„Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. febrúar 2025 20:59 RC Lens v Panathinaikos - UEFA Europa Conference League - Qualifying round LENS, FRANCE - AUGUST 22: Sverrir Ingason of Panathinaikos FC looks on prior to the UEFA Europa Conference League qualifying round match between Lens and Panathinaikos at Stade Bollaert-Delelis on August 22, 2024 in Lens, France. (Photo by Franco Arland/Getty Images) Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Panathinaikos í 2-1 tapi gegn Víkingi í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili Sambansdeildarinnar. Sverrir segir liðið þurfa að gera betur á öllum sviðum leiksins ef það ætlar ekki að detta úr leik í næstu viku. „Þetta var bara ekki nógu gott hjá okkur í dag. Víkingarnir voru bara betri en við og ég óska þeim til hamingju með sigurinn. Gerðu okkur mjög erfitt fyrir og við virtumst einhvern veginn ekki klárir. Þurfum heldur betur að rífa okkur í gang fyrir seinni leikinn ef við ætlum að fara áfram úr þessu einvígi,“ sagði Sverrir fljótlega eftir leik. „Í fyrra markinu voru þeir ákveðnari en við, unnu bolta eitt, tvö og þrjú, sem gerir það að verkum að þeir skora í autt markið. Í seinni markinu vorum við einhvern veginn í engu jafnvægi, boltinn hafnar af slánni og dettur fyrir framan markið þar sem hann skorar einn og óvaldaður. Mér fannst þetta saga dagsins. Við vörðumst ekki vel og vorum ekki effektívir með boltann heldur, þannig að við áttum ekkert annað skilið en að tapa þessum leik í dag,“ hélt hann svo áfram. Misstu tvo í meiðsli Panathinaikos missti tvo menn í meiðsli í fyrri hálfleik og þurfti að gera breytingar á miðjunni og í miðvarðarstöðunni. „Ekki gott fyrir okkur. Við erum að spila mikið af leikjum, búið að vera erfið verkefni og verða það áfram. Aldrei gott að missa menn í meiðsli en við þurfum bara að nota þá sem eru available, eins og staðan er núna.“ Markið mikilvæga Þrátt fyrir fremur slaka frammistöðu tókst Panathinaikos að skora og minnka muninn í eitt mark fyrir seinni leik liðanna. „Mjög mikilvægt að skora þetta mark í lok leiks, annars hefði þetta verið enn þá erfiðara fyrir okkur í næstu viku þegar við spilum heima, en þetta gefur okkur von um að við séum inni í einvíginu enn þá. Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang fyrir næstu viku.“ „Ég held að við þurfum að spila betur alls staðar, verjast betur, hreyfa boltann betur… Við þurfum að sjá hvað við getum gert betur, sérstaklega sóknarlega,“ sagði Sverrir að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Næsti leikur liðanna fer fram fimmtudaginn 20. febrúar og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Klippa: Sverrir Ingi eftir tap Panathinaikos gegn Víkingi Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Fótbolti Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Fleiri fréttir Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Sjá meira
„Þetta var bara ekki nógu gott hjá okkur í dag. Víkingarnir voru bara betri en við og ég óska þeim til hamingju með sigurinn. Gerðu okkur mjög erfitt fyrir og við virtumst einhvern veginn ekki klárir. Þurfum heldur betur að rífa okkur í gang fyrir seinni leikinn ef við ætlum að fara áfram úr þessu einvígi,“ sagði Sverrir fljótlega eftir leik. „Í fyrra markinu voru þeir ákveðnari en við, unnu bolta eitt, tvö og þrjú, sem gerir það að verkum að þeir skora í autt markið. Í seinni markinu vorum við einhvern veginn í engu jafnvægi, boltinn hafnar af slánni og dettur fyrir framan markið þar sem hann skorar einn og óvaldaður. Mér fannst þetta saga dagsins. Við vörðumst ekki vel og vorum ekki effektívir með boltann heldur, þannig að við áttum ekkert annað skilið en að tapa þessum leik í dag,“ hélt hann svo áfram. Misstu tvo í meiðsli Panathinaikos missti tvo menn í meiðsli í fyrri hálfleik og þurfti að gera breytingar á miðjunni og í miðvarðarstöðunni. „Ekki gott fyrir okkur. Við erum að spila mikið af leikjum, búið að vera erfið verkefni og verða það áfram. Aldrei gott að missa menn í meiðsli en við þurfum bara að nota þá sem eru available, eins og staðan er núna.“ Markið mikilvæga Þrátt fyrir fremur slaka frammistöðu tókst Panathinaikos að skora og minnka muninn í eitt mark fyrir seinni leik liðanna. „Mjög mikilvægt að skora þetta mark í lok leiks, annars hefði þetta verið enn þá erfiðara fyrir okkur í næstu viku þegar við spilum heima, en þetta gefur okkur von um að við séum inni í einvíginu enn þá. Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang fyrir næstu viku.“ „Ég held að við þurfum að spila betur alls staðar, verjast betur, hreyfa boltann betur… Við þurfum að sjá hvað við getum gert betur, sérstaklega sóknarlega,“ sagði Sverrir að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Næsti leikur liðanna fer fram fimmtudaginn 20. febrúar og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Klippa: Sverrir Ingi eftir tap Panathinaikos gegn Víkingi
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Fótbolti Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Fleiri fréttir Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Sjá meira