Innlent

Sjö mál sem Jóhann Páll af­greiðir í stað Ölmu

Kjartan Kjartansson skrifar
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfisráðherra, (fremstur) er staðgengill Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra, (öftust) í nokkrum málum.
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfisráðherra, (fremstur) er staðgengill Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra, (öftust) í nokkrum málum. Vísir/Vilhelm

Skipan í embætti landlæknis er eitt sjö mála á borði heilbrigðisráðuneytisins sem Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verður staðgengill Ölmu Möller sem heilbrigðisráðherra. Alma víkur sæti í hinum málunum þar sem hún tók þátt í meðferð þeirra á fyrri stigum.

Greint var frá því helgi að Jóhann Páll yrði staðgengill Ölmu í málum sem vörðuðu fyrri störf hennar sem landlæknir. Í skriflegu svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis er um sex mál að ræða fyrir utan skipan eftirmanns Ölmu sem landlæknis.

Fimm málanna eru stjórnsýslukærur til heilbrigðisráðuneytisins vegna ákvarðana embættis landlæknis á meðan Alma var landlæknir. Sjött málið snýst um umsókn um löggildingu heilbrigðisstéttar sem embætti landlæknis veitti umsögn um í tíð Ölmu.

Jóhann Páll þarf sem staðgengill Ölmu að gera upp á milli fimm umsækjenda um embætti landlæknis. Það var auglýst til umsóknar um miðjan desember.


Tengdar fréttir

Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis

Fimm sóttu um stöðu embættis Landlæknis sem auglýst var laust til umsóknar um miðjan desember síðastliðinn. Alma Möller fyrrverandi Landlæknir mun skipa í embættið til fimm ára í senn að undangegnu mati sérstakrar nefndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×