Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Valur Páll Eiríksson skrifar 12. febrúar 2025 13:47 Gianni Infantino má að líkindum ekki fá sér í glas í Sádi-Arabíu, líkt og hann gat þökk sé undanþágum á HM í Katar. Harold Cunningham - FIFA/FIFA via Getty Images Engin áfengisneysla verður heimiluð á HM 2034 í Sádi-Arabíu samkvæmt sendiherra landsins í Bretlandi. Engar undanþágur verði gefnar í kringum mótið. Sádi-Arabía mun halda HM karla í fótbolta árið 2034. Það var tilkynnt í lok síðasta árs en þá hafði verið ljóst um hríð að aðrir mótshaldarar kæmu ekki til greina eftir snilldarlega fléttu Gianni Infantino, forseta FIFA. Sádar verða annað ríkið í Miðausturlöndum til að halda heimsmeistaramót en Katar hélt mótið árið 2022. Katarar gerðu undantekningar á lögum ríkisins um áfengisneyslu í kringum það mót. Áfengisneysla er ólögleg í Sádi-Arabíu og samkvæmt sendiherra Sádi-Arabíu í Bretlandi munu Sádar ekki fara sömu leið og Katarar. Engar undantekningar verði gefnar. „Það verður ekkert áfengi leyfilegt,“ segir prins Khalid bin Bandar Al Saud, sendiherra Sáda í Bretlandi, í samtali við breska miðilinn LBC. Hann segir enn fremur að neysla áfengis verði bönnuð á hótelum, veitingastöðum sem og knattspyrnuleikvöngum. Segir samkynhneigða velkomna Mannréttindastaða í Sádi-Arabíu hefur sætt gagnrýni og ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins, að veita ríkinu rétt til að halda HM þrátt fyrir það. Samkvæmt mannréttindasamtökunum Amnesty International hafa sádi-arabísk stjórnvöld ekki tekið fleiri af lífi síðan 1990 en í ár. Í september höfðu sádísk stjórnvöld tekið 198 manns af lífi, þar af 53 vegna eiturlyfjaneyslu. Einnig hefur fólk verið tekið af lífi vegna samkynhneigðar. Aðspurður um hvort samkynhneigðir verði velkomnir á mótið eftir níu ár segir áðurnefndur Al Saud: „Allir verða boðnir velkomnir til Sádi. Þetta er ekki sádískur viðburður, þetta er heimsviðburður. Að stórum hluta munum við bjóða alla velkomna sem vilja koma.“ Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn HM 2034 í fótbolta FIFA Mannréttindi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Sádi-Arabía mun halda HM karla í fótbolta árið 2034. Það var tilkynnt í lok síðasta árs en þá hafði verið ljóst um hríð að aðrir mótshaldarar kæmu ekki til greina eftir snilldarlega fléttu Gianni Infantino, forseta FIFA. Sádar verða annað ríkið í Miðausturlöndum til að halda heimsmeistaramót en Katar hélt mótið árið 2022. Katarar gerðu undantekningar á lögum ríkisins um áfengisneyslu í kringum það mót. Áfengisneysla er ólögleg í Sádi-Arabíu og samkvæmt sendiherra Sádi-Arabíu í Bretlandi munu Sádar ekki fara sömu leið og Katarar. Engar undantekningar verði gefnar. „Það verður ekkert áfengi leyfilegt,“ segir prins Khalid bin Bandar Al Saud, sendiherra Sáda í Bretlandi, í samtali við breska miðilinn LBC. Hann segir enn fremur að neysla áfengis verði bönnuð á hótelum, veitingastöðum sem og knattspyrnuleikvöngum. Segir samkynhneigða velkomna Mannréttindastaða í Sádi-Arabíu hefur sætt gagnrýni og ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins, að veita ríkinu rétt til að halda HM þrátt fyrir það. Samkvæmt mannréttindasamtökunum Amnesty International hafa sádi-arabísk stjórnvöld ekki tekið fleiri af lífi síðan 1990 en í ár. Í september höfðu sádísk stjórnvöld tekið 198 manns af lífi, þar af 53 vegna eiturlyfjaneyslu. Einnig hefur fólk verið tekið af lífi vegna samkynhneigðar. Aðspurður um hvort samkynhneigðir verði velkomnir á mótið eftir níu ár segir áðurnefndur Al Saud: „Allir verða boðnir velkomnir til Sádi. Þetta er ekki sádískur viðburður, þetta er heimsviðburður. Að stórum hluta munum við bjóða alla velkomna sem vilja koma.“
Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn HM 2034 í fótbolta FIFA Mannréttindi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira