Faglegt val í stjórnir ríkisfyrirtækja Daði Már Kristófersson skrifar 14. febrúar 2025 09:02 Stjórnir fyrirtækja gegna lykilhlutverki í því að tryggja góðan rekstur og framsýna stjórnun. Það er því afar mikilvægt að hæfir einstaklingar, með rétta þekkingu, reynslu og menntun, skipi stjórnir fyrirtækja, hvort sem þau eru einkarekin eða í eigu ríkis. Til að stuðla að réttlátu og gagnsæju ferli hef ég því sett nýjar reglur fyrir val í stjórnir stærri ríkisfyrirtækja sem eru: Landsvirkjun, Landsnet, Rarik, Orkubú Vestfjarða, Íslandspóstur, Isavia og Harpa. Valferlið verður nú byggt á faglegum forsendum þar sem valnefnd tilnefnir tvo hæfa einstaklinga fyrir hvert stjórnarsæti. Við valið skal sérstaklega hugað að breiðri samsetningu hvað varðar menntun, reynslu, kyn og faglegan bakgrunn. Ráðherra tekur svo lokaákvörðun og skipar stjórnina. Svipað ferli hefur þegar verið notað við val í stjórnir ríkisbankanna, með góðum árangri. Hvorki starfsmenn né kjörnir fulltrúar skulu sitja í stjórnum Í hinum nýju reglum er sérstök áhersla lögð á óhæði stjórnarmanna gagnvart fyrirtækjum og daglegum stjórnendum þeirra. Mikilvægt er að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra og því er ákveðið að hvorki starfsfólk fyrirtækisins né kjörnir fulltrúar á Alþingi eða í sveitarstjórnum eigi sæti í stjórnum ríkisfyrirtækja. Þessi breyting er mikilvægt framfaraskref sem tryggir ábyrga og öfluga stjórnun ríkisfyrirtækja. Ég er sannfærður um að hún muni skila sér í betri árangri og aukinni fagmennsku í rekstri fyrirtækjanna Landsvirkjunar, Landsnets, Rariks, Orkubús Vestfjarða, Íslandspósts, Isavia og Hörpu, og hvet ég fólk, sem telur sig eiga erindi í slíkar stjórnir, til að sækja um. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Viðreisn Stjórnsýsla Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Stjórnir fyrirtækja gegna lykilhlutverki í því að tryggja góðan rekstur og framsýna stjórnun. Það er því afar mikilvægt að hæfir einstaklingar, með rétta þekkingu, reynslu og menntun, skipi stjórnir fyrirtækja, hvort sem þau eru einkarekin eða í eigu ríkis. Til að stuðla að réttlátu og gagnsæju ferli hef ég því sett nýjar reglur fyrir val í stjórnir stærri ríkisfyrirtækja sem eru: Landsvirkjun, Landsnet, Rarik, Orkubú Vestfjarða, Íslandspóstur, Isavia og Harpa. Valferlið verður nú byggt á faglegum forsendum þar sem valnefnd tilnefnir tvo hæfa einstaklinga fyrir hvert stjórnarsæti. Við valið skal sérstaklega hugað að breiðri samsetningu hvað varðar menntun, reynslu, kyn og faglegan bakgrunn. Ráðherra tekur svo lokaákvörðun og skipar stjórnina. Svipað ferli hefur þegar verið notað við val í stjórnir ríkisbankanna, með góðum árangri. Hvorki starfsmenn né kjörnir fulltrúar skulu sitja í stjórnum Í hinum nýju reglum er sérstök áhersla lögð á óhæði stjórnarmanna gagnvart fyrirtækjum og daglegum stjórnendum þeirra. Mikilvægt er að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra og því er ákveðið að hvorki starfsfólk fyrirtækisins né kjörnir fulltrúar á Alþingi eða í sveitarstjórnum eigi sæti í stjórnum ríkisfyrirtækja. Þessi breyting er mikilvægt framfaraskref sem tryggir ábyrga og öfluga stjórnun ríkisfyrirtækja. Ég er sannfærður um að hún muni skila sér í betri árangri og aukinni fagmennsku í rekstri fyrirtækjanna Landsvirkjunar, Landsnets, Rariks, Orkubús Vestfjarða, Íslandspósts, Isavia og Hörpu, og hvet ég fólk, sem telur sig eiga erindi í slíkar stjórnir, til að sækja um. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar