað það er) og hreyfingu, ásamt því að vera í daglegum samskiptum við foreldra barnanna. Annað er einnig áhyggjuefni. Það er að núna, árið 2025, þurfi háskólamenntuð stétt, sem kennarar eru, að grípa til þess neyðarúrræðis að fara í verkfall, til að fá ríki og sveitarfélög til að standa við undirritað samkomulag um jöfnun launa á milli markaða. Það er staðan í dag. Ég sit heima í verkfalli, í fyrsta skipti á mínum starfsferli. Hversu galið er það! Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt, starf sem mörgum finnst ofmetið en samt alveg ómissandi því án þess stoppar samfélagið. Leikskólinn er ekki fyrir atvinnulífið, leikskólinn er atvinnulífið. Leikskólinn er vinnustaður eins og hver annar vinnustaður. Þar starfa metnaðarfullir sérfræðingar eins og á öðrum vinnustöðum. Já ég sagði sérfræðingar því leikskólakennarar eru sérfræðingar í kennslu á fyrsta skólastiginu, sem leikskólinn er. Því miður fer þessum sérfræðingum fækkandi því þeir gefast upp á að fá ekki laun í samræmi við álag og mikilvægi starfsins. Nú er virðismat á borðinu. Virðismat á störfum kennara, til að sjá hvað við eigum skilið að fá í laun. Hvers virði er menntun íslenskra barna? Það er það sem er á borðinu. Fjárfestum í menntun barnanna okkar með því að fjárfesta í kennurum!!! Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í ár eru 25 ár síðan ég hóf störf í leikskóla. Í ár eru 20 ár síðan ég útskrifaðist sem leikskólakennari frá KHÍ, full af áhuga og væntingum fyrir starfinu. Starfi sem ég hef þroskast og vaxið í og geri enn því það er í stöðugri þróun, en gríðarlegar breytingar hafa orðið í leikskólaumhverfinu sl. 25 ár. Sem betur fer því stöðnun væri áhyggjuefni. Ég kenni m.a. félagsfærni, stærðfræði, hljóðkerfisvitund (google hjálpar ykkur ef þið vitið ekki hvað það er) og hreyfingu, ásamt því að vera í daglegum samskiptum við foreldra barnanna. Annað er einnig áhyggjuefni. Það er að núna, árið 2025, þurfi háskólamenntuð stétt, sem kennarar eru, að grípa til þess neyðarúrræðis að fara í verkfall, til að fá ríki og sveitarfélög til að standa við undirritað samkomulag um jöfnun launa á milli markaða. Það er staðan í dag. Ég sit heima í verkfalli, í fyrsta skipti á mínum starfsferli. Hversu galið er það! Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt, starf sem mörgum finnst ofmetið en samt alveg ómissandi því án þess stoppar samfélagið. Leikskólinn er ekki fyrir atvinnulífið, leikskólinn er atvinnulífið. Leikskólinn er vinnustaður eins og hver annar vinnustaður. Þar starfa metnaðarfullir sérfræðingar eins og á öðrum vinnustöðum. Já ég sagði sérfræðingar því leikskólakennarar eru sérfræðingar í kennslu á fyrsta skólastiginu, sem leikskólinn er. Því miður fer þessum sérfræðingum fækkandi því þeir gefast upp á að fá ekki laun í samræmi við álag og mikilvægi starfsins. Nú er virðismat á borðinu. Virðismat á störfum kennara, til að sjá hvað við eigum skilið að fá í laun. Hvers virði er menntun íslenskra barna? Það er það sem er á borðinu. Fjárfestum í menntun barnanna okkar með því að fjárfesta í kennurum!!! Höfundur er leikskólakennari.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar